Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 20

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 20
en á sama tíma prófa og finna gildi þeirra í samtímanum. Þetta finnst mér áhugavert að reyna að gera í safninu og er skemmtilegt verkefni. Hvernig vitið þið á hverju fólk hefur áhuga og hvort sýning hafi skilað árangri? Nú er ég nýkomin hingað svo ég hef eklci getað fylgst með því sjálf í gegn- um tíðina, hér er því miður of tak- markaður tími og mannafli til slíkra mælinga. Þetta eru svona hlutir sem gætu verið samvinnuverkefni milli stofnunarinnar og háskóla, þar sem nemendur gætu rannsakað upplifun safngesta í samstarfi við safnið. Öðru hverju, í eitt til tvö ár í senn, hafa verið gerðar viðhorfskann- anir og fleira, en ekki árlega. Sem sýningastjóri lít ég á það sem mikil- vægan þátt í ákvarðanatöku hvernig stofnun almenningur vill að þetta sé. Ég hefði lcannski eklci gert það í mínu fyrra starfi í Nýlistasafninu, af því að það er ekki opinber stofnun í eigu þjóðar. Þar er maður að hugsa um aðra hluti en hérna finnst mér það algjörlega eðlilegur þáttur. Þá eru svona mælingar mikilvægar. í augnablikinu, eftir fimm mánuði í starfinu, fæ ég slíkar upplýsingar úr samtölum við starfsfóllc í mót- töku, sem á í persónulegum sam- skiptum við hvern safngest. Það fást ýmsar gagnlegar upplýsingar í gegnum samræðu, sem skila sér elcki alltaf á eyðublaði eða í þátt- tökukönnunum. Þetta eru þættir sem eru á dagskrá en margir hlutir eru ofar á forgangs- lista hér. Það er fyrst og fremst að geta sinnt betur listfræðirannsókn- um. Listrannsóknir eru gjarnan hluti af starfssviði sýningastjóra, sem tengir saman Qölmarga þætti innan stofunarinnar. Það er ekki nóg að hengja upp falleg verk heldur er mikilvægt að miðla sögu þeirra og staðsetja þau í menningarlegu sam- hengi okkar, sem færir jafnframt rök fyrir ákvarðanatöku stofnunar- innar um innkaup verka og upp- setningu sýninga. Það er mikilvægt í sýningastarfseminni að skapa aðstæður þar sem gesturinn gengur inn í einhverja hugsun og samhengi en ekki bara sjónrænt umhverfi. Það krefst mikillar rannsóknarvinnu svo vel sé. Nú sé ég að til þess að við, starfsmenn safnsins, getum sinnt starfi olckar eins og við vildum gera og lagalegt hlutverk stofnunarinnar kveður á um, þyrftu að vera þrír eða fjórir starfskraftar í viðbót hér, með sérþelckingu í listfræðum, forvörslu og listasögu, auk betri fjárhags og aukins rýmis. Með öðrum orðum þá erum við flestöll að vinna nótt og dag, en náum samt ekki að áorka öllu sem þyrfti. Við í safninu erum þessa dagana að leggja drög að málþingi, sem við munum boða til þann 24. janúar 2015, fyrir okkar 20

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.