Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 28

Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 28
tíma að finna þann rétta og finna taktinn og svona. En það er enn þá fólk sem finnst það vera of mikið að fara til sálfræðings og tala um það að vinna í sjálfu sér. Mér finnst það svo sorglegt því það er svo gaman að vinna í sér og kynnast sjálfum sér. Fá verkfæri til að leysa úr vanda- málum þegar þú lendir á vegg. Vá, lífið er svo alls konar og þú tekur alls konar beygjur og ferð inn um alls konar dyr og það lenda allir einhvers staðar á vegg eða koma sjálfum sér á óvart með viðbrögðum sínum. Ég mæli með Shalom, heild- rænni meðferðarstöð. Algjörlega frábært fólk sem er þar að störfum.“ Bratt en erfitt ferðalag Aðstandandi Nínu Daggar fór frá því að vera þátttakandi í samfélag- inu, í góðri stöðu yfir í það að verða heimilislaus og á götunni. „Það er rosalegt ferðalag. Sem betur fer eru fæstir sem fara svona bratta leið en ferðalagið sem ég fór í með þessari manneskju sýndi mér bara það og kenndi mér að það er enginn hólpinn. Ef við vinnum ekki vel úr áföllum okkar, þá getur varnarkerfi okkar brugðist. Við verðum svo fljótt innsæislaus.“ Ýmis úrræði eru til staðar fyrir fólk í slíkum sporum. „Auðvitað má bæta margt en einnig er margt í boði. Aðstandandinn minn býr í svona búsetuúrræði, sem velferðar- ráð Reykjavíkur er með og er alveg frábært fyrirkomulag. Það ber yfir- skriftina Housing first og er þetta tekið að utan. Heimilislausir, fólk í neyslu, fólk með geðræn vandamál og aðrir sem eiga um sárt að binda geta nálgast þetta búsetuúrræði. Fólkið þarf ekki að vera í neyslu en það má vera í neyslu. Það er ekki gerð krafa um að þú sért ekki í neyslu, sem er oft svo erfitt því það eru mörg úrræði fyrir fólk en þá er krafan um að vera ekki í neyslu. Það er mjög erfitt að segja fíklum að þeir verði að hætta fyrst. Þeir verði að drekka úti en ekki inni. Fólk sem er búið að missa fjölskyldu sína, æruna og lífið, það á erfitt með að fylgja svona reglum. Það sækir bara vínið sitt og dópið sitt,“ segir Nína. „Þetta búsetuúrræði er alveg magnað. Það er einstakt teymi og starfsmenn sem vinna þarna og halda utan um þetta. Í mínu til- viki hafa þau gert svo ótrúlega hluti fyrir okkur og hafa farið svo langt út fyrir sitt starfssvið og starfslýsingu. Svo hugsar maður bara; er það ekki þannig með allt fólk sem er í umönnun, því það vinnur svo örláta og mikla vinnu miðað við laun, því miður, og allt sem því fylgir. Það er auðvitað ótrúlega þakklátt að í heil- brigðiskerfi okkar séu staðir eins og Vogur og Geðdeild Landspítalans 33A sem taka á móti fólki með fíkni- vanda. En betur má ef duga skal og það er til dæmis ekki forsvaranlegt að biðlistinn á Vogi sé eitthvað í kringum 600 manns, eins og var staðan í nóvember. Það er hræðilegt að svona fjöldi sé að bíða eftir því að komast að og fá hjálp við fíkn sinni eða sjúkdómi. En það er magnað að það sé til svona spítali, þar sem þú getur alltaf komið og beðið um hjálp. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þú mátt koma oft. Sumir hafa farið 30 sinnum, sumir einu sinni. Þessi fíkn og sjúkdómur er svo skrítinn og það er bara ekki hægt að setja fingur á hvað það er.