Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 12

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 12
WWW.SARPUR.IS / Menningarsögulegtgagnasafn Sarpur á tímamótum Menningarsögulega gagna- safnið Sarpur stóð á tíma- mótum á árinu 2013. Miklar hræringar höfðu átt sér stað, bæði í rekstrarumhverfi gagnasafnsins en einnig í kerfinu sjálfu. Stjórn Rekstr- arfélags Sarps undirritaði þjónustu- samning við Landskerfi bókasafna á árinu og sá samningur fól í sér ýmsar breytingar í relcstri félagsins. Framkvæmdastjóri félagsins sér nú um mál er varða rekstur á meðan að faglegi hluti starfsins er í höndum fagstjóra. Með þessu fyrirlcomulagi er verið að rýmka til svo að fagstjóri geti einbeitt sér að eftirliti, viðhaldi, kerfisþróun, notendaþjónustu og kennslu. Skráningarmál og kennsla eru í góðum farvegi hjá Landskerfi bókasafna og mun fagstjóri Sarps taka mið af því og njóta góðs af þeirri reynslu sem þar er til innanhúss. Notandinn á að vera í fyrirrúmi og þjónusta við hann. Ef litið er til kerfi- sins þá var ytri vefur gagnasafnsins opnaður á slóðinni www.sarpur.is en þar getur almenningur nú leitað í yfir milljón færslum sem skráðar eru af aðildarsöfnunum. Par er að finna allt frá fornleifum til listaverka og eru myndir stærsti hluti aðfang- anna. Ættu flestir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Skráning er einn af hornsteinum safnastarfs, grunnhugsunin er að vita hvað til er og hvar það er að finna. Vel skipulagður gagnagrunnur hjálpar til við mótun safnkosts og söfnunarstefnu, án vitneskju um það sem fyllir geymslurnar er mjög erfitt að gera sér í hugarlund hvað vantar. Pví er skráning grunnforsenda söfn- unar. Með Sarpi, sem er sameiginleg- ur gagnagrunnur aðildarsafnanna, og samræmdri skráningu verður til samvinnugrundvöllur sem ýtir undir millisafnalán, samræmdar söfnunarstefnur og samstarf. Söfn- in fara að tala sama tungumálið. Það er markmið Sarps að sem flest söfn og stofnanir verði aðilar, en aðildarsöfnum hefur íjölgað jafnt og þétt í gegnum árin frá 24 árið 2004 upp í 50 árið 2013. Pví fleiri söfn sem gerast aðilar því yfirgripsmeira verður gagnasafnið og markmiðið er að sarpur.is verði fyrsta stopp allra þeirra sem hafa áhuga á að fræðast um og kynna sér íslenskan safnkost og menningarminjar. Greiningar- sýningar hafa verið vinsælar á ljós- myndasöfnum og má að vissu leyti líta á ytri vef Sarps sem eina risa- stóra greiningarsýningu. Mörg söfn eru strax farin að finna fyrir aukn- um áhuga almennings eftir að ytri vefurinn opnaði og þar hefur mest borið á því að fólk er að senda inn ábendingar varðandi muni og mynd- ir í gegnum hinn svokallaða „veistu meira“ hnapp en þar er fólki gefinn kostur á því að miðla vitneskju sinni um ákveðin aðföng. Betur sjá augu en auga og með þessu móti verður gagnasafnið enn verðmætara eftir því sem frekari upplýsingar bætast við og eldri sltráningar eru yfirfarn- ar. Opinn aðgangur þýðir auðvitað fleiri tækifæri en á sama tíma meiri vinnu. Söfnin þurfa að vera í stakk búin til að taka á móti fleiri fyrir- spurnum en áður og jafnvel óskum 44 UM SARP FRÁ N0TENDUM Frá árinu 2003 hafa leidir dkkar Sarps legið afog til saman, bæði til að afla gagna vegna rannsökna áforngripum sem og við nýskráningar áforngripum og upp úr að- fangabókum. Varla er hægt aðjafna saman þeim Sarpi sem ég kynntistfyrst og þeim sem nú stendur til boða, hvað hann er állur notendavænni, hraðari og skemmtilegri. Gjörbylting hefur orðið með þeim Sarpi sem kominn er á netið og er öllum opinn og hefur strax reynst ómetanlegur við rannsóknir. Það er mikill tímaspamaður aðgeta kallaðfram rannsóknargögnfrá öllum söfnum ogfengið Ijðsmyndir afefni- viðnum, þar sem slíkar eru til. Auðvitað má alltaftína til annmarka á viðmóti gagnagrunna, til að mynda væri gott að þurfa ékki aðfara inn í hverjafærslu til að fáfrékari upplýsingar, en slík umkvörtm er hjómið eitt miðað við þauforréttindi að hafa aðgang að safnkosti þjóðarinnar: rannsóknargögnum og samanburðarefni áfljótvirkan og einfáldan máta. Til hamingju íslendingar! Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur Sarpur er frábært framták, en þetta er nú ekki annað en það sem eðlilegt er að ætlast til nú á tækniöld. Flest efekki öll þau söfn sem taka þátt eru rekin fyrir almannafé. Ég hefaðallega notað Ijósmyndasöfnin. Góð byrjun en mikið óunnið. Svo mikið er til afmyndum að góðar merkingar fyrir leitarvélar er lykillinn að notagildinu. Það verður að segjast eins og er að þar er Sarpur á algeru byrjunarstigi. Margar myndir eru með litlum eða engum leitarorðum eða hreinlega rangt merktar. Því marg- endurtek ég leitirnar. Efégfinn áhuga- verða mynd þá leita ég að öðrum mynd- um sama Ijósmyndara; eða prófa mig áfram með þau leitarorð sem hafa verið tengdar við myndirnar. Þannig fiskast smátt og smátt. Birgir Þórisson 99 12

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.