Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 30

Fréttablaðið - 16.02.2019, Page 30
6. september 2017 n Meirihluti katalónska þingsins samþykkir að boða til þjóðar­ atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. 7. september 2017 n Stjórnlagadómstóll Spánar ógildir samþykktina. 20. september 2017 n Spænska lögreglan gerir rassíu í katalónskum ráðuneytum. Fjór­ tán ráðgjafar héraðsstjórnarinn­ ar handteknir. ANC og Omnium Cultural standa fyrir fjöldamót­ mælum við fjármálaráðuneytið. 27. september 2017 n Hæstiréttur Katalóníu fyrir­ skipar að loka skuli kjörstöðum. 1. október 2017 n Atkvæðagreiðslan fer fram. Kjör­ sókn 43 prósent. 92,01 prósent segja já. Spænska lögreglan lokar kjörstöðum og veldur rúmlega þúsund Katalónum áverkum, samkvæmt katalónsku heil­ brigðisstofnuninni. Aðgerðir lög­ reglu og sniðganga sambands­ sinna takmarka kjörsókn. 2. október 2017 n Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem tók þátt í eftir­ liti með atkvæðagreiðslunni, segir í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir spænsku lögregl­ unnar hafi verið „alvarleg aðför að lýðræðinu á allan hátt“. 16. október 2017 n Cuixart og Sanchez sendir í gæsluvarðhald, sakaðir um uppreisnaráróður vegna mót­ mælanna 20. september. 27. október 2017 n Puigdemont lýsir yfir sjálfstæði. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar úr Lýðflokknum, sviptir Katalóníu sjálfsstjórn. Rekur þannig Puigdemont og ráðu­ neyti hans og leysir upp þingið. Boðar til nýrra kosninga. 29. október 2017 n Puigdemont, Comín, Ponsatí, Puig og Serret fara til Belgíu. Persónur og leikendur Löng leið að réttarhöldunum Fréttablaðið tekur saman persónur og leikendur og aðdragandann að réttarhöldunum yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingar- innar sem hófust í vikunni. Þungra dóma er krafist yfir ákærðu. Þau segjast pólitískir fangar. dómara og sagði flokkinn nú geta stýrt sakamáladeild hæsta­ réttar „úr bakherbergjunum“. Katalónska stjórnin ósátt, enda málið fyrir sakamáladeildinni. 5. desember 2018 n Steingrímur J. Sigfússon þing­ forseti lýsir yfir áhyggjum af stöðu Forcadell í bréfi til spænska þingsins. 27. desember 2018 n Hæstiréttur skiptir málinu upp enn frekar og sendir mál nokkurra Katalóna, sem ekki er krafist fangelsis yfir, niður á neðra dómstig. Tólf verða því ákærð í hæstaréttarmálinu. 5. janúar 2019 n Jordi Cuixart segir við Frétta­ blaðið að hann sé pólitískur fangi. Hann biðlar til íslenskra stjórnvalda um að standa vörð um mannréttindi á Spáni og í Katalóníu. 1. febrúar 2019 n Hæstiréttur samþykkir hundruð vitna en hafnar beiðni um að heimila alþjóðlegt eftirlit ýmissa mannréttindasamtaka og samtaka lögmanna. 12. febrúar 2019 n Verjandi Cuixarts segir við Fréttablaðið að réttarhöldin séu afbrigðileg. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa ítrekað komið áhyggjum sínum á framfæri við Spánverja. Réttar­ höldin hefjast og verjendur flytja opnunarávörp. Ræða um meinta hlutdrægni dómstóls­ ins, meint mannréttindabrot gegn skjólstæðingum sínum og fara fram á að réttarhöldunum verði frestað þar sem þeir hafi ekki enn fengið öll gögn í hendur. 13. febrúar 2019 n Sækjendur í málinu þvertaka fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum Katalónanna. Segja að þeir séu sóttir til saka fyrir gjörðir sínar, ekki hug­ myndafræði. 30. október 2017 n Ríkissaksóknari sakar ráðuneyti Puigdemonts um uppreisn. 2. og 3. nóvember 2017 n Junqueras, Forn, Romeva, Bassa, Mundó, Borras, Rull og Turull í gæsluvarðhald. Evrópsk hand­ tökuskipun á hendur Puigde­ mont, Comín, Puig, Serret og Ponsatí. 