“ Þekkti ekki alkóhólista Fólk, staðir, hlutir nær á ákveðinn hátt að snerta á mörgu sem snýr að fíkn, aðstandendum, samstarfs- félögum og einnig á fólki sem er líka í neyslu og þeim sem eru komnir lengra en viðkomandi í bata. Nína segist viss um að grunnurinn að fíknivanda sé þessi hola í hjartanu sem skapi kvíða og depurð og að fólk finni fyrir vanmætti. Þá er auð- velt að deyfa sig. „Það veitir þér kannski vellíðan fyrst en svo fer þetta alltaf í ranga átt. Áfengi og vímuefni þróa með þér miklu meiri kvíða og miklu meiri depurð sem hleðst ofan á. Þannig að þú lendir í vítahring sem þú veist ekki hvernig þú átt að koma þér út úr.“ Leikritið fer fram á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og því er mikil nánd við áhorfendur. Nína segir leikhópinn heyra áhorfendur taka andköf og svo virðist vera að svo margir tengi við aðstæður. „Fólk kannast við þessar aðstæð- ur. Fíkillinn verður svo áþreifan- legur og maður er með ákveðna töfra í höndunum. Við leikhópurinn vitum að við erum að snerta við ein- hverjum, við erum að hitta á punkt- ana,“ segir Nína. Hún fór til London til þess að sjá leikritið sjálf áður en hún fór að æfa hlutverkið. Verkið greip hana strax og hún segist hafa hugsað með sér að höfundur verksins, Duncan McMillan, hlyti að vera annaðhvort sjálfur alkóhólisti, gamall fíkill, eða einhver sem tengist honum svona djúpt þar sem hann náði svo góðri sýn á líf fíkilsins og umhverfi hans. „Svo hitti ég hann á bar og þá sat hann þar með bjór svo ég hugsaði með mér að hann væri líklega ekki alki. Eða þá væri hann í það minnsta fallinn. Ég spurði hann út í þetta og það skrítna er að hann hafði enga tengingu við þetta, nema að hann sagði að hann vissi bara af þessari veröld og vinir hans drekka mis- mikið. En það er enginn alkóhólisti nálægt honum,“ segir Nína. „Þá hugsaði ég að það væri kannski þess vegna sem hann næði að gera þetta svona vel því hann sér þetta úr fjar- lægð og þess vegna nær hann að vera með innsýn í öll sjónarhorn og hann gerir það svo sérstaklega vel. Það er magnað að leika þetta hlutverk því maður finnur hvað þetta hefur áhrif. Eiginlega undantekningar- laust á einhver á Íslandi litla alkann sinn. Í nánast hverri fjölskyldu er það svoleiðis og við þurfum bara að opna á það og tala um það.“ Út fyrir þægindarammann Nína Dögg er um þessar mundir í tökum á íslenskri þáttaseríu um Valhallarmorðin sem Netf lix hefur fest kaup á. Þau Björn Thors fara með hlutverk lögreglumanna sem rannsaka Valhöll, upptöku- heimili fyrir drengi. „Þórður Páls- son á hugmyndina að þessu verki og kemur þessu á laggirnar. Hann leikstýrir auk þess fjórum þáttum af átta. Hann vann pitch-keppni úti í London, kemur svo með þetta hingað heim og setur sig í samband við True North og Mystery Product- ions. Það sem er magnað við þetta er að Netflix kemur inn í þetta og það er búið að selja seríuna um allan heim, og þá meina ég út um allan heim. Við hlæjum stundum að því þegar það er verið að keyra okkur áfram og segjum: Hei, engan asa hérna – við erum að gera Netf lix- seríu sko!“ segir Nína og hlær. „En þetta er rosalega spennandi. Það eru tveir aðrir leikstjórar að seríunni, Þóra Hilmarsdóttir og Davíð Óskarsson. Þau eru bæði ungir leikstjórar sem er frábært og einnig er bróðir minn að skjóta, Árni Filippusson. Það er ótrúlega gott fólk að baki þessu verkefni og vel valinn maður í hverri stöðu.