Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Page 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Page 9
9LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 ljósmæðra, en íslenskum ljósmæðrum hefur orðið tíðrætt um þetta efni á síðustu árum. Rætt var um tíðni áfallastreitu meðal ljósmæðra í kjölfar erfiðra atvika í starfi og hvaða þættir ýta undir eða fyrirbyggja að ljósmæður þrói með sér áfallastreitu við þessar aðstæður. Þættir sem geta fyrirbyggt áfallastreitu eru meðal annars að ljósmæður hafi aðstöðu til að sinna starfi sínu á faglegan hátt og að þær upplifi stuðn- ing frá samstarfsfólki. Ef ljósmæður mæta áföllum með seiglu getur úrvinnsla þeirra orðið til þess að þær vaxi í starfi (fyrirlestrar E13.01, Anna Fumoto, og E13.02, Helen Spiby). Málþing var haldið þar sem rökrætt var hvort ljósmæður ættu að vera helstu sérfræðingarnir í sitjandi fæðingum um leggöng. Frum- mælendur tóku afstöðu með og á móti og í framhaldinu tóku þátttak- endur í salnum til máls. Óhætt er að segja að líflegar umræður hafi skapast, meðal annars um það hvort sitjandafæðing rúmuðust innan ramma hins eðlilega eða væru frávik frá því. Almennt má þó segja að ljósmæðrum hafi almennt borið saman um að rétt væri að ljósmæður sérhæfðu sig í sitjandafæðing, enda engin leið að vita hvar og hvenær ljósmóðir getur þurft að sinna óvæntri sitjandafæðingu (málþing DB: ICM Debate) Mörg veggspjöld voru einnig áhugaverð og í fræðilegri samantekt var rýnt í niðurstöður rannsókna á því hvaða íhlutunum væri beitt til að minnka kvíða hjá barnshafandi konum með öðrum aðferðum en lyfjum. Þar kom fram að þær aðferðir sem hafa verið rannsakaðar voru fræðsla og stuðningur frá ljósmæðrum, slökun, núvitund, jóga og nálastungur, en einnig þættir eins og stuðningur í formi símaviðtala, jafningjastuðningur, fræðsla á sviði næringar, hreyfingar og sálfræði- meðferð (veggspjald P1.046, Kerry Evans). Að sjálfsögu sinntu ljósmæðurnar frá Íslandi félagslífinu á meðan á ráðstefnunni stóð og skelltu sér til að skoða hina mikilfenglegu Niagara fossa. Einnig fóru margar ljósmæður upp í CN turninn í Toronto. Það var ekki laust við að sumum hafi fundist að við værum komnar aðeins of langt upp í loftið þegar við vorum komnar í 350 metra hæð og gengum út á glergólf þar sem hægt var að sjá 350 metrana beint niður á gangstéttina. Aðrar fóru hins vegar skrefinu lengra upp á hæsta útsýnispallinn í 450 metra hæð! Hægt er að skoða umfjöllun, upptökur og myndir frá ráðstefnunni á https://canadianmidwives.org/cam-conference-2017/ Næsta ráðstefna ICM verður haldin á Balí árið 2020 og verður þema ráðstefnunnar „Midwives of the world: delivering the future.“ Í kynn- ingu frá Bali kom fram að óskað verður eftir útdráttum á ráðstefnuna með tólf mánaða fyrirvara. Búið er að opna heimasíðu ráðstefnunnar www.midwives2020.org. Þannig að nú er um að gera fyrir íslenskar ljósmæður að plana fram í tímann og skella sér til Balí dagana 21.-25. júní 2020. Sigfríður Inga Karlsdóttir og Berglind Hálfdánsdóttir Toronto. Margar íslenskar ljósmæður tóku þátt í ráðstefnunni.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.