Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 22

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 22
sem við vonum að geti orðið lista- mönnum, sem vinna með vídeó- og raflist, hvatning og skapað þeim vettvang í nánustu framtíð. En þú ert líka í slcemmtilegri stöðu, þú hefur unnið út frá svo mörgum hliðum í þessum listheimi og það hlýtur að móta þitt starf hér Já, það gerir það, auðvitað hefur allt það sem maður hefur reynslu af eða þekkingu á áhrif á það sem maður gerir, sérstaklega í skapandi starfi. Ég er líka meðvituð um að ég kem inn í stofnunina sem allt þetta; listamaður-sýningastjóri- menningarframleiðandi. Ég finn að mér er tamt að hugsa út frá ákveðnu grasrótarhugarfari hérna inni í stofnuninni. í öllum hornum fer ég að hugsa um hvernig megi spara hér og þar, svo hægt sé að auka fjármagn í sýningarnar, rannsóknir, listsköpunina og listmiðlunina. Það er forgangsröðin sem ég vil vinna að innan stofnunarinnar og samstarfs- fólk mitt líka. Með nýju fólki lcoma nýir siðir, ég kem hingað inn með aðrar áherslur og hugmyndir varð- andi hvernig mín kynslóð og þaðan af yngri vilja nálgast listastofnanir, sem notendur, neytendur og njótend- ur. Þegar ég áttaði mig á að mig langaði í þetta starf, var það ekki síst af því mér finnst spennandi og áhugavert, með bakgrunn í sam- tímalistinni, að (endur)uppgötva eldri listamenn, fá tækifæri til að kynnast verkunum og hugarheimi þeirra betur og finna sjálf sterkari tengingu við annan tíma. Ég hugsaði með mér að þetta væru góð rök fyrir að langa að starfa við að miðla gildi verkanna til okkar samtíma. Að láta Þórarin B. Þorlálcsson eða Þóru P. Thoroddsen tala við okkur í dag. Svo tekur það tíma. Um leið og verk- in eru skoðuð sér maður að þau eru nóg, það þarf oft ekki að gera meira. Það sem þarf að gera er að fá fólk í safnið á réttum forsendum, ekki að lokka fólk á staðinn á fölskum forsendum, heldur vekja áhuga þess á að láta á reyna. Það telcur mig tölu- verðan tíma að kynnast safneign- inni og sjá út hvernig megi miðla nýjum flötum á henni. Eruð þið að vinna með öðrum stofnunum? Já, þessa dagana er ég m.a. að vinna að sýningu sem opnar í upphafi næsta árs með hópi danskra mynd- listarmanna og með þeim starfar sjálfstætt starfandi sýningastjóri, sem ég vinn með hér. Þessi sýning mun svo ferðast á milli listasafna. Um miðbik árs verður hér stór samsýning, byggð að mestu leyti á verkum íslenskra listamanna, sem var sett upp í listasafni í Þýskalandi í fyrrasumar. Sýningin fer svo til Kumu-safnsins í Tallinn í Eistlandi og á fleiri staði. Svo eru önnur verk- efni undir lok árs og 2016 sem unnin eru í samstarfi við menn- ingarstofnanir í Reykjavík, Kaup- mannahöfn og víðar. Maður er vanur því erlendis í sambærilegum söfnum að það sé föst sýning á innlendri list, en hér eru ekki endilega alltaf íslenskar sýningar Já, þetta er erfitt hér vegna húsnæðisskorts. Mig langar að gera safneigninni hátt undir höfði og ég tel það eðlilega kröfu þjóðar að hún fái aðgang að eigum sínum. Ég vil sjálf, sem gestur á þjóðarlistasafni erlendis, sjá list heimamanna og hvað það er sem endurspeglar sögu þjóðar, og hvernig safneignin hefur myndast. Uppruni þjóðarsafneigna er oft ólíkur en þá vill maður líka sjá það, söguna sem hefur átt sér stað. Safneignin hér er að miklu leyti byggð á verkum eftir danska listamenn svo það væri sögufölsun að kynna hana sem safneign ís- lenskra listamanna. Enda hefur það eklci verið gert, samanber sýningu í fyrra sem sýndi verk úr stofngjöf- inni, dásamleg verk eftir erlenda listamenn. Svo spilar inn í að mörg verka safneignarinnar eru staðsett í opinberu rými og sendiráðum svo að safnið teygir lílca anga sína út fyrir safnbygginguna. Hvað vilt þú leggja til? Ég kom ekki hingað með rosalegar yfirlýsingar eða fastar hugmyndir um hvað ég vildi gera, en einn af íjölmörgum þáttum sem mér finnst mikilvægur er að staldra við hugtak- ið þjóðarlistasafn, þjóð og þjóðerni. Þá er ég að hugsa til allra þessara þjóðarbrota í samfélaginu og á hvaða hátt þessi stofnun getur stofnað til samræðu við fólk á öllum stigum samfélagsins. Ég reyni að fylgjast með á hvaða hátt önnur listasöfn koma til móts við, endurspegla og hafa áhrif á breytta þjóðfélagsmynd. Auðvitað eiga mun stærri stofnanir í margþættari samfélögum erfitt með 22

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.