Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 37

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 37
VIÐ ÞÖRFNUMST NÝRRA HUGTAKA FYRIR SÖFN FRAMTÍÐARINNAR Ný hugtök m miðjan maí tók ég þátt í European Museum Forums ráðstefnunni í Tallin, ásamt yfirmanni miðlunardeildar, Martin Brandt Djupdræt, í aðdraganda þess að veita átti Evrópsku safnaverðlaun- in, hin svokölluðu EMYA-verðlaun. Den Gamle By var tilnefndur til verðlaunanna, sem við erum mjög stolt af-jafnvel þótt verðlaunin hafi fallið í skaut safninu Museum of Innocence í Istanbúl, en eklci Den Gamle By. Þegar leið á ráðstefnuna áttaði ég mig á því hversu milcil þörf er á að við sem störfum í söfnum endurnýj- um helstu hugtölcin sem notuð eru innan þeirra. Hér eru þrjú dæmi. Öll söfnin sem tilnefnd voru til EMYA-verðlaunanna voru beðin um að talca með sér „object“, eða safn- grip, og það var augljóst að mörgum þótti gripurinn sjálfur eklci milcil- vægastur heldur frelcar sagan á balc við hann, frásögnin, bakþankinn, eða hvernig hann endurspeglaði kreíjandi framsetningu á vandamáli. Það er líklega ástæðan fyrir því að spænslca þjóðvísindasafnið í La Cor- una tók með sér spurningarmerlci, Baksi-safnið frá hinni tyrkneslcu Anatólíu tólc með sér lcjól sem hafði verið ofinn af sjálfboðaliðum og seldur á safninu, á meðan Museum of Innocence tólc með sér bólc. í umræðum um afralcstur safnanna var lögð áhersla á „exhibitions", sýningar, og hugmyndin um safnið sem byggingu, þar sem safni gripa er stillt upp, var áberandi. Mörg söfn leggja þó áherslu á allt aðra þætti, sem tengjast stærri frásögnum, félagslegu hlutverki þeirra eða hug- myndafræðilegum tilgangi. Til dæm- is var spennandi að heyra að helsta markmið safnsins William Morris Gallery í London væri að gefa því fólki sem byggi í niðurnídda hverf- inu þar sem safnið er, eitthvað til að vera stolt yfir. Occidens-safnið í dóm- kirkjunni í Pamplona, lagði áherslu á, að safnið væri elcki sýning heldur endurvarp. Og Den Gamle By, var meðal annars tilnefnt fyrir starf sitt með ýmsum jaðarhópum s.s. eldri borgurum með elliglöp og börnum og unglingum með þroslcahamlanir. „Heritage“, menningarafur, var ann- að sígilt safnahugtalc sem sett var spurningamerki við. Líklega helst vegna þess að það höfðar ekki til nútímafólks, en lcannslci lílca vegna þess að það einblínir á fortíðina og lítur framhjá nútíðinni, sem gestir safnanna lifa nú einu sinni í. Ef til vill væri æslcilegra að tala um sjálfs- mynd (identity)? Safngripur, sýning, menningararfur! Margir tengja þessi orð við rylcfalln- ar stofnanir, sem eru úr tengslum við allt og alla. Bæði við samfélagið, sem söfnin hafa að markmiði sínu að þjóna, og líka við núverandi þróun í evrópslca safnaheiminum, sem er langtum meira spennandi en áðurnefnd hugtölc gefa til kynna. í anda þess samanburðar á hug- tölcum sem Orhan Pamulc gerir í margumtalaðri bólc sinni „A Modest Manifesto for Museums" gæti maður kannski sagt: Við tökum mið af hluturn, við ætt- um heldur að einbeita oklcur að hugmyndum. Við tölcum mið af sýningum, við ættum heldur að einbeita oklcur að frásögnum. Við tölcum mið af menningararfi, við ættum heldur að einbeita olckur að sjálfsmynd. Á ráðstefnunni í Tallin voru 34 söfn kynnt, sem öll þóttu þess verðug að hljóta titilinn European Museum of the Year. Það var áhugavert og umhugsunarvert að sjá hversu fjöl- breyttur hinn evrópslci safnaheimur er og hversu mörg ný slcref hafa verið stigin þar víðs vegar. Fyrir mér er enginn vafi á því að merlcing safnahugtaksins er að breyt- ast. Það er milcilvægt að við finnum ný orð, sem hafa þýðingu fýrir öll þau söfn sem eru á leið inn í framtíðina. Upphaflega birt á blogginu www.blog.dengamleby.dk/museums- direlctoren og síðar í tímaritinu Danske museer. Thomas Bloch Ravn, safnstjóri Den Gamle By í Árósum 37

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.