Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 4

Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 4
Veður Hæg breytileg átt fram eftir degi en snýst til vaxandi NA-áttar síð- degis, fyrst S- og V-lands. Vindur 13-23 m/s undir kvöld, hvassast syðst með slyddu eða snjókomu við S- og A-ströndina. Léttskýjað víðast hvar en þykknar upp austan til síðdegis. SJÁ SÍÐU 40 Það er bara gríðar- leg stemning í hópnum og það má segja að við höfum framkvæmt kraftaverk. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, verslunarmaður í Super1 Á reiðiskjálfi Miklar drunur voru í Hafnarfjarðarhöfn í gær er verktaki sprengdi á hafnarbotnin- um vegna framkvæmda við nýjan 100 metra langan stálþilsbakka sem verður milli enda Suðurbakka og Óseyrarbryggju, framan við Fornubúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Náðu tökum á þunglyndi Þunglyndi er með algengari vandamálum sem fólk glímir við og ein- kennist af depurð eða áhugaleysi, þreytu, svartsýni, lífsleiða, breyttri matarlyst og of- eða vansvefni. Mánudaginn 11. mars hefst níu vikna hugræn atferlismeðferð í hóp við Kvíðameðferðarstöðina þar sem þátttakendur læra að fást við líðan sína, draga úr grufli, njóta lífsins í auknum mæli, bæta svefn og tengsl við aðra. Nánari upplýsingar og skráning á www.kms.is. LÖGREGLUMÁL Afar sjaldgæft er að lögregla sendi yfirlýsingar eða veiti vottorð sambærilegt því sem Hörður Jóhannesson, aðstoðarlög- reglustjóri hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, veitti Jóni Baldvini Hannibalssyni um Aldísi Schram dóttur hans. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins hjá lögreglunni. Í yfirlýsingunni sem Jón Bald- vin hefur rætt í fjölmiðlum segir að lögregla hafi nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar. Foreldrar hennar, Jón Bald- vin og Bryndís Schram, hafi aldrei kallað til lögreglu vegna hennar. Aldís hefur nú kært Hörð til Embættis héraðssaksóknara vegna vottorðsins. Kæran fer til sérstaks teymis lögreglumanna hjá emb- ættinu, þar sem tekin er afstaða til hennar, í samráði við saksóknara, hvort efni séu til að hefja formlega rannsókn á efni hennar. – aá Sjaldan vottorð frá lögreglunni VERSLUN „Ég fékk lyklana afhenta fyrir tveimur vikum og við erum búin að vinna nánast allan sólar- hringinn,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson sem opnar í dag verslunina Super1 við Hallveigar- stíg. Verslunin kemur í stað Bónuss sem var lokað í janúar. Sigurður Pálmi hyggst verða eins konar kaupmaður á horninu. „Það verður meira úrval og lengri opnunartími. Ef einhver vill koma á framfæri ábendingum þá er bara nóg að koma, ég verð hér alla daga,“ segir hann. Sigurður Pálmi segir að Super1 muni einbeita sér að vörum í minni pakkningum, lífrænum vörum og umhverfisvænum. Áhersla verði á að þjónusta gangandi vegfarendur. „Við verðum með litlar pakkningar og þá verður hægt að kaupa allt sem vantar og ganga með það heim.“ Segja má að verslunarrekstur sé Sigurði Pálma í blóð borinn; afi hans, Pálmi Jónsson, stofnaði Hag- kaup. „Ég ólst upp við þetta, þetta er bara áhugamálið mitt.“ Á þriðja tug starfa í nýju verslun- inni. Margir voru áður í Bónus. „Ég er of boðslega þakklátur fyrir að hafa svona hóp af fólki með mikla reynslu og þekkingu, ann- ars hefði þetta aldrei tekist,“ segir Sigurður Pálmi. – ab Kaupmaður á horninu opnar á Hallveigarstíg Fleiri myndir af sprengingunni er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS SKIPULAGSMÁL Fornminjanefnd telur að markmiðum um vernd minjasvæðis í Víkurgarði verði síður náð með stækkun friðlýs- ingarsvæðis garðsins eins og tillaga Minjastofnunar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar frá 31. janúar síðastliðnum. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um tillögur Minjastofnunar að friðlýsingum áður en þær eru sendar ráðherra. Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráð- herra vegna skyndifriðunar Víkur- garðs þarf að liggja fyrir næstkom- andi mánudag. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu en Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan þess reits sem félagið Lindarvatn áform- ar að reisa hótel á. Sá hluti Víkurgarðs sem í dag- legu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi hins vegar nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri algerlega óásættanlegt. Í fyrrnefndri bókun fornminja- nefndar segir að áform fram- k væmdaaðila um inngang að hótelinu hafi ekki í för með sér umráðarétt yfir næsta nágrenni, heldur þurfi þeir að lúta þeim skil- yrðum sem Minjastofnun setji. Þá er brýnt fyrir Minjastofnun, Reykjavíkurborg og framkvæmda- aðilum að ná samkomulagi sem komi til móts við sjónarmið allra aðila þó þannig að vernd minja- svæðisins verði í öndvegi. Töluverðar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdun- um. Í dag stendur félagsskapurinn Verndum Víkurgarð fyrir baráttu- skemmtun í Iðnó sem hefst kl. 14. Í yfirlýsingu sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu í gær skorar fjöldi nafntogaðra einstaklinga á Lilju Alfreðsdóttur að friðlýsa austurhluta Víkurgarðs en þar með yrði allur garðurinn, eins og mörk hans voru árið 1838, friðlýstur. sighvatur@frettabladid.is Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Framkvæmdir hafa legið niðri frá því að skyndifriðun austurhluta Víkur- garðs tók gildi þann 8. janúar síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Vilja almenningsgarð Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Lindarvatn eru tæp 63 prósent landsmanna jákvæð gagnvart því að byggja upp og viðhalda Víkurgarði sem almenningsgarði en aðeins rúm fimm prósent voru neikvæð. Tæpur þriðjungur var hlutlaus. Einnig var spurt um afstöðu til þess að garðurinn verði afgirtur og friðaður þannig að helgi staðarins sem kirkjugarðs verði endurspegluð. Rúm 42 prósent reyndust jákvæð og tæp 23 pró- sent neikvæð. Rúmur þriðjungur var hlutlaus. Þá var fólk beðið um að velja á milli þessara tveggja kosta og vildu rúm 80 prósent frekar almenningsgarð. Andstæðingar hótelbyggingar á reitnum hafa einnig talað fyrir því að Víkur- garður verði almenningsgarður. Næstu skref í mál- efnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningar- málaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifrið- unar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -1 F 5 0 2 2 5 7 -1 E 1 4 2 2 5 7 -1 C D 8 2 2 5 7 -1 B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.