Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 22
 - Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ22 Mörg ef ekki flest sálfræðileg vandamál má með einum eða öðrum hætti tengja við laka eða neikvæða sjálfsmynd. Vissulega má rökræða hvort sé orsök og hvort sé afleiðing en burtséð frá því er ljóst að jákvæð sjálfsmynd er mikilvæg fyrir hamingjuríkt og farsælt líf. Oft er talað um að börn, og þá sér- staklega unglingar, séu í leit að sjálfum sér. Þótt sumum kunni að finnast orða- lagið skrýtið er þetta ekki svo fjarri lagi því þegar við þroskumst eflist tilfinning okkar fyrir því hver við erum og sjálfs- myndin mótast. Persónueinkenni koma stöðugt betur í ljós og við lærum á styrk- leika okkar og veikleika. Sjálfsmynd er í raun allar þær hug- myndir sem einstaklingur hefur um sjálfan sig og hvað honum finnst um sjálfan sig. Öll reynsla hefur áhrif á og mótar skoðanir barna um þau sjálf. Það hvernig aðrir bregðast við þeim, þeirra eigin viðbrögð í ólíkum aðstæðum og þær ímyndir sem haldið er að þeim í samfélaginu öllu hefur áhrif á þá mynd sem þau hafa af sjálfum sér. Meðvitaður og ómeðvitaður samanburður á því hver þau eru og hver þau vildu vera eða við aðra sem þau vildu gjarnan líkjast litar sjálfsmynd þeirra. Til að myndin verði litrík og falleg og börnunum líði vel í eigin skinni er mikilvægt að þau séu hvött til dáða, þeim sé hrósað þegar við á og þau finni vel hvað okkur þykir vænt um þau. Hrós, bros, faðmlag og vinalegt viðmót skiptir miklu máli þegar kemur að því að styrkja jákvæða sjálfsmynd barna á mótunarárunum. Öllum er okkur nauðsynlegt að lifa í sátt við eigin persónu – og umhverfi okkar. Gott sjálfstraust og trú á eigin getu eru ein öflugasta forvörnin gegn áhættuhegðun og besta tryggingin fyrir vellíðan og velgengni í lífinu. Stuðlum því markvisst að jákvæðri sjálfsmynd barna okkar og eflum sjálfstraust þeirra á allan þann hátt sem okkur er unnt.  HuldaSólrúnGuðmundsdóttir,  sálfræðingurogforeldri Í sátt við sjálfan sig SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið LITLI SKIPTIBÓKAMARKAÐURINN 2017 „ÞÍN BÓK, MÍN BÓK – BÆKURNAR OKKAR“ Litli skiptibókamarkaðurinn fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 21. janúar frá kl. 14 – 16. Börnum á aldrinum 6 – 12 ára er boðið að koma með gömlu bækurnar sínar sem þau eru hætt að lesa og velja sér aðrar í staðinn. Börnin fá afhentan miða með tölustaf sem gefur upp þann fjölda bóka sem þau koma með, sýna svo miðann þegar þau eru búin að velja sér bækur, og geta þá tekið jafn margar með sér heim. Mikilvægt er að bækurnar séu vel með farnar og hreinar. Markmiðið er að lengja líftíma bókanna, ýta undir áhuga barnanna á bókum og þar með lestraráhuga. Gott er að mæta tímanlega svo hægt sé að raða upp bókunum. Bókasafnið Mosfellsbæ ©Disney Bókasafn Mosfellsbæjar SAFNANÓTT Bókasafn Mosfellsbæjar tekur þátt í SAFNANÓTT föstudaginn 3. febrúar – nánar auglýst þegar nær dregur. Bókasafn Mosfellsbæjar Fræðslufundur Fræðslufundir verða reglulega í Bókasafninu fram á vor. Á fyrsta fræðslufundinn kemur Þrúður Hjelm skólastjóri og segir okk- ur frá Krikaskóla. Fræðslufundurinn er í Bókasafninu fimmtu- daginn 18. janúar kl. 16:30-17:30. Heiti fyrirlestrarins er: Krikaskóli - nýjar hugmyndir í fram- kvæmd. Fræðslufundurinn