Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Side 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Side 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 2004). Minna hefur farið fyrir því að skoða samband líkamsskammar við líkamlega líðan og líkamleg einkenni. Niðurstöður rannsóknar á bandarískum sálfræðinemum sýndi samband milli líkamsskammar (mældrar með hlutgerða líkamskvarðanum) við tíðni sýkinga frá unglingsaldri, sjálfmetna heilsu og átta almenn líkamleg einkenni (Lamont, 2015). Niðurstöðurnar hér eru í sama dúr, að samband er á milli líkamsskammar og líkamlegs einkennis, þ.e. tíðaverkja. Þessar niðurstöður beina athyglinni að mikilvægi þess að umræða um tíðablæðingar sé opin. Meðalstigafjöldi á líkamsskammarkvarðanum var ekki mikill en það bendir til þess að þátttakendur finni almennt ekki mikið fyrir skömminni og er það í samræmi við niðurstöður um íslenska hjúkrunarfræðinema (Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2015). Almenn umræða hérlendis bendir þó til þess að ungar íslenskar konur vilji hefja þessar umræður og bera Túrdagar Femínistafélags HÍ vorið 2017 (Femínistafélag Háskóla Íslands, e.d.) því vitni en þar var tilgangurinn að hefja, auka og bæta umræðuna um túr og tengd málefni. Það að þátttakendur með tíðaverki væru með fleiri stig á fordæmingar- og forskriftarkvarðanum þýðir að þeim hættir til að fordæma blæðingar og telja sig þurfa að hegða sér á ákveðinn hátt á blæðingum og það styður við niðurstöðuna um líkamsskömm tengda tíðaverkjum. HL kvenna með tíðaverki voru verri hvort heldur horft er til líkamlegs eða sálræns heilsufars og er það í samræmi við niðurstöður annarra (Onur o.fl., 2012; Unsal o.fl., 2010). Mikilvægt er að hafa í huga að við mat á heilsutengdum lífsgæðum er verið að meta skynjun fólks á gæðum lífs síns og hvernig heilsufar þess hefur áhrif þar á. Í rannsókninni, sem hér er greint frá, er meirihluti kvenna með tíðaverki og lífsgæði þeirra eru undir meðallagi miðað við bandarískar konur. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar, sem fjallaði um lífsgæði háskólanema, karla og kvenna, með SF-36v2, voru að meðalstigafjöldinn var sambærilegur eða aðeins meiri en hjá almenningi í Bandaríkjunum (Margrét Eiríksdóttir, 2011). Að þær niðurstöður séu aðrar en hér getur verið vísbending um að skoða beri betur lífsgæði íslenskra kvenna á barneignaraldri. Þó ber að hafa í huga að ekki er til stöðluð íslensk útgáfa af SF-36v2. Niðurstöður voru ekki í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna á sambandi við aldur við fyrstu blæðingar (Grandi o.fl., 2012) né á tengslum fjölda daga á blæðingum við tíðaverki (Gagua o.fl., 2012). Niðurstöður rannsókna á því hvort slíkt samband er til staðar hafa þó verið misvísandi (Ju o.fl., 2014). Skýring á því að konur með tíðaverki fá fleiri stig á skapraunarkvarðanum, líður verr á blæðingunum, nota frekar verkjalyf og tapa frekar úr skóla eða vinnu vegna verkjanna skýrist trúlega af því að blæðingum fylgja óneitanlega óþægindi. Hins vegar er ástæða til að skoða þessa hluti frekar og velta upp spurningum um persónulegar, fjárhagslegar og félagslegar afleiðingar þess að um 10% kvenna tapi úr skóla og vinnu og að 47% noti verkjalyf vegna tíðaverkja. Sérstaklega er það áhugavert í samhengi við niðurstöður rannsóknarinnar um að heilsutengd lífsgæði þátttakenda í heild mælast ekki meiri. Athyglisverðasta niðurstaðan úr aðhvarfsgreiningunni er að því meiri áhrif sem konur töldu tíðaverki hafa á líf sitt því