Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 28
 - Aðsendar greinar28 Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06:30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 Þjónustuauglýsing í mosfellingi kr. 5.000 + vsk.* nafnspjaldastærð = 97 x 52 mm *Miðast við 5 birtingar eða fleiri - mosfellingur@mosfellingur.is Háholti 14 | Mosfellsbæ | s. 520 3200 www.artpro.is Þjónusta við mosfellinga a Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070 www.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA SAUMA.IS Viðgerðir og brey�ngar á öllum fatnaði ásamt gluggatjaldasaum. Opið: Mánudaga—Föstudags 13:00—17:00 Nethylur 2a, 2 hæð 110 Reykjavík Sími: 770 3997 - sauma@sauma.is Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra með þökk fyrir liðin. Fram undan er mikil og stór- brotin dagskrá á döfinni í samvinnu við Félagsstarfið og Elvu Björgu að Eir- hömrum. Við skulum gera allt sem við getum til að njóta þess sem í boði er. Þjóð- sagnanámskeið mun byrja þann 17. janúar n.k. ef næg þátttaka fæst. Enn eru örfá sæti laus. Skráið ykkur hjá famos@fa- mos.is sendið inn nafn, og símanúmer ásamt kennitölu. Við erum að byrja fjórðu önnina í Módel- smíðinni og þar er svo til fullbókað. Listmálun er að hefjast á nýjan leik. Síðan eru tréútskurður, bókband, glervinnsla og hugsanlega kennsla á spjaldtölvur ef næg þátttaka fæst ásamt að venju hannyrðum. Allar ýtarlegri upplýsingar fást hjá Félagsstarf- inu að Eirhömrum. Tekið verður í spil og spilað bingó ásamt félagsvist sem mun verða auglýst nánar. Eitt atriði fyrir aldraða og eldri borgara er að hafa eitthvað fyrir stafni og láta sér ekki leiðast. Í mínum síðasta pistli fyrir áramót setti ég fram spurninguna: „Erum við á réttri leið?“ Ýmis lög hafa síðan verið samþykkt á Alþingi. Þar á meðal Lög um breytingu á lögum um al- mannatryggingar. Ég vil því skoða málið betur. Þegar ég tók að mér formennsku í stjórn Fa- Mos, fyrir nærri þremur árum síðan, varð mér ljóst að ein besta kjarabót fyrir þá aldurshópa sem eru í félaginu og sem hætt hafa atvinnu- þátttöku, væri að knýja á um skatta- tilslakanir. Þegar á hólminn var komið var það deginum ljósara að nær útilok- að væri að óska eftir tilslökun og vægari skattlagningu á eldri borgara. Ein fyrsta ábendingin sem kom frá þingmanni úr kjördæminu var sú, að hendur alþingismanna væru svo bundnar við stjórnarskrá Íslands, sér- stakleg 65. gr. um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Nýlega samþykkt ofannefnd lög bera því miður með sér m.a. eftirtalin atriði sem spurn- ingar vakna um. 1. Enn er ekki búið að samhæfa lögin við eldri útgáfu laganna. Hvers vegna ekki? 2. Ef ákvæði um jafnrétti á að gilda, ættu ein- hleypingar að hafa sérstakar bætur vegna hús- næðis umfram gifta? Er verið að stuðla að auk- inni skilnaðartíðni? 3. Sagt er manna á milli að um 4.200 einstakl- ingar verði af svokölluðum grunnlífeyri sem var á bilinu 40-47.000 á mánuði, ef þeirra sparnað- ur og ráðdeild gefur þeim meira en 531.406 kr. á mánuði. Upphæðin kemur hvergi fram í lög- unum. Hvers vegna ekki? Er talan fengin fram með reiknilíkönum? Sumir segja að hér sé um eignaupptöku að ræða. En hver hefði trúað því á fráfarandi ríkisstjórn? 