Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Qupperneq 33
33LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala veitti samþykki sitt (61/2010) og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (S5038/2010). NIÐURSTÖÐUR Svörun var 44%, en 131 kona af 301 svaraði spurningalistanum. Lýsandi niðurstöður má sjá í töflu 1. Meðalaldur þeirra sem svöruðu listunum var 34.2 ár en konurnar voru á bilinu 24 - 45 ára. Rúmlega 82% kvenna í þessari rannsókn eiga nám á háskólastigi að baki. Langflestar kvennanna eru giftar eða í sambúð og stunda vinnu utan heimilis. Tíminn frá því konurnar fóru í viðtal þar til þær svöruðu spurn- ingalistanum var frá þremur mánuðum að sex og hálfu ári, sjá mynd 2. Hjá helmingi kvennanna voru liðin tvö ár eða minna frá viðtalinu en svarhlutfall var minna eftir því sem lengra var liðið frá viðtali. Eigið mat á heilsu og andlegri líðan Í töflu 2 eru lýsandi upplýsingar um eigið mat kvenna á heilsu sinni og andlegri líðan. Mikill meirihluti þeirra mat heilsu sína og andlega líðan vera frekar eða mjög góða. Þó hafði um tveir þriðju hluti hópsins leitað sér hjálpar vegna andlegrar vanlíðunar hjá fagaðilum einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá töldu rúmlega 40% sig hafa fengið fæðingarþunglyndi. Íhlutanir í fæðingarferlið og frávik Á mynd 3 má sjá svör kvennanna við ýmsum fullyrðingum um fæðingarferlið og andlega líðan eftir fæðingu. Þrjár af hverjum fjórum konum sögðust hafa fengið mænurótardeyfingu í fæðingu og tæplega tveir þriðju hlutar hópsins hafði upplifað langdregna fæðingu. Inngrip á borð við framköllun fæðingar, sogklukku, tangir eða keisaraskurð voru algeng hjá þessum hópi en tæplega helmingur hópsins hafði farið í keisaraskurð á meðan tvær af hverjum þremur konum merktu við fullyrðingu um að hafa fætt barn á eðlilegan hátt. UMRÆÐUR Rannsóknin er sú fyrsta sem gerð er hér á landi í þeim tilgangi að skoða hvað einkennir þann hóp kvenna sem leitar sér hjálpar hjá Ljáðu mér eyra vegna neikvæðrar upplifunar fæðingar og/eða kvíða fyrir fæðingu. Niðurstöður hennar benda til að hópurinn sem leitar til Ljáðu mér eyra sé um margt sérstakur þegar kemur að tíðni íhlutana og frávika í fæðingarferlinu. Einnig er hlutfall kvenna sem hefur fengið fæðingarþunglyndi eða leitað sér hjálpar vegna andlegrar vanlíðunar hátt. Þá er áberandi hve stór hluti hópsins hefur lokið námi á háskólastigi. Áberandi er hve tíðni íhlutana í fæðingarferlið og frávik, eins og framköllun fæðingar, mænurótardeyfing og keisaraskurðir, er há hjá Ljáðu mér eyra hópnum. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart því vitað er að bráðakeisaraskurðir, sogklukku- eða tangarfæðingar (Nilsson o.fl., 2012; Nystedt og Hildingsson, 2017; Rijnders o.fl., 2008; Sigurdardottir o.fl., 2017), langdregin fæðing (Nystedt og Hildingsson, 2017; Nystedt o.fl., 2005; Sigurdardottir o.fl., 2017; Toivonen o.fl., 2014) og önnur frávik í fæðingarferlinu (Wald- enström o.fl., 2004) eru þekktir áhættuþættir neikvæðrar fæðingar- reynslu. Marktæk tengsl hafa fundist á milli framköllunar fæðingar og neikvæðrar upplifunar fæðingar í íslenskri rannsókn (Sigurdar- dottir o.fl., 2017) en vert er að nefna að þau