Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 19
Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2016
Dansíþróttafélaginu
Hvönn Kópavogi
Marta er fædd árið 1999, hún er
nemandi í Kvennaskólanum og æfir af
fullum krafti eða að meðaltali 20 tíma á
viku. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri
og reynsluminni dansara og er alltaf
tilbúin að aðstoða þá á allan hátt.
Hún er búin að æfa samkvæmisdans
frá því hún var 7 ára, þar af sl. 2 ár hjá
Dansíþróttafélaginu Hvönn. Hún hefur
sl. tvö ár í keppt í flokki fullorðinna.
Hún er í A – landsliði DSÍ og á þessu ári
hefur hún keppt fyrir Íslands hönd m.a.
á Evrópumóti á Ítalíu, heimsmeistara-
móti í latindönsum í Kína og nú síðast
á heimsmeistaramóti í 10 dönsum
í Austurríki þar sem hún náði þeim
frábæra árangri að vera í 8. sæti.
Árangur hér heima á árinu:
-RIG 2. sæti í latin og 3. í ballroom
-Íslandsmeistaramót í latin 3. sæti
Íslandsmeistarmót í ballroom 3. sæti
Bikarmeistaramót í ballroom 2. sæti
Bikarmeistaramót í latin 2. sæti
Marta Carrasco dans
Kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til
íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016, og afrekum þeirra á árinu.
Íþróttakona handknattleiks-
deildar Aftureldingar 2016
Þóra María Sigurjónsdóttir er aðeins 16
ára gömul. Hún byrjaði að æfa 12 ára og
hefur æft og hefur keppt í handknattleik
með Aftureldingu í aðeins fjögur ár.
Þóra María er hörkudugleg íþróttakona
og þroskaður leikmaður. Þrátt fyrir
ungan aldur hefur hún spilað síðustu
tvö ár með meistaraflokki kvenna. Hún
spilar stórt hlutverk sem leikstjórnandi
liðsins, er markahæst okkar leikmanna
á þessu tímabili og með markahæstu
leikmönnum 1. deildar kvenna.
Þóra María hefur allt til að bera til að
verða afreksíþróttamaður, er samvisku-
söm, vinnusöm, öguð og hefur mikinn
metnað. Þóra María hefur verið valin í
lokahóp unglingalandsliða síðustu þrjú
ár, keppt á alþjóðlegum mótum fyrir
Íslands hönd og staðið sig með sóma.
Hún vann VikingCup mótið með U15 ára
landsliðinu árið 2015 og æfir þessa stundina með U17 ára landsliði Íslands. Hún er
yngri iðkendum mikil fyrirmynd.
Þóra María Sigurjónsdóttir handknattleikur
Íþróttakona Golfklúbbs
Mosfellsbæjar 2016
Ólöf María Einarsdóttir er 17 ára
gömul. Ólöf María Einarsdóttir var valin
efnilegasti kvenkylfingur landsins á
Uppskeruhátíð GSÍ í lok sumars.
Ólöf sigraði á síðustu tveimur stiga-
mótum ársins á Íslandsbankamótaröð
unglinga ásamt því að vera lykilmaður
í bæði stúlkna- og kvennasveit GM á
Íslandsmóti golfklúbba. Stúlknasveit GM
varð Íslandsmeistarar golfklúbba með
glæsilegum sigri í Þorlákshöfn.
Ólöf María var valin í landslið stúlkna 18
ára og yngri sem keppti á Evrópumóti
stúlkna í sumar. Ólöf er frábær fyrirmynd
fyrir yngri iðkendur í GM og hefur staðið
sig afskaplega vel í að vera yngri stúlkum
GM innan handar.
Ólöf María Einarsdóttir golf
Blakkona Aftureldingar 2016
Thelma Dögg hefur æft blak með Aftur-
eldingu frá 7 ára aldri. Hún hefur verið
fastamanneskja í úrvalsdeildarliðinu
frá 15 ára aldri. Hún hefur spilað með
unglingalandsliðum Íslands frá 14 ára
aldri og síðustu 2 ár með A landsliðinu.
Thelma Dögg stundar íþrótt sína af
krafti og markmið hennar eru skýr.
Afrek á síðasta keppnistímabili:
- Valin besti leikmaður Mizunodeildar
kvenna og í lið ársins
- Stigahæsti leikmaður í sókn, uppgjöf
og samtals í Mizunodeild kvk
- Íslands- bikar- og deildarmeistari
- Besti leikmaður í bikarkeppninni
-1. sæti á fyrsta stigamóti í strandblaki
-Fyrsta sæti með A landsliði kvenna
í undanriðli í Lúxemborg sem tryggði
sæti á EM og HM
-Fullur skólastyrkur hjá San Jose State
University sem blakspilari.
-Valin MVP á fyrsta heimamóti ársins
-Valin „Student Athlete of the Month“ í ágúst af öllu íþróttafólki í San Jose State
University.
Thelma Dögg Grétarsdóttir blak
KoSninG
á www.MoS.iS
Íslandsmeistaramót í 10 dönsum 2. sæti