Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 12
 - Fréttir úr bæjarlífinu12 Nú er allt að smella saman í Bæjarleikhús- inu, enda styttist óðum í frumsýningu á Skilaboðaskjóðunni þann 22. janúar. Um 40 áhugasamir listamenn vinna nú hörðum höndum að leik, tónlist, leikmynd, búningum og öllu því sem þarf til að gera stóran söngleik að veruleika. Sagan, eftir Þorvald Þorsteinsson, fjallar um Putta litla sem býr í Ævintýraskógi, sem langar mest af öllu að verða hugrakkur æv- intýraprins. Hann heldur af stað um miðja nótt í leit að nátttrölli, en verður fyrir því óláni að festast inni í helli nátttröllsins. Maddamamma og allir íbúar ævintýra- skógarins taka höndum saman og með hjálp Skilaboðaskjóðunnar ná þau að bjarga Putta litla úr klóm nátttröllsins. Tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar setur líflegan blæ á söngleikinn sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Sýningar verða á sunnudögum kl. 14 og miðapantanir í síma 566-7788. Miðaverð er aðeins 2.500 kr. Fylgist með leikfélaginu á samfélagsmiðlunum Instagram, Facebook og Snapchat. Þú gætir unnið miða á Skilaboðaskjóðuna! Leikfélag Mosfellssveitar undirbýr sýningar á söngleik Skilaboðaskjóðan frumsýnd 22. janúar fjöldi leikara kemur við sögu HRAÐASTA INTERNET Á ÍSLANDI Hringdu hlaut nýlega viðurkenningu Ookla Speedtest.net fyrir hraðasta internet á Íslandi.� Speedtest.net er leiðandi í hraðamælingum á nettenginum og erum við því afar stolt af þessari niðurstöðu. Vertu viss um að fá sem mest út úr þinni tengingu. Ótakmörkuð símtöl og skilaboð á Íslandi Ótakmörkuð símtöl til Evrópu, USA og Kanada Notaðu símann þinn í Skandinavíu eins og á Íslandi - án auka kostnaðar ÁRÍÐANDI TILKYNNING TIL FARSÍMAEIGENDA 537 7000 hringdu.is 537 7000 hringdu.is Allt þetta fyrir aðeins á mánuði ÍSLAND EVRÓPA KANADA USA ROAM LIKE HOME Í SKANDINAVÍU P L A Y M O P L A Y M O INTERNET Breytingar á húsa- leigubótakerfinu VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Um áramót tóku gildi ný lög um húsnæðisbætur sem voru samþykkt á Alþingi í vor. Framvegis mun Vinnumálastofnun fyrir hönd ríkisins taka að sér að greiða út húsnæðisbætur sem koma í stað almennra húsaleigubóta. Sveitarfélög munu sjá um að taka á móti umsóknum og afgreiðslu á sérstökum húsnæðis- stuðningi sem voru áður sérstakar húsaleigubætur. Nánari upplýsingar um almennan húsnæðisstuðning má finna á husbot.is Samkvæmt samþykktum reglum þurfa umsækjendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Umsækjandi skal búa í samþykktu íbúðarhúsnæði á almennum markaði. • Umsækjandi skal hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur á grundvelli laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. • Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í Mosfellsbæ þegar sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning. • Að samningur liggi fyrir um afnot af íbúðarhúsnæði sem er staðsett í Mosfellsbæ nema um sé að ræða húsnæði fyrir 15-17 ára börn, sbr. 8. gr. reglna þessara. • Samanlagðar tekjur umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, séu undir efri mörkum skv. viðmiðunum 5. gr. • Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr. Hægt er að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning á Íbúagátt Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar um sérstakan húsnæðisstuðning er hægt að fá hjá Þjónustuveri og Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar í síma 525 6700. Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is 586 8080 Sími: Örugg og góð þjónusta Hafðu samband Einar Páll Kjærnested Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is Troðfullt hús í Hlégarði Stormsveitin hélt sína árlegu þrettándatónleika í Hlégarði 6. janúar. Sérstakur gesta- söngvari var Stebbi Jak úr Dimmu. Uppselt var á tónleikana og salurinn þétt setinn. Á myndinni má sjá hópinn hita upp baksviðs áður en farið var á svið. Getraunaleikur HvIta RIddaRans og KnattspyRnudeIldaR aftuReldIngaR Hefst 14. janúar Leikið á Laugardögum kL. 12:00-13:45 Liðakeppni - tveir einstaklingar saman liði Leikið í 13 vikur - bestu 11 vikurnar gilda seðillinn er 13 leikir - sex tvítryggðir mótsgjald er 2.000 kr. á lið - fer beint í vinninga

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.