Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 8
Margir tilnefndir til Mosfellings ársins Mosfellingum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins. Margir voru tilnefndir í gegnum heimasíðu blaðsins Mosfellingur.is. Mörg skemmtileg ummæli fylgdu með, eins og sjá má hér að neðan. Ísfold Kristjánsdóttir - Fyrir ötula baráttu sína við krabba- mein, manngæsku og góðvild í garð allra sem á hennar vegi verða. Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir - Þessar stelpur hafa gert svo mikið fyrir listina í bænum okkar. Og ekki má gleyma þessu flotta videói og lagi fyrir Í túninu heima. Sveinn Sveinsson - Sveinn hefur um árabil verið umsjónarmaður útisvæðis á Reykjalundi. Viktor Elí Sturluson - Frábær íþróttamaður, ávallt með jákvætt viðhorf og bros á vör. Hlynur Chadwick - Hann er óeigingjarn í íþróttastarfi bæjarins. Séra Arndís Linn - Hún er vel liðin af öllum og þjónar hagsmunum bæjarbúa af miklum sóma. Ívar Benediktsson - Góður drengur og réttsýnn. Er líka í Gufufélaginu. Bjarki Már Sverrisson – Fyrir öll þau ár sem hann hefur starfað hér og í leiðinni þjálfað alla Mosfellinga. Magnús Már Einarsson - Einn færasti íþróttafréttamaður landsins síðustu ár og frammistaða hans á Evrópumótinu var rosaleg. Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Framúrskarandi stjórnmálamaður, rökföst og málefnaleg og auk þess frábær íslenskukennari. Þórir Gunnarsson, Listapúkinn - Fyrir að vera jákvæður og hvetj- andi listamaður. Svava Ýr Baldvinsdóttir – Hefur stuðlað að íþróttaiðkun Mosfellinga um árabil, jafnt ungra sem aldinna. Einar Scheving - Mjög einfalt, maðurinn hefur stutt Aftureldingu í handbolta í gegnum súrt og sætt. Hilmar Gunnarsson - Fyrir að halda úti flottasta bæjarblaði lands- ins og virkni hans í samfélaginu. Guðbjörg Fanndal Torfadóttir - Hefur af ósérhlífni og elju eflt barna og unglingastarf knattspyrnu- deildar Aftureldingar síðustu ár. Iðunn Dögg Gylfadóttir - Ung kona sem missti eiginmann sinn í vor. Hefur haldið sterk áfram og m.a. staðið fyrir og borið ábyrgð á undirskriftasöfnun vegna lokunar sólarhringsvaktar heilsugæslunnar. Halla Karen Kristjánsdóttir - Jákvæðari og lífsglaðari konu er varla hægt að finna, hún er snillingur í að hvetja fólk áfram í að ná markmiðum sínum. Nonni í Mosskógum - Fyrir að halda úti skemmtilegum útimarkaði yfir sumartímann sem hefur vakið athygli um allt land. - Fréttir úr Mosfellsbæ8 Útskriftarhátíð FMOS fór fram miðvikudaginn 21. desember 2016 og voru útskrifaðir sam- tals 23 nemendur með stúdentspróf. Af félags- og hugvísindabraut útskrifuðust 7 nemend- ur, af náttúruvísindabraut útskrifuðust 4 nemendur og 12 af opinni stúdentsbraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Birta Lind Atladóttir en hún fékk viðurkenningu við athöfnina fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, ensku, efnafræði, íslensku, líffræði- og umhverfisfræði, spænsku og stærðfræði. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í eðlisfræði fékk Helga Eyþórsdóttir og hún fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku. Viður- kenningu fyrir góðan árangur í félags- og hugvísindagreinum fékk Sunneva Hjaltalín. Útskriftarnemendur frá FMOS. Efri röð frá vinstri: Viktor Emile C Gauvrit, Óskar Smári Haraldsson, Tómas Árni Kristinsson, Gunnar Páll Ægisson, Stefán Þórarinsson, Óskar Samúel Ingvarsson, Stefán Hinriksson, Nikulás Árni Olgeirsson. Miðjuröð frá vinstri: Kjalar Óðinsson, Birta Lind Atladóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir, Kristrún Heiða Jónsdóttir,Bryndís Rut Óskarsdóttir, Natalía Blær Jóhannsdóttir, Sigurður Jóel Sigurðsson Wiium. Neðsta röð frá vinstri: Guðrún Guðjónsdóttir, Helga Eyþórsdóttir, Guðrún Aagata Jakobsdóttir, Margrét Edda Magnúsdóttir, Sunneva Hjaltalín, Dagný Huld Birgisdóttir, Sara Lissý Chontosh, Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Á myndina vantar Herdísi Ingu Óskarsdóttur. Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fyrir jól FMOS útSkriFaði 23 neMendur dúx skólans Birta lind Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardag- inn 21. janúar. Að vanda fer blótið fram í íþróttahúsinu að Varmá og opnar húsið kl. 19. Miðasala og borðaúthlutun verður föstudaginn 13. janúar á Hvíta Riddaranum og hefst kl. 18. „Þetta er í tíunda sinn sem blótið er haldið í þessari mynd og það er svo til sama fólkið hefur verið í þorrablótsnefnd öll þessi ár,“ segir Rúnar Bragi forseti þorra- blótsnefndar. „Undanfarin ár hefur verið uppselt og færri komist að en viljað. Mikil stemning hefur myndast við borðaúthlutunina en þetta verður í fyrsta skipti sem miðasala hefst á sama tíma. Einungis verður hægt að taka frá sæti gegn keyptum miða. Líkt og í fyrra verðum við bæði með lang- borð og hringborð. Hringborðin eru seld sem svokölluð VIP-borð en þau eru aðeins seld í heilu lagi og þeim fylgja fljótandi veigar og einhver forréttindi.“ Borðaskreytingar í hádeginu Dagskráin er veigamikil og fjölbreytt en að þessu sinni mun Logi Bergmann sjá um veislustjórnina, Raggi Bjarna mun troða upp og hljómsveitin Made in sveitin mun leika fyrir dansleik með Hreim, Stefaníu Svavars og Eyþór Inga í fararbroddi. „Það mun verða mikið um dýrðir, Tríóið Kókos mun taka vel á móti gestunum og Geiri í Kjötbúðinni sér um veitingarnar en að vanda munu allir finna eitthvað við sitt hæfi. Auk hefðbundins þorramatar mun Geiri bjóða upp á lambalæri og með því. Borðaskreytingar eru stór hluti af blóts- haldinu hjá mörgum hópum og vitum við til þess að undirbúningur er víða hafinn. Við erum alltaf með óháða dómnefnd, en vinningsborðið fær bæði farand- og eignar- bikar. Skreytingarnar fara fram á blótsdegi kl. 12-13:30,“ segir Rúnar Bragi. Allar upplýsingar um blótið má finna á Facebook síðunni Þorrablót Aftureldingar. Þorrablót Aftureldingar haldið í íþróttahúsinu 21. janúar Stærsta innahúss- samkoma ársins Glaðir Gestir við komuna að varmá metnaður í skreytinGum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.