Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 23
HáHolti 13-15 - sími 578 6699 Mörg ef ekki flest sálfræðileg vandamál má með einum eða öðrum hætti tengja við laka eða neikvæða sjálfsmynd. Vissulega má rökræða hvort sé orsök og hvort sé afleiðing en burtséð frá því er ljóst að jákvæð sjálfsmynd er mikilvæg fyrir hamingjuríkt og farsælt líf. Oft er talað um að börn, og þá sér- staklega unglingar, séu í leit að sjálfum sér. Þótt sumum kunni að finnast orða- lagið skrýtið er þetta ekki svo fjarri lagi því þegar við þroskumst eflist tilfinning okkar fyrir því hver við erum og sjálfs- myndin mótast. Persónueinkenni koma stöðugt betur í ljós og við lærum á styrk- leika okkar og veikleika. Sjálfsmynd er í raun allar þær hug- myndir sem einstaklingur hefur um sjálfan sig og hvað honum finnst um sjálfan sig. Öll reynsla hefur áhrif á og mótar skoðanir barna um þau sjálf. Það hvernig aðrir bregðast við þeim, þeirra eigin viðbrögð í ólíkum aðstæðum og þær ímyndir sem haldið er að þeim í samfélaginu öllu hefur áhrif á þá mynd sem þau hafa af sjálfum sér. Meðvitaður og ómeðvitaður samanburður á því hver þau eru og hver þau vildu vera eða við aðra sem þau vildu gjarnan líkjast litar sjálfsmynd þeirra. Til að myndin verði litrík og falleg og börnunum líði vel í eigin skinni er mikilvægt að þau séu hvött til dáða, þeim sé hrósað þegar við á og þau finni vel hvað okkur þykir vænt um þau. Hrós, bros, faðmlag og vinalegt viðmót skiptir miklu máli þegar kemur að því að styrkja jákvæða sjálfsmynd barna á mótunarárunum. Öllum er okkur nauðsynlegt að lifa í sátt við eigin persónu – og umhverfi okkar. Gott sjálfstraust og trú á eigin getu eru ein öflugasta forvörnin gegn áhættuhegðun og besta tryggingin fyrir vellíðan og velgengni í lífinu. Stuðlum því markvisst að jákvæðri sjálfsmynd barna okkar og eflum sjálfstraust þeirra á allan þann hátt sem okkur er unnt.  HuldaSólrúnGuðmundsdóttir,  sálfræðingurogforeldri Í sátt við sjálfan sig SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið KOMDU Í SKÁTANA! fálkaskátar 5.-7. bekkur Fimmtudagar frá 16-17:30 eða 17:30-18 Drekaskátar 3.-4. bekkur 3. bekkur: Mánudagar kl. 16-17 4. bekkur: Mánudagar kl. 17-18 REKKAskátar Framhaldsskóli Mánudagar kl. 20-21:30 dróttskátar 8.-10. bekkur Miðvikudagar kl. 20-21:30 Skátastarfið hefst á ný eftir jólafrí vikuna 9.-15. janúar skátafélagið mosverjar Skálanum álafossvegi 18 - Sími: 566 6455 mosverjar.is - facebook.com/mosverjar www.mosfellingur.is - 23

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.