Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 23
það. Ég man ekki eftir menningar-
stofnun sem er með algjörlega rétta
formúlu sem hægt er að fara eftir. En
svo erum við í sérstakri aðstöðu hér
að mörgu leyti, við erum kannski
eftir á í umræðu um innflytjendur
og menningarpólitík þeim tengdum
af því hún á sér stað seinna hér en
víðast hvar í Evrópu. Hér á landi
eru ekki margir myndlistarmenn
að íjalla um þessar breytingar
sérstaklega, sem við erum öll að
ganga í gegnum, en mér þætti þó góð
leið fyrir listasafn að láta listamenn-
ina sjálfa leiða umræðuna.
Það er auðvitað margt framund-
an hjá þér, er eitthvað sem þú
hlaklcar sérstaldega til?
Ég hlaklca bara til að mæta í
vinnuna á hverjum degi. Mér finnst
mjög ánægjulegt að fást við sem
flestar hliðar myndlistarinnar. Mér
var strax frá byrjun sýnt mikið
traust af safnstjóra og samstarfsfólki
mínu hér í safninu, sem mér þykir
vænt um og maður vill fara vel með,
en jafnframt vera meðvituð um að
pota aðeins í þessa stofnun, þ.e.a.s.
að taka áhættu sem maður trúir á.
Það er meira það en ákveðin sýning
sem ég læt mig dreyma urn að fram-
kvæma hér. Það eru meira hlutir
sem hafa með menningarlegt gildi
að gera sem mér finnst mikilvægt að
svona stofnun haldi vel utan um. Að
safnið sé griðastaður listræns frelsis,
vettvangur listsköpunar og listmið-
lunar og líti á sig sem þjónustumið-
stöð, heilbrigðisstofnun andans! Það
er mikilvægt að líta ekki framhjá
réttmætum kröfum sem almenning-
ur gerir til stofnunarinnar. En svo
er það líka að vera ekki þjónandi í
merkingunni „ókei gerum bara það
sem þið viljið", heldur líka að taka
að sér þá ábyrgð að leggja línurnar.
Það þýðir líka fyrir mig að fylgjast
með og taka þátt í samtali við al-
þjóðlega myndlistarheiminn. Að
safnið sé ekki geymsla og taka ekki
stöðugleika sem sjálfsögðum hlut.
Og vera...
Ögrandi?
Já, kannski að vissu leyti en mér
finnst fara samtímalistasöfnum
betur að taka sér ögrandi hlutverk.
Auðvitað getur þjóðarlistasafn verið
ögrandi á annan hátt en að listin
sem það sýnir sjokkeri. Helst þykja
listasöfn kannski ögrandi þegar
þau gera eitthvað sem fólk telur að
grafi undan trúverðugleika safns,
hugmyndinni um safn eða hlutverki
safns í samfélaginu. Listin er samt
alltaf róttæk í sjálfri sér, og það að
starfa sem listamaður og taka sér
það frelsi að gera og segja allt sem
maður vill, er ögrun við viðteknar
venjur, valdið og reglufestuna.
Ögrun getur falist í svo mörgu,
setja til dæmis gömul verk
í nýtt samhengi
Listasöfn fyrir 50 árum voru að
mörgu leyti geymslustaðir en eru
núna orðnir vinnustaðir. Núna eru
að opnast nýjar leiðir fyrir listasöfn
og byggðasöfn að opna starfsemi
sína meira fyrir almenning og
að geta stofnað til samstarfs og
tenginga við aðrar greinar. Það er
ákveðið zeitgeist og ögrar sjálfsagt
mörgum sem vilja að þjóðargersem-
ar séu óséðar og lokaðar inni í
bankahvelfingum, til öryggis. Ég tel
að nýtt nám sem er hér í boði, og
fyrri reynsla starfsfólks sem kemur
nýtt inn á eldri stofnanir, geti haft
mikil áhrif þar á. Ef ég tek sjálfa
mig sem dæmi, mín afstaða til starfs
míns hjá þessari stofnun mótast
af mikilli virðingu fyrir sögunni,
listaverkunum og framlagi lista-
mannanna og listfræðinga. En mér
finnst líka mikilvægt að við getum
í eyðurnar og leikum okkur með
menningararfinn, leyfum honum að
verða efni til frekari sköpunar. Ef ég
sæti til dæmis hérna með Þórarni B.
Þorlákssyni, hvað myndi hann leggja
til? Listamenn fyrri tíma voru ekki
síður rótttækir en listamenn í dag.
Mér finnst mikilvægt í safnastarfi
að gefa sér leyfi til þess að fara elcki
öruggustu leiðina í öllu og þora að
vinna með eldri list og sögulega
muni á spennandi hátt. Þetta er
annar þáttur sem hefur verið að
breytast á síðustu 15 árum almennt
á söfnum, í kjölfar sprengju í áhuga
almennings á alls kyns söfnum,
tæknilegra framfara og uppgangs
hins svokallaða upplifunariðnað-
ar. Ég myndi alls ekki kalla það
virðingarleysi, heldur hluta af okkar
menningarlegu þróun.
Viðtal: Guðrún Dröfn Whitehead,
safnafræðingur
23