Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 26

Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 26
EINHVERN VEGINN FINNST MÉR VERA MIKIL TENGING MILLI ÞESS AÐ ÞÚ ÞRÓAR MEÐ ÞÉR FÍKNISJÚKDÓM OG ÞVÍ AÐ VERA MEÐ STÓRA HOLU Í HJARTANU SEM ÞÚ HEFUR EKKI NÁÐ AÐ VINNA ÚR. Nína Dögg Filippus­d ót t i r e r me ð betri leikkonum landsins. Blaða­maður hitti þessa hæf ileikaríku og ljúfu leikkonu á heimili hennar á Seltjarnarnesi á dögunum, en þau hjónin Gísli Örn Garðarsson, leik­ ari og leikstjóri, f luttu þangað úr miðbænum fyrir um fjórum árum ásamt börnum sínum tveimur. „Við erum að fara að taka allt í gegn hérna mjög f ljótlega. Við þurftum bara smá tíma til að ákveða hvernig við vildum hafa þetta allt saman,“ segir Nína Dögg sem leiðir blaðamann í gegnum húsið. Heimilið er afar hlýlegt og stendur það alveg við hafið, sem tekur á móti manni í gegnum stóra glugga í stofunni. „Okkur líður alveg svakalega vel hérna svona nálægt náttúrunni. Það er gott að búa á Seltjarnarnesi. Okkur var ráðlagt þegar við f luttum hingað, að taka þetta bara alla leið. Sem við og gerðum. Erum búin að fara á öll þorrablótin og erum dugleg að sækja viðburði hérna. Jú, og svo var ég auðvitað Bæjarlistamaður Sel­ tjarnarness 2017. Það var tekið rosa­ lega vel á móti okkur og við höfum eignast vini sem okkur þykir mjög vænt um. Það er líka frábært að vera með börn hérna. Það er svo mikið öryggi og það passa allir upp á alla.“ Nína Dögg hefur verið að gera það gott í leikhúsinu sem og á skjáum okkar landsmanna og víðar. Hún fer með aðalhlutverk í sýningunni Fólk, staðir, hlutir sem Gísli Örn leikstýrir. Leikritið hlaut fjölda Grímutilnefninga og hreppti Nína Dögg Grímuverðlaunin fyrir leik sinn. Borgarleikhúsið setti verkið upp í samvinnu við Vesturport og norska þjóðleikhúsið og sama list­ ræna teymið setti leikritið upp á sitthvorum staðnum með sitthvora leikarana. Leikritið er eftir Duncan McMillan og sló í gegn í Englandi. „Þetta leikrit kemur til okkar með þeim hætti að Gísli var staddur í tökum á sjónvarpsseríu í Newcastle. Hann hafði verið að velta fyrir sér að ég þyrfti að fara að fá eitthvert magnað hlutverk. Það var nýbúið að frumsýna þetta leikrit í London og hann skellir sér. Hann sá strax að þetta væri hlutverk sem ég þyrfti að fá að túlka og tryggði sér strax sýn­ ingarrétt á leikritinu,“ segir Nína. „Þetta var ótrúlega gaman og öðru­ vísi að setja upp leikritið í samvinnu við norska leikhúsið. Ég sagði bara við Gísla: Já, byrjaðu bara í Noregi og æfðu þig þar. Komdu svo heim og þá ertu búinn að gera öll mistökin svo við getum gert þetta hnökra­ laust hér,“ segir hún og hlær. Nínu og Gísla fannst tilvalið að setja upp leikritið hér á landi því að fíkn er sjúkdómur sem tengist inn í margar fjölskyldur á Íslandi, þar á meðal Nínu Daggar. Hún á fjöl­ skyldumeðlim sem fór óvænt þá leið í lífinu. Viðkomandi var kominn vel á miðjan aldur þegar fíknin tók yfir og segir Nína að það hafi komið svo­ lítið aftan að öllum í fjölskyldunni hvernig það gerðist. „Þetta skiptir mig því miklu máli þar sem þetta er mér mjög nærri en á sama tíma er þessi sjúkdómur mér líka hulin birtingarmynd. Ein­ hvern veginn finnst mér vera mikil tenging milli þess að þú þróar með þér fíknisjúkdóm og þess að vera með stóra holu í hjartanu sem þú hefur ekki náð að vinna úr. Mér finnst það hafa verið þannig með manneskjuna sem stendur mér nærri. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að við viðurkennum að við þurfum hjálp og að við þurfum hjálp snemma því það er fyrirbyggj­ andi,“ segir Nína. Gaman að vinna í sjálfum sér Nína nefnir Þorgerði Katrínu Gunn­ arsdóttur, formann Viðreisnar, og frumvarp sem hún lagði fram í lok janúar um að hægt verði að fá almenna sálfræðiþjónustu niður­ Rosalegt ferðalag fíkilsins Nína Dögg hefur slegið í gegn í hlutverki sínu í leiksýningunni Fólk, staðir, hlutir. Hún segir fíkn vera mikið vandamál hér á landi enda þekki hún það í eigin fjölskyldu. Enginn er þar hólpinn og því mikil vægt að hlúa betur að andlegri heilsu. Nína hefur farið til sálfræðings síðan hún var þrítug og segir það hið besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR greidda með sjúkratryggingum. Með frumvarpinu yrði sálfræði­ þjónusta felld undir greiðsluþátt­ tökukerfi Sjúkratrygginga Íslands og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. „Mér f innst svo frábært það sem Þorgerður Katrín er að gera með Viðreisn, að koma með þetta frumvarp. Auðvitað á að hlúa að andlegri heilsu til jafns við líkam­ lega heilsu. Þetta myndi auðvelda svo margt fyrir svo marga. En sem betur fer er það að breytast að mega tala um svona hluti. Þetta var einu sinni hálfgert „tabú“ að fara til sál­ fræðings eða leita sér hjálpar vegna andlegra veikinda. Eða bara tala um tilfinningar yfir höfuð. Formæður og feður okkar misstu börnin sín og svo var bara haldið áfram. Það var bara einhvern veginn harkað af sér. En sem betur fer erum við komin langt frá því og þetta er að breytast,“ segir Nína. Sjálf hefur Nína farið til sálfræðings síðan hún var þrítug og segir það hið besta sem hún hafi gert fyrir sjálfa sig. „Ég hef farið til nokkurra sál­ fræðinga og það tekur mann alveg Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -4 B C 0 2 2 5 7 -4 A 8 4 2 2 5 7 -4 9 4 8 2 2 5 7 -4 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.