Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 16
Badmintonmaður Aftureldingar 2016 Kristinn Breki Hauksson er 17 ára. Hann byrjaði að æfa badminton innan við 10 ára og hefur stundað íþróttina hjá Aftureld- ingu alla tíð. Afrek á árinu: -Íslandsmeistari í tvíliðaleik U17. -Hefur unnið til fjölda verðlauna á unglinga- og fullorðinsmótum, bæði í einliða- og tvíliðaleik. -Vann sig upp í A-flokk í fullorðins- flokkunum á árinu. Flokkaskipting á fullorðinsmótum skiptist í meistaraflokk, A og B flokk. Kristinn stundar æfingarnar af alúð, mætir ávallt og leggur sig allan fram. Hann tekur þátt í öllum mótum sem kost- ur er. Til að bæta enn meira við æfing- arnar þá hefur hann, auk þess að sækja æfingar hjá Aftureldingu, sótt æfingar hjá Badmintondeild Hafnarfjarðar. Kristinn Breki Hauksson badminton Íþróttamaður Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2016 Kristján Þór er 28 ára gamall kylfingur. Kristján hefur stundað golf hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar frá um 10 ára aldri. Kristján hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er einn allra besti kylfingur landsins. Kristján sigraði með yfirburðum á meistaramóti GM auk þess að sigra á lokamóti ársins á Eimskipsmótaröð- inni, Honda Classic mótinu. Þar setti Kristján nýtt vallarmet þar sem hann lék lokahringinn á 7 höggum undir pari. Þegar tvö mót eru búin af keppnistíma- bilinu 2016-2017 er Kristján Þór efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Kristján Þór Einarsson golf Íþróttamaður handknattleiks- deildar Aftureldingar 2016 Hann hefur æft og keppt í handbolta með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu frá því hann flutti frá Akureyri þegar hann var ungur drengur í 4. flokki. Árni Bragi er harðduglegur íþróttamaður, öflugur og þroskaður leikmaður og spilar stórt hlutverk í liði mfl. karla. Hann átti stóran þátt í frábærum árangri Aftureldingar í Olísdeildinni á síðasta tímabili. Árni Bragi er fjölhæfur og klókur leikmaður og getur spilað bæði sem hornamaður og í hægri skyttu. Hann er jafnframt einn fljótasti og besti hraðaupphlaupsmaður deildarinnar. Árni Bragi hefur allt til að bera sem góður íþróttamaður þarf að hafa að leiðarljósi til að ná góðum árangri. Hann sinnir æfingum af dugnaði og samviskusemi, er reglusamur og meðvitaður um andlega og líkamlega þætti sem skipta máli í þjálfun og keppni. Hann er metnaðarfullur og kappsamur við að ná markmiðum sínum. Árni Bragi Eyjólfsson handknattleikurKynninG Á ÍÞróttAfólKi sEM tilnEfnt Er KosninG fEr frAM Á www.Mos.is Úrslit vErðA tilKynnt fiMMtudAGinn 19. jAnÚAr Kosning fer fram á vef Mosfellsbæjar www.mos.is dagana 12. - 16. janúar. velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 19. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016. Efst í kjöri árið 2015

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.