Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 20
Ásgeir Sveinsson hóf störf ungur að árum hjá Heildverslun Halldórs Jónssonar en árið 2008 tók hann við framkvæmdastjórastöðu fyrirtækis- ins. Þarfir viðskiptavina eru ávallt hafðar í öndvegi og kappkostað er að veita framúr- skarandi þjónustu en fyrirtækið skiptist í þrjár deildir, snyrtivöru-, hárvöru- og verslunardeild. Ásgeir segir að rekstur fyrirtækisins sé svipaður því að þjálfa lið í hópíþrótt. Það þarf að vera með rétta liðið í höndunum, allir þurfa að vera vel þjálfaðir og þekkja sín hlutverk. Ásgeir er fæddur í Reykjavík 23. janúar 1967. Foreldrar hans eru þau Áróra Sjöfn Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sveinn Kjartansson framkvæmdastjóri. Áróra lést árið 1989. Ásgeir er miðjubarnið í systkinahópnum en hann á einnig fjögur hálfsystkini. „Ég er alinn upp í Breiðholti og í Vestur- bænum. Þegar ég var sjö ára þá skildu for- eldrar mínir og mamma flutti til Danmerk- ur til að fara í framhaldsnám. Við systkinin fluttum til móðurömmu okkar og afa og ól- umst upp hjá þeim þangað til við fluttum að heiman.“ Forréttindi að alast upp í Selvogi „Mínar helstu æskuminningar eru frá Hlíðarvatni í Selvogi. Föðurafi minn og amma áttu hús við vatnið og þar dvöldum við bræðurnir með þeim öll sumur. Við fórum í silungsveiði, fjallgöngur og önnur spennandi náttúruævintýri. Það voru algjör forréttindi að hafa feng- ið að alast upp í þessu umhverfi og læra til verka í þessari náttúruperlu sem Selvogur- inn er.“ Íslandsmeistarar upp alla flokka „Frá tíu ára aldri tóku íþróttirnar við og ég spilaði mest með Víkingi, fótboltinn á sumrin og handboltinn á vet- urna. Minn árgangur og árgangarnir í kring voru mjög sterkir í handbolta og við urðum Íslandsmeistarar upp alla yngri flokkana sem var mjög gaman. Afi og amma sem ég ólst upp hjá voru mjög virk í störfum hjá Víkingi og heimilis- lífið var litað af störfum þeirra fyrir félag- ið. Þau mættu á alla leiki þannig að mað- ur fékk mjög gott íþróttauppeldi og bjó við mikinn stuðning. Ég byrjaði ungur að þjálfa handbolta og tók allar þjálfaragráður sem í boði voru hér á landi í þeim fræðum. Ég starfaði sem þjálf- ari hjá Víkingi, Fram og Aftureldingu.“ Ætlaði að verða kennari Ásgeir gekk í Breiðagerðis- skóla og svo í Réttarholts- skóla. „Mér fannst alltaf gaman í skólanum og eignaðist góða vini sem ég held ennþá sambandi við. Ég tók þátt í öllu félagslífi, sérstaklega í Réttó, og var formaður nemendaráðs í tvö ár. Eftir Réttó fór ég í Fjölbraut í Ármúla á íþróttabraut. Ég ætlaði að verða íþrótta- kennari og fara í ÍKÍ á Laugarvatni. Eftir útskrift, sem var um áramót, sótti ég um á Laugarvatni og fékk inngöngu sem var mjög erfitt á þeim tíma. Þar sem skólinn átti ekki að byrja fyrr en um haustið þá ákvað ég að fara að vinna og sótti um starf hjá Heildverslun Halldórs Jónssonar. Planið var að vera þar þangað til að ég færi í námið. Ég ákvað svo að fresta því um eitt ár en sá frestur lengdist held- ur betur því ég er ekki farinn ennþá,“ segir Ásgeir og hlær. „Ég starfaði einnig í aukavinnu á íþrótta- deild Bylgjunnar í 10 ár við lýsingar á hand- og fótboltaleikjum.“ Fluttu til Noregs „Hjá Halldóri starfaði ég til ársins 1996 en þá ákvaðum við hjónin að flytja til Noregs en ég er giftur Helgu Sævarsdóttur hjúkrun- ar- og lýðheilsufræðingi. Sonur okkur Elvar var þá orðinn tveggja ára. Í Noregi fór ég í háskólanám í markaðsfræðum og stjórnun. Plön okkar breyttust vegna veikinda í fjöl- skyldu Helgu og við fluttum heim ári síðar og þá á Egilsstaði þar sem við bjuggum í rúmt ár en Helga er ættuð þaðan. Þetta ár starfaði ég hjá Landflutningum. Við Helga eignuðumst tvö börn til við- bótar, þau Ásu Maríu sem er fædd 1998, og Hilmar sem er fæddur 2000. Við keyptum okkur hús í Mosfellsbæ og Helga hóf störf á Heilsugæslunni. Heimilislíf okkar gengur mikið út á íþróttir, útivist og ferðalög bæði innanlands og utan.