“ Einnig er nóg að gera hjá Gísla Erni sem leikstýrir söngleiknum Elly sem hefur hlotið mikið lof. „Hann þurfti líka að hoppa aðeins inn í sýninguna fyrir Hjört Jóhann og það var svolítið skemmtilegt fyrir hann, að hoppa inn í sína eigin sýn- ingu en nú fer henni senn að ljúka og náðu þau 200 sýningum um síðustu helgi, sem er algjörlega geggjað,“ segir Nína Dögg. Er ekki brjálað að gera hjá ykkur hjónum? „Jú, þetta kemur í törnum. Stund- um er allt á fullu og svo er rólegt. Það er ágætt. En við erum með gott bakland og eigum stórkostlega fjöl- skyldu. Tengdamóðir mín, Kolbrún Högnadóttir, hún er okkar stoð og stytta. Algjör dýrlingur og það er gott að vita af börnunum okkar hjá ömmu sinni. Það er mikilvægt að rækta það líka. Svo eru það Árni bróðir og Helena konan hans og Rakel, systir hans Gísla, og eigin- maður hennar, Björn Hlynur. Við erum oft í sömu verkefnum og sömu kreðsu og það er of boðslega dýrmætt að vinna svona náið með fjölskyldunni sinni.“ Verða engir árekstrar? „Nei, merkilegtnokk. Við Gísli vorum saman í leiklistarbekk og komumst inn 1997. Þá vorum við búin að vera par í tvö ár áður. Við þekkjum eiginlega ekkert annað en að vinna saman og okkur finnst það bara skemmtilegast. Eins og í sýningunni Fólk, staðir, hlutir, þar leikstýrir hann mér og það mæðir rosalega á mér og mínu hlutverki. Það var svolítið skondið eftir eina æfinguna, þegar hann spurði mig hvort hann hefði nokkuð verið of harður við mig. Ég svaraði bara blíðlega: Ha, nei, nei, þetta er allt í lagi. En langaði mig stundum að öskra á hann? Já. Var ég stundum alveg að fara að grenja? Já,“ segir hún og hlær. „En það sem ég gerði var að ég pantaði tíma í dansi fyrir okkur, hjá Jóa og Theu í dansstúdíóinu. Við fórum í alls konar samkvæmis- dansa, rokk, zumba og f leira. Við fórum reyndar alltaf í danstímana beint eftir æfingu á leikritinu og ég hugsaði stundum með mér hvað ég væri eiginlega að hugsa að panta danstíma strax eftir svona krefj- andi æfingu með Gísla, sérstak- lega þegar mig langaði frekar að gefa honum einn á hann í staðinn. En svo var þetta bara svo ótrúlega gaman og alveg magnað! Dans er svo magnaður. Ég vildi óska að það væri danskennsla í grunnskólum í dag þar sem símanotkun hefur tekið öll völd og sumir skólar þora ekki að taka af skarið og banna síma. Þar með hefur tengslamyndun barna og nánd breyst. En ef allir þyrftu að dansa saman einu sinni í viku held ég að það myndi eitthvað stórkost- legt gerast,“ segir Nína. „Ég mæli hiklaust með þessu fyrir pör. Maður þarf bara að muna að rækta sambandið. Þegar fólk er búið að vera saman svona lengi þá má þetta ekki gleymast.“ Nína og Gísli hafa farið tvisvar á salsanámskeið til Króatíu bara tvö og segir Nína að þau geri reglulega eitthvað sem tekur þau út fyrir þæg- indarammann. Hún segir það lykil- inn að góðu sambandi. „Já, og einnig að koma hvort öðru á óvart og víkka sjóndeildarhring- inn saman. En við erum heppin, mér finnst hann rosa skemmtilegur og mér finnst mjög gaman að vera með honum,“ segir Nína. „Svo erum við líka mikið í hestunum. Það er mjög gott að eiga áhugamál með maka sínum og að maki manns sé besti vinur manns. Ég er þakklát fyrir það.“ EF VIÐ VINNUM EKKI VEL ÚR ÁFÖLLUNUM OKKAR, ÞÁ GETUR VARNARKERFIÐ OKKAR BRUGÐIST. VIÐ VERÐUM SVO FLJÓTT INNSÆISLAUS. ÞAÐ ER MJÖG GOTT AÐ EIGA ÁHUGAMÁL MEÐ MAKA SÍNUM OG AÐ MAKI MANNS SÉ BESTI VINUR MANNS. ÉG ER ÞAKKLÁT FYRIR ÞAÐ. Fólk, staðir og hlutir nær á ákveðinn hátt að snerta á mörgu sem snýr að fíkn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -3 8 0 0 2 2 5 7 -3 6 C 4 2 2 5 7 -3 5 8 8 2 2 5 7 -3 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.