Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 18
Knattspyrnukona
Aftureldingar árið 2016
Eva Rún Þorsteinsdóttir er frábær
knattspyrnukona og hefur verið frábær í
liði meistaraflokks Aftureldingar í sum-
ar, leikið vel og sýnt mikinn stöðugleika.
Hún hefur verið lykilmaður í meistara-
flokki kvenna síðastliðin tvö ár og hefur
leikið nær alla leiki liðsins á þessum
árum.
Eva Rún er ekki uppalin í Aftureldingu
en hún kom til félagsins vorið 2013.
Þrátt fyrir það er hún með eitt stærsta
Aftureldingarhjarta félagsins og hefur
alltaf haft hag félagsins í forgangi, bæði
innan félagsins og út á við. Hún er einn
aðaldrifkraftur félagslífsins innan hóps
meistaraflokksins.
Eva Rún er frábær fyrirmynd yngri
knattspyrnukvenna, er hress og
skemmtilegur persónuleiki sem hefur
aðlagast vel að hópi félaga sinna í Aftureldingu.
Eva Rún Þorsteinsdóttir knattspyrna
Skotfimikona
Íris er skotíþróttakona úr Skotfélagi
Reykjavíkur, fædd árið 1990. Hún varð
Íslands-, bikar- og Reykjavíkurmeistari í
loftriffli kvenna árið 2016.
Fékk gullverðlaun á Reykjavík Inter-
national Games sem haldnir voru í
Reykjavík 2016. Gullverðlaun á öllum
þeim mótum innanlands sem hún tók
þátt í og náði meistaraflokksárangri
og Ólympíulágmarki í greininni. Varð
Íslandsmethafi í loftriffli sem sett
var í Hollandi árið 2014 og einnig
Íslandsmethafi með final sem sett var á
smáþjóðleikum í Reykjavík 2015.
Er Íslandsmethafi í liðakeppni í þrístöðu
(ein af þremur).Fékk silfurverðlaun á
Íslandsmeistaramótinu í þrístöðu. Fékk
bronsverðlaun á Íslandsmeistaramótinu
í 50 metrum liggjandi. Hún hefur verið
að æfa með landsliðinu í skotfimi. Geta
má þess að hún er með þjálfararéttindi Alþjóðlega skotíþróttasambandsins.
Íris Eva Einarsdóttir skotfimi
Hestaíþróttakona Harðar 2016
Súsanna Sand er 48 ára og hefur verið
Harðarfélagi allan sinn keppnisferill og
spannar hann yfir tuttugu ár.
Súsanna er sannur íþróttamaður, félagi
og leiðtogi innan vallar sem utan og
mikill vinur hestanna sinna. Súsanna
er lífleg og jákvæð kona sem margir
af okkar ungum knöpum líta upp til
enda hefur hún kennt Harðarkrökkum
reiðmennsku í mörg ár. Hún var dugleg
að keppa á sl. ári og var í úrslitum á
flestöllum mótum sem hún keppti á.
Hæst ber að nefna sigur á íþróttamóti
Harðar en þar vann hún í fimmgang
meistara, á gæðingamóti Harðar sem
var jafnframt úrtaka fyrir Landsmót á
Hólum hafnaði hún í 2. sæti í A flokki.
Hestamannafélagið Hörður er hreykið
af því að hafa svo frábæra afrekskonu
innan sinna raða.
Súsanna Sand Ólafsdóttir hestaíþróttir
Kraftlyftingakona
Mosfellsbæjar 2016
Auður Linda Sonjudóttir er Íslands-
meistari í klassískum kraftlyftingum
2016. Hún á í dag 15 Íslandsmet í sínum
þyngdaflokki. Auður er með gríðar-
lega hæfileika og með smávægilegri
bætingu og fleiri keppnum mun hún
vinna sér inn sæti í landsliði okkar í
kraftlyftingum.
Árangur árið 2016 í 52 kg flokki:
-Hnébeygja: 92,50 kg
-Bekkpressa: 47,50 kg
-Réttstaða: 100 kg
-Samanlagt: 240 kg í flokki – 52 kg
Auður Linda Sonjudóttir kraftlyftingar
Íþróttakona taekwondodeildar
Aftureldingar árið 2015
Telma Rut Frímannsdóttir er fædd
árið 1992 og hefur æft karate frá 9 ára
aldri. Árið 2009 hóf hún æfingar með
landsliðinu í Kumite.
Hún er í 87. sæti á heimslista.
Meðal afreka 2016:
-2. umferð á Karate1 heimsmótaröð
í París
-3. sæti, kumite opinn flokkur, RIG
Reykjavík international games
-9.-16. sæti í -68 kg flokki, Karate1
heimsmótaröð Hollandi
-5. sæti -61kg, Norðurlanda-
meistaramót í karate
-1. sæti, kumite opinn flokkur,
bikarmót 3
-1. sæti, -61 kg flokkur – Tékkland Open
-1. sæti, opinn flokkur – Tékkland Open
-1. sæti, liðakeppni – Tékkland Open
3. sæti, -61 kg flokkur – Banzai Cup
1. sæti, opinn flokkur – Bikarmót 1
3. sæti, -61 kg – Central England Open
1. sæti, +61 kg, Íslandsmeistaramót fullorðinna
Telma Rut Frímannsdóttir taekwondo
Frjálsíþróttakona Aftureldingar
Erna Sóley Gunnarsdóttir er 16 ára og
hefur verið í frjálsum síðan hún var
tíu ára. Hlynur þjálfari tók strax eftir
góðri kasthendi og hvatti hana til að
stunda frjálsíþróttir til prufu. Allar götur
síðan hún var tólf ára, hefur hún verið
í fremstu röð jafnaldra sinna í öllum
kastgreinum innan frjálsíþrótta hér á
landi. Hún hefur verið valin af Frjáls-
íþróttasambandi Íslands í hóp afreks-
íþróttamanna í mörg ára. Það segir
okkur að hér er gríðarlega efnilegur
unglingur á ferð sem mun ná langt ef
hugur fylgir verki.
Helsti árangur 2016:
-Íslandsmeistari 16 til 17 ára innan-
og utanhúss í kúluvarpi, utanhúss
í spjót- og kringlukasti
-Unglingalandsmótsmeistari í öllum
þremur greinunum, þ.e. kúluvarpi,
spjót- og kringlukasti.
-Setti sex íslandsmet í beggja handa köstum, þ.e. kúluvarpi, kringlu- og spjótkasti,
í fjórum aldursflokkum (allir flokkar nema öldungaflokkur).
Erna Sóley Gunnarsdóttir frjálsíþróttir