Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 8

Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 8
SAMFÉLAG Það styttist í úrslita- stundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höf- undarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti til- skipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndafram- leiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskip- unina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netris- anna Google, YouTube, Facebook og Twitt er, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundar- varins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasam- tök og talsmenn tjáningar- og upp- lýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvik- myndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveru- leikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópu- þingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör. adalheidur@frettabladid.is Tilgangurinn er að takmarka frjálsa upplýsingamiðlun, enda afleiðingin sú að fjölmiðlar mega ekki vísa hver í annan og almenningur má ekki vísa í fjölmiðla. Smári McCarthy, þingmaður Pírata H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Barnamenn- ingarsjóði Íslands til verkefna sem uppfylla markmið og reglur sjóðsins. Barnamenningarsjóður Íslands er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins með ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018. Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni, sem auk ofangreindra þátta, stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka að öðru leyti mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Einnig þau verkefni sem unnin eru í nánu samstarfi tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2019 kl. 16.00. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma. Einungis er veitt úr sjóðnum einu sinni á ári. Næsti umsóknarfrestur verður í lok mars 2020. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 515 5800, barnamenningarsjodur@rannis.is Styrkir úr Barnamenningarsjóði Umsóknarfrestur til 1. apríl Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Besta uppskeran núna! 539 kr.kg Mangó í lausu, Brasilía Mest deilt um meinta ritskoðunarsíu og deiliskatt Ritskoðunarsía – 13. gr. Gera á vefsíður ábyrgar fyrir birtingu höfundarréttarvarins efnis nema þær sýni fram á að reynt hafi verið að koma í veg fyrir birtingu með öllum ráðum. Gagnrýnendur segja þetta þýða að miðlarnir þurfi að setja allt efni í ritskoðunarsíu með tengingu við gagnagrunna sem þurfi að innihalda allt höfundarréttarvarið efni í heiminum. Þetta verði bæði of dýrt auk þess sem þessi aðferð leiði óhjákvæmilega til þess að löglegt efni verði tekið niður. „Þetta þýðir til dæmis að ég gæti hvorki birt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson á mínum Facebook- vegg né ljósmynd af málverkum Seðlabankans. Slíkar færslur kæmust ekki í gegnum höfundar- réttarsíuna,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Hann segir að- ferðina vanhugsaða enda ógerlegt að framkvæma svona ritskoðun með notkun gervigreindar án þess að komið verði í veg fyrir birtingu fullkomlega löglegs efnis sem geti átt mikilvægt erindi við al- menning. Alls óvíst sé til dæmis að kerfið viti hvort verk Jónasar séu enn þá háð höfundarrétti. Deiliskattur – 11. gr. Tryggja á fjölmiðlum skerf af þeim tekjum sem samfélagsmiðlar og leitarvélar hafa af því að deila fréttum þeirra með svokölluðum deiliskatti (e. Link-tax). Samkvæmt 11. gr. þurfa samfélagsmiðlar og leitarvélar að ganga til samninga við hvert og eitt fjölmiðlafyrir- tæki um greiðslur fyrir birtingu og deilingu fréttaefnis. Samkvæmt könnun Evrópu- þingsins frá 2016 nálguðust yfir 50 prósent allra netnotenda frétta- efni í gegnum leitarvélar og sam- félagsmiðla og tæplega helmingur þeirra las eingöngu útdrætti sem þar birtast án þess að fara nokkru sinni inn á fréttasíðurnar sjálfar. Vegna þessarar nethegðunar aukist auglýsingatekjur netrisanna en bæði auglýsingar og áskriftir fréttamiðlanna hrynji. Smári segir að hið eina sem hafist upp úr þessum breytingum verði alger takmörkun á frjálsri upplýsingamiðlun almennings. „Ef ég væri með bloggsíðu og ætlaði að fjalla um frétt í Fréttablaðinu, þyrfti ég að borga Fréttablaðinu fyrir það og Fréttablaðið þyrfti að greiða Stundinni fyrir að vísa í þeirra fréttir.“ Smári segir mesta skaðann hins vegar verða þegar hinn almenni borgari hyggst deila fréttum á samfélagsmiðlum. „Um leið og fólk fer að deila fréttum með hvert öðru, til dæmis á Facebook, þá þarf Facebook að borga fyrir þá deilingu,“ segir Smári og bætir við: „Það blasir við að samfélagsmiðlar hætti að heimila deilingu frétta og annars efnis. Tilgangurinn er að takmarka frjálsa upplýsingamiðlun, enda afleiðingin sú að fjölmiðlar mega ekki vísa hver í annan og almenn- ingur má ekki vísa í fjölmiðla.“ Segja tilskipunina eyðileggja internetið Úrslitastund nálgast eftir margra ára deilur um höfundarrétt og framtíð inter- netsins. Atkvæði greidd um umdeilda tilskipun í Evrópuþinginu á næstu vikum. Þingmaður segir reglurnar útiloka frjálsa miðlun á upplýsingum. Miðlun frétta og myndefnis á samfélagsmiðlum gæti breyst verulega verði tilskipunin samþykkt í Evrópuþinginu. 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -4 6 D 0 2 2 5 7 -4 5 9 4 2 2 5 7 -4 4 5 8 2 2 5 7 -4 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.