Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 35

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 35
ég hafi aldrei lent í öðru eins...“, fannst það einhvern veginn eiga við að syngja gamalt popplag á leið í Rokksafnið í Stapanum, þótt ég haldi vart lagi. Ég tók mútter, 87 ára, með mér í sunnu- dagsbíltúrinn. Hún bað mig vinsamleg- ast um að hætta þessu söngli. Strax á bílastæðinu við Hljómahöllina tekur á móti manni tónlist úr hátölur- nm Þegar inn er komið býðst gestum að fá i-pad með ítarefni. í miðjum salnum er komið fyrir stúkuðum hólfum þar sem hægt er að reyna sig við smá bítl á gítar, bassa, hljómborð og trommur. í hliðarsal eru áhuga- verðar heimildarmyndir og viðtöl, alls þrjá klst., sem hægt hefði verið að eyða hálfum deginum í að skoða. Þarna er líka mixer þar sem gestum gefst færi á að reyna sig við hljóðblöndun lagsins Little Talks með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Ekki langt undan eru tréstytturnar sem listakonan Aðalheiður Eysteinsdóttir gerði af hljómsveitinni Hjálmum. Á veggjum eru upplýsingar um vin- sæla söngva og söngvara og byrjað á ekki minni manni en Jónasi Hall- grímssyni, en kvæði hans urðu fljótt vinsæl til söngs. Síðan er stokkið fram á 20. öldina í einum rykk og taldir fram helstu dægurlaga- söngvarar olckar, bæði á spjöldum og myndböndum, jafnvel sýnd hljóðfæri og fatnaður. Jafnframt eru rifjaðir upp samtímaviðburðir eftir því sem fram vindur tíma. Hefst leikurinn 1930 þegar sett var upp hljóðver frá Columbia í Englandi í Bárubúð og teknar upp 60 hljómplötur með íslenslcum tónlistarmönnum á einu bretti. Sama árið er Tónlistarskóli Reykjavíkur stofnaður, en hlutverk \ tónlistarskólanna í þróun og fram- gangi íslenskra tónlistarmanna er ekki bara mikilvægt, heldur hafa þeir markað algerlega nýja þróun sem við njótum góðs af í dag í stórkostlegum tónlistarmönnum sem gefa ekkert eftir því besta í heiminum, bæði í klassík og dægurtónlist. Gott að minnast þess í dag þegar tónlistar- lcennarar heyja erfiða kjarabaráttu. Spjöldin á veggjunum segja frá ákveðnum tímabilum og inn á milli er einn tónlistarmaður tímabilsins dreginn sérstaklega fram með stæklc- aðri mynd og meiri upplýsingum, eins og t.d. Haukur Morthens, Ellý Vilhjálms, Raggi Bjarna, Bubbi, Megas og Björk. Hver kynslóð á þarna sinn fulltrúa og móður minni fannst mikið til koma, enda þekkti hún auðvitað hvern mann 1 MA-kvartettn- um og Maríu Markan, Hauk og Ellý, á meðan ég svamlaði í nostalgíu yfir Stuðmönnum og Sykurmolunum. Og þarna kem ég að því eina sem mér fannst athugavert við þessa sýn- ingu, en það er að það vantar betri merkingar við myndirnar, bæði á veggjunum og á myndböndunum, því á meðan eldri kynslóðin þekkir helst sína eigin kynslóð, sú miðaldra þá næstu og sú yngsta það allra nýjasta, þá gengur þetta ekki upp nema reiknað sé með að farin sé fjölskylduferð á safnið, afi og amma, pabbi og mamma, táningar og börn, og hver útskýri fyrir öðrum. En þetta er nú auðvelt að laga, og stendur víst til bóta. Það hefði t.d. verið gaman að benda á að María Markan, sú fræga óperusöngkona, væri móðir Péturs Östlund, þess fræga roklcara. Sjálfsagt vita þetta allir í Reykjanesbæ, en það dugir ekki til. En ég var svo heppin að þetta kynslóðabil og upplýsinga- leysi var brúað að hluta með því að hafa mútter með. Á sýningunni er víða hægt að tylla sér niður til að lesa af spjöldunum eða horfa á myndböndin og það kunni heldri borgarinn vel að meta. Allir textar á spjöldum eru einnig á ensku. Þarna er hægt að fá sér kaffi- bolla, en lítið, ef nokkuð, var í boði af meðlæti. Og frekar lítið er til sölu sem taka má með sér til minningar, en því má bæta úr, enda safnið svo nýopnað, vígt í apríl í ár. Heimasíða Rokksafnsins er mjög fín, skýr, smart og skipulögð, og jafnt og safnið þá höfðar hún örugglega til yngri kynslóðanna sem og hinna eldri. Það má segja að í safnamálum geri Keflvíkingar það ekki endasleppt hvað varðar aðgengi og opnunartíma. Þrjú aðalsöfnin sem þar er að sjá, Rokksafn íslands, Víkingaheimar og Duus-hús, hafa opið daglega allt árið um lcring og í Duus-húsi er frír aðgangur, hvað ýmsir á höfuðborgar- svæðinu athugi. 35

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.