Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 34
SAFNARYNI / Harpa Björnsdóttir, myndlistar- og leiðsögumaður
Gaman er að
koma í Keflavík...
/K\ KASSIIÍWL
tums
'a *rlun.1
I
fyrsta t»W*,a k,
■•f hmni frAhawi. M,,
I 4 Cir-Htrs Gypsy Q.
Queen
"‘S'SSSu®"
Það er mjög viðeigandi að Rokksafn
íslands sé til húsa í Stapa, þeim fræga
ballstað. Það heitir reyndar Hljóma-
höllin í dag og þar er allt í senn, tón-
leikahús, rokksafn og Tónlistarskóli
Reykjanesbæjar. Tvíræðni nafnsins á
Hljómahöllinni er virlcilega skemmti-
legt, enda slcipar hljómsveitin Hljóm-
ar sérstakan sess í hugum Suðurnesja-
manna og landsmanna allra.
Þó sveitaböllin í stóru félagsheim-
ilunum séu nú horfin, þá lifa þau í
minningu þeirra sem upplifðu þau.
Um hverja helgi fylltu ungmenni
Reykjavíkur rútur við BSÍ og svo var
ekið í Aratungu, Festi, Minni-Borg,
Árnes, Flúðir og fleiri staði. Auglýsing
í útvarpinu gat hljómað svona á föstu-
degi: „Logar í Aratungu á morgun,
sætaferðir frá BSÍ.“ Þá voru ballskórn-
ir dregnir fram og allt gert klárt
fyrir skemmtilegt sveitaball á laugar-
dagskvöldi. í Festi í Grindavík komu
til dæmis Stuðmenn fyrst fram. En
alltaf var mesta fúttið í Stapa og þar
lifði sveitaballamenningin hvað
lengst, þar spiluðu meðal annarra
undir aldamótin síðustu Greifarnir,
Sálin hans Jóns míns og Grafík með
Helga Björns. í dag á ungt fólk á aldr-
inum 16-20 ára fáa slíka möguleika
til góðrar tónlistarskemmtunar um
helgar, nema ef vera skyldi að sæl-
gætisbarinn í Hagkaupum hafi tekið
við af svona útstáelsi.
Ég keyrði til Keflavíkur í blámóðu
brennisteinsvetnis sem litaði
Reykjanesið fallegum blátónum, og
var álíka hollt lungunum og tóbaks-
reykurinn sem fylgdi sveitaböllunum
forðum. Á leiðinni raulaði ég lag
Póniks og Einars, „Ég bauð þér á ball
í Stapa, á því var engu að tapa. Ég held
34