9. nóvember 2017 n Forcadell og annað forystufólk þings leyst úr haldi . 1. til 4. desember 2017 n Hæstiréttur leysir alla úr haldi nema Junqu­ eras, Forn, Sanchez og Cuixart. 5. desember 2017 n Dómari dregur til baka evrópsku hand­ tökuskipunina. 21. desember 2017 n Kosningar til katalónska þingsins. Aðskiln­ aðar­ sinnar halda meiri­ hluta. Carles Puigdemont fv. forseti Toni Comín fv. heilbrigðis­ málaráðherra Jordi Turull fv. æðsti ráð­ gjafi forseta Meritxell Borras fv. stjórnsýslu­ málaráðherra Carles Mundó fv. dómsmála­ ráðherra Santi Vila fv. viðskipta­ málaráðherra Joaquim Forn fv. innan­ ríkisráðherra Raül Romeva fv. utanríkis­ ráðherra Dolors Bassa fv. vinnu­ málaráðherra Josep Rull fv. héraðs­ málaráðherra Jordi Sanchez formaður Kata­ lónska þjóð­ fundarins (ANC) Jordi Cuixart formaður Omnium Cultural Carme Forcadell fv. forseti kata­ lónska þingsins Clara Ponsatí fv. mennta­ málaráðherra Meritxell Serret fv. landbún­ aðarráðherra Lluís Puig fv. menningar­ málaráðherra Marta Rovira fv. þingmaður Anna Gabriel fv. þingmaður Á fló tta Ák ær ðu n Saksóknari dómsmála­ ráðuneytisins krefst 25 ára fyrir uppreisn og misnotkun almannafjár. n Ríkissaksókn­ ari krefst 12 ára fyrir upp­ reisnaráróður og misnotkun almannafjár. n Vox krefs 74 ára fyrir upp­ reisn, skipu­ lagða glæpa­ starfsemi og misnotkun almannafjár. n Saksóknari dómsmála­ ráðuneytisins krefst 16 ára fyrir uppreisn og mis­ notkun almannafjár. n Ríkissaksóknari krefst 11,5 árs fyrir uppreisnaráróður og misnotkun almannafjár. n Vox krefs 74 ára fyrir upp­ reisn, skipulagða glæpa­ starfsemi og misnotkun almannafjár. Oriol Junqueras fv. varaforseti og fjármálaráðherra n Saksóknari dómsmálaráðu­ neytisins krefst 7 ára fyrir misnotkun almannafjár og óhlýðni við yfirvöld. n Ríkissaksóknari krefst 7 ára fyrir misnotkun almanna­ fjár og óhlýðni við yfirvöld n Vox krefs 24 ára fyrir upp­ reisn, skipulagða glæpa­ starfsemi, misnotkun almannafjár og óhlýðni við yfirvöld n Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst 17 ára fyrir uppreisn. n Ríkissaksóknari krefst 8 ára fyrir upp­ reisnaráróður. n Vox krefst 52 ára fyrir uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. 27. janúar 2018 n Stjórnlagadómstóll bannar Puig demont að verða aftur for­ seti eftir kjör nýs þings. 23. mars 2018 n Forcadell, Rull, Turull, Romeva og Bassa send aftur í fangelsi. 25. mars 2018 n Puigdemont er handtekinn í Þýskalandi, á leið sinni aftur til Belgíu frá Danmörku. 6. apríl 2018 n Þýskur dómstóll leysir Puigdemont úr haldi. Segir að hann ekki sekan um uppreisn. 14. maí 2018 n Quim Torra verður nýr forseti Katalóníu. 16. maí 2018 n Belgískur dómstóll hafnar því að framselja Comín, Serret og Puig. 1. júní 2018 n Spænska þingið samþykkir vantraust á ríkisstjórn Marianos Rajoy. Pedro Sánchez tekur við í minnihlutastjórn Sósíalista. Katalónskir sjálfstæðissinnar auk annarra styðja stjórnina. 10. júlí 2018 n Hæstiréttur Spánar skiptir mál­ inu í tvennt, aðskilur sum sé mál þeirra ráðherra sem eru á flótta utan Spánar. 25. október 2018 n Rannsókn málsins lýkur og hæstiréttur gefur út ákærur. Cuixart krefst þess að öfga­ íhaldsflokkurinn Vox fái ekki að sækja mál gegn Katalón­ unum samhliða hinu opinbera. Kröfunni er síðar hafnað. 19. nóvember 2018 n Whatsapp­skilaboð Ignacios Cosidó, leiðtoga Lýðflokksins í öldungadeild þingsins, birt. Þar lýsir Cosidó ánægju sinni með að Lýðflokkurinn hafi náð hag­ stæðu samkomulagi um skipan Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 5 7 -2 4 4 0 2 2 5 7 -2 3 0 4 2 2 5 7 -2 1 C 8 2 2 5 7 -2 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.