Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Side 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Side 20
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Síðasta sumar héldu þær Edythe og Hulda, ljósmæðranemar á öðru ári, í ævintýraför. Leiðin lá alla leið til Tennessee í Banda- ríkjunum þar sem þær heimsóttu ljósmæðurnar á The Farm. The Farm er samfélag eða kommúna sem var stofnuð snemma á áttunda áratug síðustu aldar af nokkrum vinum sem vildu lifa einfaldara lífi í tengslum við móður jörð og án alls ofbeldis. Það sem samfélagið á The Farm er þó ekki síst þekkt fyrir er ljós- mæðraþjónustan sem þar byggðist upp, en ljósmóðirin Ina May Gaskin (og maður hennar) voru ein af stofnendum samfélagsins á sínum tíma. Ina May hefur hlotið heimsathygli fyrir skrif sín um störf ljósmæðranna á The Farm, náttúrulegar fæðingar og reynslu kvenna af þeim. Ljósmæðrablaðið bað Edythe og Huldu um að segja okkur aðeins frá ferðalaginu og hvernig það kom til að þær ákváðu að fara þessa ferð. AÐDRAGANDINN Fyrir átta árum þegar Edythe var barnshafandi af sínu fyrsta barni og nýflutt til Íslands frá Bandaríkjunum leið ekki á löngu þar til hún var byrjuð að lesa bækurnar eftir Inu May Gaskin ljósmóður. Eftir að hafa lesið Spiritual Midwifery og Ina May’s Guide to Childbirth byrjaði hún að líta með öðrum augum á fæðinguna og fór að sjá hana sem eðlilegt ferli. Jákvæðu reynslusögurnar og upplýsingarnar í bókunum veittu henni innblástur og kraft til þess að ganga í gegnum náttúrulega fæðingu. Upplifun fæðingarinnar var mögnuð og fæðingin jók sjálfstraust hennar til muna. Eftir þessa lífsreynslu átti hún sér þann draum að heimsækja ljósmæðurnar á The Farm. Þegar Edythe byrjaði að nema ljósmóður- fræði haustið 2016, fór hún að skoða námskeið sem voru í boði á The Farm. Dag einn kom hún uppveðruð í tíma og sagði skólasystrum sínum frá þessu magnaða námskeiði og að sjálfsögðu vissu þær allar hver Ina May var. Mikill áhugi var hjá þeim öllum að slást með í för en vegna ólíkra aðstæðna gátu einungis greinarhöfundar farið í umrædda ferð. Hulda hafði verið að lesa bók eftir Inu May og heillaðist hún mjög af sögunum í bókinni þar sem áhersla er lögð á kraftinn sem býr í okkur konum, samkenndina og trúna sem konurnar höfðu á eigin líkama. Hana hafði dreymt um frá því hún var lítil stúlka að verða ljósmóðir en sökum annríkis við að ganga með, fæða og ala upp sín eigin börn dróst það á langinn. Það má segja að Hulda hafi verið svo heilluð af þessu kraftaverki sem við konur erum skapaðar til að gera, að hana langaði alltaf í eitt barn í viðbót. Eftir að hafa verið svo lánsöm að eignast 5 börn var komið að ákveðnum tímamótum í hennar lífi. Hulda hafði komist inn í draumanámið, eitthvað sem sem hafði einungis verið fjar- lægur draumur fyrir nokkrum árum. Ákveðið var að með því að fara í þessa ferð væri hún að leggja grunninn að því hvernig ljósmóðir hún vildi vera. The Farm samfélagið trúir því að fæðing sé heilög athöfn sem tilheyrir fjölskyldunni og að hún sé eðlilegt ferli sem gengur best heima í kringum fjölskyldu og hvetjandi ljósmæður. The Farm Midwifery Center byrjaði að halda námskeið á árlegum ljósmæðraráðstefnum árið 1995, sem tók sjö daga. Síðan þá hafa yfir 1000 einstaklingar alls staðar ÆVINTÝRAFERÐIN OKKAR - ljósmæðranemar á slóðum Inu May - Hulda Lind Eyjólfsdóttir og Edythe L. Mangindin, 2. árs nemar í ljósmóðurfræði N E M AV E R K E F N I Greinarhöfundar ásamt kennurum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.