tengsl urðu ómarktæk í aðhvarfsgreiningu þegar leiðrétt var fyrir öðrum breytum eins og fæðingu með áhöldum eða keisaraskurði, upplifun langdreginnar fæðingar, óánægju með stuðning ljósmæðra og þunglyndi eftir fæðingu. Áhugavert er að skoða Ljáðu mér eyra hópinn í samanburði við upplýsingar frá Fæðingaskrá árið 2011, síðasta árinu sem þátttak- endur svöruðu spurningalista úr rannsókninni. Það er töluvert hærri tíðni íhlutana og frávika í fæðingarferlinu hjá konum sem leita til Ljáðu mér eyra en fram kemur þar, en 45,4% kvenna á Landspítala höfðu fengið mænurótardeyfingu í fæðingu og hjá 27,4% var fæðing framkölluð. Fæðingu lauk með bráðakeisaraskurði hjá 9,5% kvenna og með sogklukku eða töng hjá 7,3%. (Ragnheiður I Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason, Gestur I. Pálsson. (2012). Athygli vekur að samanlagt hafði tæpur helmingur hópsins farið í keisaraskurð. Fæðing fyrir tímann og innlagnir barna á Vöku- deild virðast einnig vera algengar hjá Ljáðu mér eyra hópnum en þekkt er að áhyggjur af heilsu barns í fæðingu geta tengst neikvæðri upplifun fæðingar (Rijnders o.fl., 2008; Toivonen o.fl., 2014; Ulfs- dottir o.fl., 2014; Waldenström, 2004). Til samanburðar má geta þess að árið 2011 var barn lagt inn á Vökudeild í 11,6% fæðinga (Ragn- heiður I. Bjarnadóttir, 2012). Við samanburðinn við Fæðingaskrá ber þó að hafa í huga að hóparnir eru ekki alveg sambærilegir, þar sem í Fæðingaskrán- ingunni 2011 er skráð ein meðganga og fæðing fyrir hverja konu en í rannsóknarhópnum er talin saman saga og reynsla hverrar konu af öllum fæðingum hennar. Mynd 2. Tími frá viðtali í Ljáðu mér eyra að svörun spurningalista. Hlutfall svarenda. 2 Mynd 2 Tími frá viðtal i í Ljáðu mér eyra að svörun spurningalista Hlutfal l svare da Mynd 3 Upplýsi gar um reynslu kvenna af fæð ingu og andlegri l íðan eft ir fæð i gu 25.0% 25.0% 18.8% 14.0% 10.9% 6.3% 0.0% 5.0% 10.0% 15.0% 20.0% 25.0% 30.0% ≤1 ár >1- 2 ár >2- 3 ár >3- 4 ár >4- 5 ár >5 ár Mynd 3. Upplýsingar um reynslu kvenna af fæðingu og andlegri líðan eftir fæðingu. 3 12 (9.2%) 13 (9.9%) 17 (13.0%) 45 (34.4%) 37 (28.2%) 47 (35.9%) 54 (41.2%) 55 (42.0%) 79 (60.3%) 83 (63.4%) 96 (73.3%) 0.0% 10.0% 20.0% 30.0% 40.0% 50.0% 60.0% 70.0% 80.0% Ég hef fætt barn með aðstoð tanga Ég hef fætt barn fyrir 37 vikna meðgöngu Ég hef átt barn með fyrirfram ákveðnum Ég hef átt barn á vökudeild Ég hef fætt barn með bráðakeisaraskurði Ég hef fætt barn með aðstoð sogklukku Ég hef fengið fæðingarþunglyndi Fæðing hefur verið framkölluð Ég hef gengið í gegnum langdregna fæðingu Ég hef fætt barn á eðlilegan hátt Ég hef fengið mænurótardeyfingu (epidural) í Tafla 2. Eigið mat á heilsu og andlegri líðan Mat á almennu heilsufari Mjög gott 80 (61.1) Frekar gott 46 (35.1) Frekar slæmt 5 (3.8 Mjög slæmt 0 (0) Mat á andlegri líðan Mjög góð 49 (37.4) Frekar góð 76 (58) Frekar slæm 6 (4.6) Mjög slæm 0 (0) Hefur leitað sér faglegrar aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar Já 86 (65.6) Nei 45 (34.4) Fagaðili sem leitað var til vegna andlegrar vanlíðunar Sálfæðingur 62 (48.1) Geðlæknir 21 (16.0) Hjúkrunarfræðingur 12 (9.2) Annað 25 (19.1)

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.