Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Side 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2017, Side 37
37LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2017 Síðan hvetjum við alla sem hafa áhuga á því að halda fyrir- lestra til þess að hafa samband við Sigfríði Ingu Karls- dóttur inga@unak.is og senda henni útdrátt (150-200 orð, calibri, 11 punkta með 1,15 línubili) fyrir 20. janúar 2018. Ef um rannsóknarkynningu er að ræða er gott að skipta útdrættinum í bakgrunn, aðferð, niðurstöður og umræður. Einnig er tilvalið að sækja um veggspjaldakynningu og þó veggspjöldin hafi verið kynnt annars staðar er ekkert að því að kynna það aftur á ráðstefnunni (allt í lagi þó það sé á ensku). Efst á útdrætti þarf að koma fram heiti erindis og nöfn höfunda. Ráðstefnugjaldi verður stillt í hóf, margar norðlenskar ljósmæður hafa boðist til þess að bjóða ljósmæðrum gistingu (nánar auglýst síðar) og félagið mun óska eftir tilboðum frá flugfélaginu. Það er náttúrulega tilvalið að hollsystur skelli sér saman á bíl norður, eða vinnufélagar. Orlofsíbúðir eru margar á Akureyri sem hægt er að leigja. Við stefnum á að byrja dagskrá kl. 10 um morguninn og hætta ekki seinna en kl 17:00. Síðan verður hátíðar- kvöldverður um kvöldið og auðvitað væri gaman ef sem flestir ráðstefnagestir sæju sér fært að taka þátt. Vonumst til að sjá ykkur sem flestar þann 5. maí 2018 á Akureyri. Fyrir hönd undirbúningsnefndar Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir LJÓSMÆÐRADAGURINN Á ALÞJÓÐADEGI LJÓSMÆÐRA RÁÐSTEFNA Á AKUREYRI 5. MAÍ 2018 Í tilefni af því að Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands verður fimmtíu ára árið 2018 verður ráðstefna Ljósmæðrafélagsins haldin á Akureyri á næsta ári. Við viljum hvetja ljósmæður til þess að taka daginn frá og stefna að því að fjölmenna norður. Dagskráin er í mótun og verið er að vinna í því að fá einn til tvo erlenda fyrirlesara á ráðstefnuna. Lausnir TM Software eru notaðar daglega af þúsundum heilbrigðisstarfs- manna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins s.s. sjúkrahúsum, stofum sérfræðilækna, heilsugæslum, hjúkrunarheimilum auk apóteka. Við erum leiðandi í hugbúnaði fyrir heilbrigðiskerfið www.tmsoftware.is | Borgartúni 37, 105 Reykjavík | 545 3000

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.