4. Líklegt er að sumir njóti einhverra lagfær- inga með þessum nýju lögum. Það er í góðu lagi. Bestu félagskveðjur. Harald S. Holsvik, formaður stjórnar FaMos. Kæru FaMos félagar Rauði krossinn í Mosfellsbæ óskar bæj- arbúum og landsmönnum öllum gleði- legs og farsæls nýs árs. Við viljum þakka kærlega þeim fjöl- mörgu sem hafa ljáð okkur hluta af því dýrmætasta sem við öll eigum, þ.e. tíma, við að skapa betra samfélag á starfssvæði okkar. Starfssvæði Rauða krossins í Mos- fellsbæ er nokkuð stórt og byggðin dreifð. Við störfum því ekki aðeins í Mosfellsbæ, heldur einnig á Kjalarnesi og í Kjósinni. Verkefnin eru fjölmörg og fjölbreytileg. Sum þeirra ná út fyrir starfssvæði deildarinnar, auk þess sem við tök- um þátt í ýmsum verkefnum á vegum RkÍ og alþjóða Rauða krossins. Einnig vinnum við að ýmsum verkefnum með öðrum Rauða-kross- deildum á höfuðborgarsvæðinu s.s. að neyðar- vörnum og málefnum hælisleitenda. Eftir að Útlendingastofnun tók Víðines á leigu má ætla að stór hluti hælisleitenda á Íslandi búi á starfssvæði deildarinnar, en fyrir var töluverð- ur fjöldi hælisleitenda í Arnarholti á Kjalarnesi. Við erum einnig þannig staðsett að stór hluti er- lendra ferðamanna fer í gegnum bæinn okkar á leið sinni um Gullna hringinn, uppsveitir Árnes- sýslu og Hringveginn til norðurs. Deildin hefur því tvisvar á síðasta ári og nú þegar einu sinni á þessu ári, þó nýhafið sé, þurft að opna Fjöldahjálparstöð fyrir erlenda ferða- menn sem hafa lent í hrakningum eða slysum. Það er því í mörg horn að líta. Deildin stóð fyrir nokkrum fjáröflunum á síðasta ári, þar sem aflað var tekna til verkefna deildarinnar. Tilgangurinn með þessum fjáröfl- unum var ekki síður sá að hitta íbúa svæðisins og eiga við þá samtal. Sem dæmi má nefna að deildin var með skottsölu á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“, auk þess sem ungir og upprenn- andi listamenn söfnuðu fyrir deildina með tón- leikum á hátíðinni. Nú stendur yfir rúðusköfusala, þar sem fólk getur stutt við starfið og eignast í leið- inni handhæga rúðusköfu í bílinn merkta Rauða krossinum og með áletr- uninni „Byggjum betra samfélag“ á nokkrum tungumálum. Hægt er kaupa rúðusköfuna á skrifstofu deildarinnar í Rauðakrosshúsinu að Þverholti 7, auk þess sem hún hefur verið seld á fjöl- fjörnum stöðum. Þeir fjármunir sem safnast hafa í þessum fjár- öflunum renna óskiptir til verkefna deildarinn- ar. Einnig er hægt að styrkja starfið með því að gerast félagsmaður í deildinni. Félagsgjaldinu er mjög í hóf stillt. Deildin er svo lánsöm að vera með þónokkurn fjölda félagsmanna, en félags- gjaldið rennur óskipt til deildarinnar að frádreg- inni innheimtuþóknun. Að gerast félagsmaður og greiða félagsgjaldið er því góð leið til að styðja við deildina hér í Mosfellsbæ með einni hóflegri greiðslu á ári. Vilji fólk styðja enn betur við starf RkÍ er hægt að gerast Mannvinur, en þeir greiða mánaðar- legt framlag. Það framlag rennur ekki beint til deildarinnar hér, heldur fer til ýmissa verkefna RKÍ. Um leið og Rauði krossinn í Mosfellsbæ þakk- ar kærlega fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið með beinum fjárstuðningi og í formi dýrmæts tíma sjálfboðaliða, þá viljum við einnig þakka fyrir allar ábendingarnar og hlý orð í okkar garð. Við hvetjum fólk áfram til að hafa samband og láta vita hvar þrengir að. Leita upplýsinga um starfið og taka þátt. Hér gildir að betur sjá augu en auga og margar hendur vinna létt verk. Það er einnig ómetanlegt fyrir okkur sjálfboða- liðana og verkefnastjóra að heyra að fólk kunni að meta það sem vel er gert og eftir því tekið sem við gerum til að byggja betra samfélag. Fyrir hönd Rauða krossins í Mosfellsbæ, Hilmar Bergmann, formaður stjórnar. Kæru bæjarbúar og nærsveitungar Næsta blað kemur út: 2. feb Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánu- daginn 30. janúar. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.