líklegri voru þær til að meta styrk tíðaverkja hærri þegar stjórnað var út af áhrifum frá öðrum breytum í líkaninu. Það vísar í huglæga vídd verkja og hversu flókið getur verið að meta styrk þeirra. Tíðaverkir eru ekki einangrað fyrirbæri frekar en aðrir verkir heldur fléttast verkirnir inn í líf konunnar og geta haft víxlverkandi áhrif á fjölmarga þætti líkt og þessi niðurstaða endurspeglar. Það að notkun verkjalyfja hefði áhrif á styrk tíðaverkja hjá konum með verki ætti ekki að koma á óvart. Sama á við um tíðaverki en slæmir tíðaverkir eru algengari hjá ungum konum (Patel o.fl., 2016). Styrkur rannsóknarinnar felst í því að þátttakendur endurspegla þýðið út frá aldri. Hins vegar hefði styrkur rannsóknarinnar aukist með fleiri þátttakendum. Takmörkun er jafnframt notkun sjálfsmatslista en þekktur galli á þeim er að þátttakendum hættir til að svara í samræmi við hvað þeir telja æskilegt í stað þess að svara út frá eigin reynslu (Polit og Beck, 2012). Miðað við hve algengir tíðaverkir eru þá er athyglisvert hversu lítið er um rannsóknir á þeim sem byggjast á almennu þýði. Í raun vantar hreinlega langtímarannsóknir á náttúrulegri framvindu tíðaverkja, sem byggjast á öllum konum í tilteknum samfélögum. ÁLYKTUN Heilsutengd lífsgæði, hlutgerving og viðhorf til blæðinga hafa ekki haft mikið vægi í rannsóknum á tíðaverkjum kvenna né almennt í rannsóknum á tíðablæðingum kvenna. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta samband á milli tíðaverkja, þess að hafa skömm á eigin líkama, heilsutengdra lífsgæða og viðhorfa til blæðinga. Þetta eru niðurstöður sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Rannsóknir þurfa að taka tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem konur og stúlkur lifa við, aðstæðna sem jafnvel valda því að þær leitast við að fela eigin líkamsstarfsemi. Mikilvægt er að þekkja hvað hefur áhrif á tíðaverki hjá konum. Heilbrigðisfræðsla, þar með talin fræðsla um blæðingar, er hluti af klínískri þjónustu ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga og ætti að vera sveigjanleg og taka mið af flóknu og margþættu sambandi kvenna við líkama sinn. HEIMILDIR Aktaş, D. (2015). Prevalence and factors affecting dysmenorrhea in female university students: Effect on general comfort level. Pain Management Nursing, 16(4), 534-543. Al-Jefout, M., Seham, A.F., Jameel, H., Randa, A.Q., og Luscombe, G. (2015). Dysmenorrhea: Prevalence and impact on quality of life among young adult Jordanian females. Journal of Pediatric and Adolescent Gynecology, 28(3), 173-185. Ásthildur Knútsdóttir og Hallveig Broddadóttir (1999) Þetta er svolítið feimnismál. Lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfræði Háskóla Ísland. Reykjavík: Námsbraut í hjúkrunarfræði. Choma, B.L., Shove, C., Busseri, M.A., Sadava, S.W., og Hosker, A. (2009). Assessing the role of body image coping strategies as mediators or moderators of the links between self-objectification, body shame, and well-being. Sex Roles, 61(9-10), 699. IBM Corp, I. (2013). IBM SPSS Statistics for Windows (gerð 22.0) [tölvuforrit]. Armonk, New York-ríki: IBM Corp. Dillman, D.A. (1991). The design and administration of mail surveys. Annual Review of Sociology, 17, 225-249. Femínistafélag Háskóla Íslands (e.d.). Túrdagar Háskóla Íslands; https://www.facebook. com/events/244897969306134/. Sótt 2. maí 2017. Fingerson, L. (2005) Agency and the body in adolescent menstrual talk. Childhood, 12(1), 91-110. Fraser, I.S., Mansour, D., Breymann, C., Hoffman, C., Mezzacasa, A., og