Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 104

Fréttablaðið - 16.02.2019, Side 104
ÉG VÆRI TIL Í AÐ VINNA MEÐ HENNI ALLA DAGA. ÞAÐ ER AUÐVITAÐ EKKERT LEIÐINLEGT AÐ KLÆÐA HANA EN SVO ER HÚN EINNIG ÓTRÚLEGA HÆFILEIKARÍK OG KLÁR OG SVO GEFANDI OG GLÖÐ. Hróður Margrétar hefur fyrir löngu borist út fyrir land­steinana en hún vann til dæmis við kvikmyndina Arct­ ic sem nú er sýnd í kvikmyndahús­ um og er tilnefnd til Edduverðlauna fyrir Flateyjargátu. Margrét er í dag á mála hjá umboðsskrifstofum í Los Angeles og Svíþjóð og getur valið úr verkefnum sem freista. Eitt þeirra er sænska kvikmyndin Eld & Lågor eða Swoon sem frumsýnd var á Valentínusardag í Svíþjóð, en í myndinni starfaði Margrét með ofurfyrirsætunni Fridu Gustavsson. Kvikmyndin er byggð á raun­ verulegum atburðum sem áttu sér stað í kringum 1940, um forboðna ást líkt og í sögunni um Rómeó og Júlíu. Fer Frida, sem þar stígur sín fyrstu skref í leiklistinni, með hlut­ verk Júlíu, sem reyndar í þessari útgáfu heitir Ninni Nilsson og er dóttir skemmtigarðseiganda. Mar­ grét fékk algjörlega frjálsar hendur í sinni vinnu og segir það drauma­ verkefni búningahönnuðarins auk þess sem samstarfið hafi verið frá­ bært við alla hlutaðeigandi. Hvað sagði Frida? Aðspurð um búningana svaraði Frida Vogue á þennan hátt: „Við unnum með frábærum íslenskum búningahönnuði, Margréti Einars­ dóttur. Hún er mér mikill innblást­ ur. Þegar ég gekk inn í stúdíóið var eins og ég væri að hitta Jean Paul Gaultier eða John Galliano, hún er einfaldlega með svo stórkost­ lega sýn. Hver einasta f lík sem við klæddumst var unnin frá grunni, og ég skipti 14 sinnum um búninga, sem er mjög mikið. Að mínu mati náði hún algjörlega að fanga s k e m m t i g a r ð s ­ stemning ina, þar sem hvað sem er gæti gerst og ekkert væri ómögulegt.“ M a r g r é t h l æ r h ó g v æ r þ e g a r ummælin eru borin undir hana. „Það var frekar skemmti­ legt að heyra þetta, enda hefur Frida unnið mikið með þeim Gaultier og Galliano.“ Margrét segir Swoon hafa verið skemmtileg­ asta verkefni sem hún haf i tekið að sér þó hún sé treg til að gera upp á milli barna sinna ef svo má að orði komast. „Ég naut þessarar vinnu í botn. Þetta er fantasía svo ég Það fór vel á með þeim Margréti og Fridu við frumsýningu myndarinnar. Úr kvikmyndinni Eld & Lågor. Frida og mótleikari hennar, Albin Grenholm. Frida sem Ninni Nilsson, fatnaður hannaður af Margréti. Líkt við Gaultier fékk algjörlega lausan tauminn í minni vinnu og það er nokkuð sem gerist kannski einu sinni á ævinni. Ég leigði einhverja búninga á auka­ leikara en annars var allt hannað og saumað frá grunni, allt frá kjólum og fatnaði yfir í skó og skart.“ Innblásturinn í magnaða bún­ ingana segist Margrét aðallega hafa sótt í handrit myndarinnar en einnig í tímabil sögunnar. „Ég var að leika mér að því að túlka tilfinn­ ingar aðalpersónunnar, lét hana klæða sig í tilfinningarnar. Til þess þurfti ég að grafa djúpt í handritið og skoða hennar líðan og karakt­ er. Perónuleiki söguhetjunnar er frekar óstöðugur og gat ég túlkað sveif lurnar í fatnaðinum. Þegar hún var langt niðri setti ég hana í til dæmis í þungan grágrænan slopp með þungu kögri sem hún dregur í gólfinu en svo þegar henni leið vel var hún til að mynda í björtum pallíettukjól með eldf lugu á bak­ inu. Ég vildi að áhorfendur myndu spyrja sig: „Hversu langt er hún að fara? Mun hún hreinlega takast á loft eða sökkva ofan í gólfið?“ Hún var annaðhvort mött eða glansandi, Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur verið í fremstu röð hér á landi í fjölda ára og því var gaman að sjá ofurfyrir- sætuna Fridu Gustavsson líkja Margréti við ekki minni nöfn en Jean Paul Gaultier og John Galliano í viðtali við Vogue.com. og Galliano eftir líðan hennar. Ég fékk mikinn stuðning frá leikstjórunum og þurfti hvergi að halda aftur af mér. Slíkt traust veitir manni einhvern veginn sjálfstraust og lausnir sem maður sér ekki þegar maður er undir mikilli pressu. Þarna fékk ég að láta kreisí hugmyndir ganga upp.“ „Frida er náttúrulega stórkostleg – ég elska hana!“ segir Margrét með áherslu. „Ég væri til í að vinna með henni alla daga. Það er auðvitað ekkert leiðinlegt að klæða hana en svo er hún einnig ótrúlega hæfi­ leikarík og klár og svo gefandi og glöð, kom alltaf brosandi í mátun, var alltaf jákvæð og uppbyggjandi og þótti vænt um búningana sína.“ Margrét fór í bíó í síðustu viku og sá myndina en segist þurfa að fara aftur. „Ég fór einu sinni til að skoða búningana, svo þarf ég að sjá myndina,“ segir Margrét í léttum tón. „Myndin er virkilega falleg og rómantísk og ég bæði hló og grét og var stolt af öllum leikurunum, ekki síst Fridu sem var þarna í sínu fyrsta hlutverki en eins og hún hafi aldr­ ei gert neitt annað. Það var gott að hitta þessa gömlu vini á skjánum.“ bjork@frettabladid.is Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni rafhlöðu sem skilar ai til þess að slípa, er léttari en snúrurokkur í sinni stærð. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FLAG Alvöru slípirokkur frá Milwaukee vfs.is 1 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :0 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 5 7 -4 6 D 0 2 2 5 7 -4 5 9 4 2 2 5 7 -4 4 5 8 2 2 5 7 -4 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.