er ætlaður öllum áhugasömum um skólamál. Listasalur Mosfellsbæjar Back up Síðasta sýningarhelgi Andreu Arnarsdótt- ur í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningunni Back up lýkur laugardaginn 14. janúar. Endilega nýtið tækifærið og skoðið þessa áhugaverðu sýningu Andreu. Listasalur Mosfellsbæjar Vetrardans Sýningin Vetrardans þar sem Georg Douglas sýnir málverk, verður opnuð laugardaginn 21. janúar kl. 15. Myndirnar á þessari sýningu eru aðallega inn- blásnar af írskum dansi – og festa á striga minningar frá æskuárum listamannsins um kraftmikl- ar hreyfingar, glitrandi ljós, skrautlega kjóla og dúndrandi írska tónlist. Sýningin stendur til 11. febrúar og er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er talið vera hans helsta verk og er jafnvel merkasta íslenska skáldsagan sem gefin hefur verið út. Aðalpersóna sögunnar, Bjartur í Sum- arhúsum, hefur jafnan verið umdeild og hefur ekki beint fallið í kramið hjá nem- endum í FMOS frekar en mörgum öðrum sem lesið hafa söguna. Flestir hafa fundið honum allt til foráttu og það kannski ekki að ástæðulausu. „Við í íslenskunni í FMOS ákváðum að fara þá leið að setja upp sýndarréttarhöld yfir Bjarti til þess að fá nemendur, a.m.k. þá sem eru í verjendahópnum, til þess að draga fram hans hlið á málunum.“ Skipað í hlutverk á verkefnadögum Sýndarréttarhöldin eru haldin á svoköll- uðum verkefnadögum sem eru í lok hverr- ar annar. Þá fær hver áfangi tvisvar þrjá og hálfan tíma til þess að vinna verkefni sem miðar að því að ná fram þeim hæfnivið- miðum sem áfanginn gengur út frá. Í þess- um áfanga, sem er fjórði kjarnaáfanginn í íslenskunni í FMOS, nýta nemendur fyrri verkefnadaginn til að undirbúa sig sig fyrir sjálf sýndarréttarhöldin. Þá er skipað í hlutverk, hverjir verða dómarar (ef hópurinn er stór er aðeins einn dómari en þrír í kviðdómi), hverjir skipa sækjendahópinn og hverjir verjandahóp- inn. Þá eru einnig vitni, allt frá fjórum upp í sex. Þar mæðir auðvitað mest á Bjarti sjálf- um en önnur mikilvæg vitni eru Ásta Sól- lilja, Hallbera, hreppstjórinn og/eða hrepp- stjórafrúin og oft einhver utanaðkomandi, t.d. kona úr kvenfélagi sveitarinnar til þess að segja sitt álit á því sem er að gerast að Sumarhúsum. Nemendum hleypur kapp í kinn Sýndarréttarhöldin yfir Bjarti hafa ver- ið haldin allt frá árinu 2012. Sú hefð hefur skapast að nemendur komi spariklæddir í réttahöldin, og auðvitað einnig kennarinn. Oft hleypur nemendum kapp í kinn meðan hæst stendur en allir eru þó sáttir í lokin og finnst þessi kennsluaðferð skemmtileg en um leið bæði krefjandi og lærdómsrík. Umsagnir nemenda hafa að langmestu leyti verið jákvæð, margir eru stressaðir fyr- ir réttarhöldin því þeir eru ekki alveg vissir á því hvað þeir eru að fara út í en gleyma sér fljótlega í hita leiksins og ganga léttir og glaðir úr tímanum að réttarhöldunum loknum. Dæmi um umsagnir nemenda: „Það er gott af fá sýn annarra á söguna. Maður skilur hana betur. Er miklu betra en próf.“ „Verkefnið var mjög skemmtilegt og öðru- vísi. Það var frekar krefjandi og hvatti okkur til að vinna vel saman.“ „Vakti umræður. Skemmtileg lærdómsaðferð, sýndi dýpri hlið á bókinni.“ Réttað yfir Bjarti í Sumarhúsum í FMOS Sýndarréttarhöld í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.