Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 40

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 40
FRETTIR UR SAFNAHEIMINUM Neyzlan í Árbæjarsafni í sumar var opnuð ný grunnsýning í Árbæjarsafni, sem nefnist Neyzlan, Þar er fjallað um neysluvenjur Reyk- víkinga á 20. öld, á tímum mikilla breytinga t.d. í tækni, samgöngum og hugmyndum. Sýningin er gerð með þeirri ósk að umfjöllunarefnið veki fóllc til umhugsunar um eigin neyslu og þær auðlindir sem nýttar eru við framleiðslu neysluvara. Allir að deila! Þjóðlistasafn Danmerkur (Statens Museum for Kunst) gaf nýlega út bókina SHARINGIS CARING. Openness and sharing in the cultural heritage sector sem fjallar um hvernig hægt er að nýta sér netið til þess að auka aðgengi að menningararfinum. Á netinu snýst aðgengi ekki síður að notkun og mikilvægt er að gera notendum kleift að skoða, endurnýta og deila. í anda bókarinnar er hún að sjálfsögðu aðgengileg á netinu! Sjá nánar á: www.sharingiscaring.smk.dk Doktor í safnafræðum Guðrún Dröfn Whitehead laulc ný- verið doktorsvörn sinni við háskólann í Leicester. Dolctorsritgerðin hennar heitir Vikings, the Barbaric Heroes. Verkefnið fólst í því að leita eftir af- stöðu innlendra gesta og safnafólks til sýninga tveggja safna á íslandi og í Englandi sem fjalla um víkinga- tímabilið. Einnig að kanna ímynd norrænna víkinga með það fýrir augum að skýra notlcun á sögunni í nútíma samfélagi. Guðrún mun hefja störf við Háskóla íslands sem nýdoktor í janúar 2015. Mun það án efa verða heilmikil lyftistöng fýrir deild safna- fræða og íslenslct safnastarf. Elsta peysa á Norðurlöndum komin í leitirnar Um 50 bútar bíða frekari rannsólcnar og aldursgreiningar. Þeir geta varpað ljósi á klæðnað, fatagerð og framleiðslu á fyrsta árþúsundi og fyrr. Grein um fundinn birtist í tímaritinu Antiquity. 1700 ára gömul peysa fannst á liðnu ári í Noregi. Hún er græn- brún og stutt og án talna eða annarra festinga. Hlýnun jarðar hefur orðið til þess að Lend- breen-jölcull í Noregi hefur hopað og lcomið í hefur ljós fjöldi fataleifa þar á meðal þessi peysa frá járnöld sem tíma- sett hefur verið á milli 230 og 390 f. Kr. Hún er slcáofin í tígla úr tvenns konar ull, af lambi og fullorðnu fé, og með dröfnóttri áferð sem fékkst með því að nota til skiptis tvo ljósbrúna og tvo dölckbrúna þræði. 40

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.