Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu gaman saman Söngur, spil og óvæntar uppákomur annan hvern fimmtudag í vetur. Byrjum 12. janúar með Ólafi Liljurós kl. 13:30 í borðsal Eirhamra. Léttum okkar lund og höfum gaman saman :) Síðan verður næsta Gaman saman 26. janúar. nÝtt! listmálunarnámskeið. Boðið verður upp á 8 skipta námskeið í málun með akríl/olíulitum. Námskeiðið er ætlað byrjendum, en líka þeim sem hafa málað eitthvað. Fólk mætir með sína striga, liti (olíu eða akríl) og pensla en trönur og litir til að bjarga sér eru á staðnum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 7. febrúar kl. 12.30-15.30. Leiðbeinandi er Hannes Valgeirsson kennari, mynd- listarmaður og málari. Verð 10.000 kr. Skráningar krafist. Allar upplýsingar eru í síma 586-8014. tréútskurður byrjar 11. jan kl. 19:00. Kennari er að vanda Stefán Erlingsson. Skráningar krafist. Félagsvist byrjar 20. jan kl. 13:00 n.k. Í borðsal Eirhamra. Verðlaun fyrir efstu sætin. Allir velkomnir. Bridge Er á miðvikudögum í allan vetur í borðsalnum, allir velkomnir. Kanasta verður áfram á sínum stað annan hvern fimmtudag og byrjar 19. jan kl. 13:00 í borðsalnum. Postulín Ransý kemur og verður með postulíns- kennslu í vetur á fimmtudögum. Áhuga- samir hafi samband við félagsstarfið í síma 586-8014. leshringur hittist fyrsta mánudag í mánuði á Eirhömrum kl. 10:30 Hreyfing vetur 2017 Almenn leikfimi með Karin sjúkraþjálfara byrjar á Eirhömrum kl. 10:45 og 11:15 alla fimmtudaga og fyrsti tími er 12. jan. VATNSLEIKFIMI byrjar 9. jan, kennt tvisvar í viku, á mán. og mið. kl. 11:15 í Lágafellslaug. Ringó verður að Varmá þriðjud. kl. 11:30 og fimmtudaga 12:00. Boccia verður að Varmá fimmtudaga kl.10:50. Dansleikfimi verður að Varmá miðvikudaga 15:45. Kennari er Brynja. módelsmíði Verður kennd tvisvar sinnum í viku á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00 í smíðastofu Hlaðhömrum 2. Allir vel- komnir. 586-8014 fyrir nánari upplýsingar. glerkennsla Verður áfram í umsjón Fríðu á föstu- dögum kl 10:00-14:00 og byrjar næsta námskeið 20. janúar. Skráningar krafist í síma 586-8014 eða 698-0090. leirnámskeið Byrjar 16. janúar, kennari verður Fríða og kennt verður á mánudögum kl. 10:00- 14:00. Skráningar krafist í síma 586-8014 eða 698-0090. ÞOrraKallagErÐ JARL OG JARA Í tilefni þorrans ætlum við í félagsstarfinu að bjóða upp á leiðsögn í gerð fígúra svipaðra og fyrir jólin en nú eru þau skötuhjú komin í ullarföt og sauðskinns- skó. Þeir sem vilja vera með mæti í hand- verksstofu þriðjudag eða miðvikudag 24. og 25. jan. Allt efni á staðnum. Skráning í síma 586-8014 eða 698-0090. Perluhópur Jónu hittist alla mánudaga og miðvikudaga kl. 13:00. Allir velkomnir að vera með. abstrakt útsaumur Alla miðvikudaga til og með 1. feb verðum við í abstrakt útsaumi í mynda- ramma. Gerum litlar myndir sem passa í rammana. Allt efni á staðnum og allir velkomnir að vera með. Minnum á að félagsstarfið er fyrir alla eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa, endilega komið og verið með. Selt er kaffi alla virka daga á Eirhömrum kl. 14:30. Hlökkum til að sjá ykkur. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraÐra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Annasamt ár hjá Kili á Kjalarnesi Árið 2016 var annasamt hjá Björg- unarsveitinni Kili en sveitin fór í 85 útköll á árinu. Inni í þeirri tölu eru ekki talin verkefni og útköll sem sveitin sinnti á Hálendisvaktinni í sumar en þar voru Kjalarmenn í rúmar tvær vikur, að Fjallabaki og á Sprengisandi. Útköll síðasta árs hafa verið jafn fjölbreitt eins og þau eru mörg og má þar nefna, umferðalokarnir vegna óveðurs, óveðursaðstoð, leit að hvalshræi, leit að týndu fólki, umferðarslys og bráð veikindi. Ásamt því að mæta í að meðaltali í 1,5 útköll í viku var þátttaka í ýmsum