Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 9

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 9
safnið og starfsemi þess svo af því sé virðisauki í víðasta skilningi þess orðs. Virðisaukinn er framkallaður með vöruúrvali og þjónustu sem byggir á starfsemi safnsins, safn- eigninni og sýningum. í safnbúðinni er nammi eklti bara nammi Fyrir tæpar 300 lcrónur fæst glær sellófanpoki sem inniheldur óræðan hlut. Hann er u.þ.b. 15 cm á lengd og 4 cm í þvermál. Pað er ekki eins og þú heldur, hann fæst ekki í safnbúð Hins íslenska reðasafns í Reykjavík. Petta er heldur elcki stein- tegund, en þær má finna í safneign Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi, sem er í um það bil hálfrar mínútu göngufjarlægð frá. Varan, lcandís á bandi, fæst í safnbúð Norska hússins - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Margir hafa fengið að smakka þessa sykurtegund heima hjá langömmu sinni og langafa. Amma og afi voru þó líklegri til að hafa keypt kandísinn tilhöggvinn og innpakkaðan í lcassa úti í búð. Þannig var hann borinn fram í lítilli skál með kaffinu. Kannslci man ein- hver þá tíma þegar lcandísinn var klipinn í sundur með þartilgerðri sykurtöng. Töngin er hins vegar horfin úr helstu búðum og eldhús- skúffum landsmanna en sést ennþá á byggðasöfnum, stundum í félags- skap lcandísstangar á bandi. í safnbúð Byggðasafnsins fæst líka nammitegund af nýrri gerð. Petta er súkkulaðiregnhlíf með hand- fangi. Hún er u.þ.b. 10 cm að lengd, lcónísk og mest 2 cm á breidd. Henni er pakkað inn í bleikt álbréf með áprentuðu andliti. Á rigningardegi sumarið 2013 varðaði regnhlífin leiðina aftur til rigningasumarsins 1969. Þá voru regnhlífar líka borðað- ar. Samanlögð áhrif bragðs, áferðar og lyktar urðu til þess að tengja manneskju við minningar frá því mörgum árum áður. En vörurnar í safnbúðinni urðu lílta kveikja að samtali um sælgætismenningu á íslandi, þvert á tíma og kynslóðir. Pað byrjaði á gullaldartíma kandís- ins þegar nammiframboð var minna og færði sig í áttina að súlckulað- iregnhlíf sem var á sama tíma bæði gömul og ný. Samtalið tólc líka til þess sem ekki var í til staðar í búð- inni. Þar má nefna lakkrísrör ofan í kókflösku úr gleri, Síríuslengja og lakkrísrúlla sameinaðar, bland í bleikum eða grænum skrjáfandi poka. Einu sinni var tyggjó bannað en M&M og Skittles var leyft, svo bannað og svo aftur leyft. Páskaegg og Maclcintosh tilheyra bara sérstök- um frídögum. Niðurstaðan: Pað er leitun að fóllci sem borðar jafn milcið af nammi, enda hefur það slcilað þjóðinni vafasömum titlum á meðal þjóða. Tengingin á milli sælgætis og sögu byggðar virtist í upphafi elclci skýr, en nammiframboð hvers tíma varpar ljósi á fóllc og samfélag, bæði það ytra og innra. Hér skiptir fram- setning vörunnar, samhengi, þelclc- ing og þjónusta höfuðmáli. Ég var þar eða einhver sem ég þeklci, minnir mig, og þessi hlutur sannar það Pað fæst ýmislegt í safnhúðum á íslandi og þær endurspegla, a.m.k. yfir sumarmánuðina, áherslu á túrisma. Lundar eru sætir. Víkinga- hjálmar úr plasti og list á bol eða 9

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.