“ Tókum ekki þátt í góðærispartíinu „Eftir að við fluttum að austan hóf ég störf hjá Lystadún Markó sem var í eigu HJ og starfaði þar til 2001. Þaðan fór ég aftur til Halldórs og byrjaði sem deildarstjóri en tók svo við sem framkvæmdastjóri árið 2008, korteri í hrun. Þetta er 60 ára gamalt fyrirtæki og hjá okkur starfa 30 manns. Það var mikil áskor- un og lærdómur að taka við sem stjórnandi í innflutningsfyrirtæki á þessum tíma. Við áttum því láni að fagna að hafa ekki tekið þátt í góðærispartíinu og stóðum því styrkum fótum. Þetta reyndist okkur vel, við náðum að bæta við okkur merkjum og stækka fyrirtækið. Að reka svona fyrirtæki er eins og að þjálfa lið í hópíþrótt. Sterk liðsheild skiptir mestu máli. Það þarf að vera með rétta liðið í höndunum, allir þurfa að vera vel þjálfað- ir og þekkja sín hlutverk. Ég hef lagt mikla áherslu á þessa þætti sem stjórnandi.“ Liðið stefnir á að vinna titla á næstunni Handboltinn hjá Aftureldingu hefur skipað stóran sess í lífi Ásgeirs. Fyrst starf- aði hann sem þjálfari en undanfarin ár hef hann verið formaður meistaraflokksráðs. „Í kringum meistaraflokkinn starfar öfl- ugur hópur sjálfboðaliða sem hefur unnið faglega og með þolinmæði að markmiðum sínum varðandi liðið undanfarin ár. Okkar stefna er að byggja liðið upp á uppöldum Aftureldingarmönnum. Það hefur tekist og við stefnum að því að liðið vinni titla á næstu misserum. Við erum með mjög hæf- an þjálfara, Einar Andra Einarsson, sem er með öflugt teymi með sér sem tryggir fag- lega og góða þjálfun.“ Finnum fyrir miklum stuðningi Síðastliðið haust tók til starfa handbolta- akademía hjá FMos í samstarfi við Aftur- eldingu og er því óhætt að segja að það sé í gangi víðtækt, markvisst og öflugt starf í handboltabænum Mosfellsbæ. „Við finnum fyrir miklum stuðningi bæjarbúa sem hefur aukist að undanförnu vegna góðs árangurs sem okkar unga lið hefur náð. Stemningin á heimaleikjunum er mikil en við myndum gjarnan vilja sjá enn fleiri fjölskyldur á pöllunum. Ég get fullyrt að bestu áhorfendurnir í handboltanum á Íslandi eru í Mosó, stemn- ingin er alltaf að verða betri og betri sem er okkar markmið.“ Stærsta og flottasta þorrablótið Ég spyr Ásgeir hvað hann ætli að gera í tilefni tímamótanna en hann á 50 ára af- mæli í enda mánaðarins? „Planið er að halda afmælispartí en fyrst þarf ég að huga að enn stærra partíi sem er Þorrablót Aftur- eldingar, það verður haldið 21. janúar. Við Helga höfum starfað í þorrablóts- nefnd í nokkur ár með frábæru fólki. Í ár er 10 ára afmælisblót sem verður það stærsta og flottasta hingað til. Undanfarin tvö ár hefur verið uppselt og það stefnir í að það verði aftur í ár.“ - Mosfellingurinn Ásgeir Sveinsson20 Ásgeir og Helga á brúðkaupsdaginn 1. júlí 1995. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni. Það voru algjör forréttindi að hafa fengið að alast upp í þessu umhverfi og læra til verka í þessari náttúruperlu sem Selvogurinn er. Ásgeir Sveinsson framkvæmdastjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. og formaður meistara- flokksráðs karla í handbolta fullyrðir að bestu áhorfendur á Íslandi séu í Mosó Sterk liðsheild skiptir mestu máli HIN HLIÐIN Hvernig slakar þú best á? Í heita pottinum í Ásholtinu eftir góða útivist. Besta bíómynd allra tíma? Forrest Gump. Hvert er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var í viðskiptaferð í Frakklandi og stakk upp í mig myndar- legri wasabi-kúlu við kvöldverðarborðið sem ég hélt að væri guacamole. Gleymi ekki furðusvipnum á sessunautum mín- um, hitanum, sviðanum og tárunum sem fylgdu á eftir. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Uppi á Helgafelli á fallegum degi. Uppáhaldsverslun? Mér leiðist í búðum en útivistar- og íþróttaverslanir eru skástar. Þrjú orð sem lýsa þér best? Duglegur, þrjóskur, bjartsýnn. Hvað heillar þig í fari fólks? Frumkvæði, heiðarleiki og húmor. Hvaða matur freistar þín? Lamb með bernaise og nánast öll villibráð. hilmar, elvar og ása maría bræðurnir kjartan og ásgeir ásgeir og helga á hornströndum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.