forvarnarverkefn- um, t.d. dreifing endurskinsmerkja til leik- og grunnskólabarna, átak gegn snjalltækjanotkun við akstur og fræðslufundur um slys og veikindi barna. Guðni Valur Guðnason, 21 árs kringlu- kastari, er Mosfellingur ársins 2016. Árið hjá honum var vægast sagt viðburðaríkt og toppurinn var að sjálfsögðu þátttaka hans á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðni Valur hefur tekið gríðarlegum framförum í greininni þau þrjú ár sem hann hefur stundað kringlukast af fullum krafti. Áður hafði Guðni æft aðrar greinar í frjálsum, golf, körfubolta og ýmsar íþróttir sem krakki. „Það skipti í rauninni ekki máli í hvaða grein maður var þegar maður var yngri en langskemmtilegasta mótið var Goggi Gal- vaski sem haldið var hérna í Mosó,“ segir Guðni Valur. sækir reynslu til besta kastara landsins Guðni Valur æfði með Aftureldingu á sínum yngri árum en keppir nú fyrir hönd ÍR undir dyggri handleiðslu Péturs Guð- mundssonar. Þar sækir Guðni Valur mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kast- ara sem Íslendingar hafa eignast Guðni Valur kastaði 60,45 m á Ólympíu- leikunum í sumar og lenti í 21. sæti af 35 þátttakendum. Þá gerði hann góða ferð til Finnlands á árinu þar sem hann landaði Norðurlandameistaratitli í flokki 23 ára og yngri. Hann vann einnig gull á Smáþjóða- leikunum sem fram fóru á Möltu. Ætlar sér stóra hluti á árinu Guðni Valur setur markið hátt á árinu og ætlar sér að komast á Heimsmeistaramótið í sumar og vinna Evrópumeistaramótið í sínum aldurshópi. Lágmarkið fyrir HM er 65 m en besti árangur Guðna er 63,5 m. „Ég á nóg inni og ætla mér stóra hluti.“ Þá er stefnan tekin á Smáþjóðaleika og fjölda annarra móta og keppnisferða á árinu. Guðni Valur var á dögunum útnefndur frjálsíþróttakarl ársins og hlaut einnig tit- ilinn íþróttakarl ÍR 2016. „Það er hrikalega skemmtilegt að bæta nafnbótinni Mosfell- ingur ársins við í safnið og mun ég bera titilinn stoltur,“ segir þessi framúrskarandi íþróttamaður sem vert verður að fylgjast með í náinni framtíð. Guðni Valur er Mosfellingur ársins • Keppti í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar Hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum ferli guðni valur tekur við viðurkenningunni úr höndum hilmars ritstjóra mosfellingsBæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið: 2005 Sigsteinn Pálsson 2006 Hjalti Úrsus Árnason 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson 2008 Albert Rútsson 2009 Embla Ágústsdóttir 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson 2011 Hanna Símonardóttir 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir 2013 Hljómsveitin Kaleo 2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir 2016 Guðni Valur Guðnason moSfEllInGuR ÁRSInS kastað í ríó Leikfélag Mosfellssveitar kynna ævintýrasöngleikinn eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson Leikstjórn: Agnes Wild Frumsýning 22. janúar 2017 Sýningar á sunnudögum kl. 14:00 í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Miðaverð: 2.500 kr. Miðapantanir í síma 566-7788 586 8080 selja... hafðu samband www.fastmos.is www.fastmos.is Sími: 586 8080 Mynd/RaggiÓla Mos- fell- ingur ársins 2016 Guðni valur er sá tólfti sem hlýtur nafnbótinahefur náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma goggi galvaski var skemmtilegasta mótið 6 Kringlukastarinn og Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason MOSFELLINGUR 1. tbl. 16. árg. fimmtudagur 1 2. janúar 2016 DReift fRít t inn á öll heiMili og fyRiRtæki í Mo sfellsbæ, á k jalaRnesi og í k jÓ s R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett @internet.is www.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabas tjónaskoðun ný skiptum um framrúður Mosfellingur á netinu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.