Petraglia, F. (2015). Prevalence of heavy menstrual bleeding and experiences of affected women in a European patient survey. International Journal of Gynecology & Obstetrics, 128(3), 196-200. Fulton, J. S., Miller, W. R., og Otte, J. L. (2012). A systematic review of analyses of the concept of quality of life in nursing: exploring how form of analysis affects understanding. Advances in Nursing Science, 35(2), e1-e12. Gagua, T., Tkeshelashvili, B., og Gagua, D. (2012). Primary dysmenorrhea: prevalence in adolescent population of Tbilisi, Georgia and risk factors. Journal of the Turkish German Gynecological Association, 13 (3), 162-168. Doi.org/10.5152/jtgga.2012.21. Grandi, G., Ferrari, S., Xholli, A., Cannoletta, M., Palma, F., Romani, C., ... og Cagnacci, A. (2012). Prevalence of menstrual pain in young women: What is dysmenorrhea? Journal of Pain Research, 5, 169-74. Greenleaf, C., og McGreer, R. (2006). Disordered eating attitudes and self-objectification among physically active and sedentary female college students. The Journal of Psychology, 140(3), 187-198. Grose, R.G., og Grabe, S. (2014) Sociocultural attitudes surrounding menstruation and alternative menstrual products: The explanatory role of self-objectification. Health Care for Women International, 35(6), 677-694. Habibi, N., Huang, M.S.L., Gan, W.Y., Zulida, R., og Safavi, S.M. (2015): Prevalence of primary dysmenorrhea and factors associated with its intensity among undergraduate students: A cross-sectional study. Pain Management Nursing, 16, 855-861. Herdís Sveinsdóttir, Ragna Ásþórsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir (2015). Viðhorf til tíðablæðinga og hlutgerð líkamsvitund: Þýðing og forprófun tveggja mælitækja. Ljósmæðrablaðið, 93(1), 15-21. Hitchcock, C.L. (2008). Elements of the menstrual suppression debate. Health care for women international, 29(7), 702-719. Johnston-Robledo, I., og Chrisler, J.C. (2013): The menstrual mark: Menstruation as social stigma. Sex Roles, 68, 9-18. Ju, H., Jones, M., og Mishra, G. (2014). The prevalence and risk factors of dysmenorrhea. Epidemiologic Reviews, 36(1), 104-113. Doi: 10.1093/epirev/mxt009. Kannan, P., Chapple, C.M., Miller, D., Claydon, L.S., og Baxter, G.D. (2015). Menstrual pain and quality of life in women with primary dysmenorrhea: Rationale, design, and interventions of a randomized controlled trial of effects of a treadmill-based exercise intervention. Contemporary Clinical Trials, 42, 81-89. Khodakarami, B., Masoomi, S. Z., Faradmal, J., Nazari, M., Saadati, M., og Sharifi, F. (2015). The severity of dysmenorrhea and its relationship with body mass index among female adolescents in Hamadan, Iran. Journal of Midwifery and Reproductive Health, 3(4), 444-450. Kolbrún Albertsdóttir, Helga Jónsdóttir og Björn Guðbjörnsson (2009). Lífsgæði og lífsgæðarannsóknir. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85(4), 22-29. Kural, M., Noor, N.N., Pandit, D., Joshi, T., og Patil, A. (2015): Menstrual characteristics and prevalence of dysmenorrhea in college going girls. Journal of Family Medicine and Primary Care, 4, 426. FYRIR 1/2 TIL 2 ÁRASTOÐMJÓLK TILBÚIN TIL DRYKKJAR SAM H LIÐ A BRJÓ STAG JÖ F PRÓTEININNIHALD SNIÐIÐ AÐ BÖRNUM Nánari upplýsingar um Stoðmjólkina má finna á vefsíðunni: ms.is/heilsa/heilsuvorur/stodmjolk C-VÍTAMÍN ÖRVAR JÁRNUPPTÖKU FYRIR TENNUR & BEIN BARNA ÞÆ G ILEG AR U M BÚ Ð IR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.