Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 17
Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2016
Íþróttamaður blakdeildar
Aftureldingar 2016
Eduardo Berenguer kom til félagsins
haustið 2015 og var mikill liðsstyrkur
fyrir uppbygginguna í karlaliði félagsins.
Hann kom með þekkingu og reynslu inn
í liðið sem hann er óspar á að miðla öðr-
um og yngri leikmönnum sérstaklega og
er hann þeim góð fyrirmynd í íþróttinni.
Eftir fyrri umferðina á síðustu leiktíð var
hann valin besti kantspilarinn á Íslandi.
Blakdeildin telur að Eduardo sé vel
að þessum titli kominn því í uppbygg-
ingunni skiptir fyrirmyndin miklu máli
ásamt reynslu og jákvæðni.
Eduardo Berenguer blak
Frjálsíþróttamaður
Aftureldingar
Guðmundur Ágúst Thoroddsen er 21
árs og er með fremstu spretthlaupurum
hér á landi síðasta ár. Hann er kominn
á þann aldur að öll keppni er hörð til að
ná landsliðssæti. Guðmundur hefur æft
hjá Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í um
fimm ár og er gríðarleg góð fyrirmynd
allra íþróttamanna.
Hann leggur mikið á sig til að ná settum
markmiðum og bæting um 10% úr
sekúndu er mikill sigur í einni sprett-
hlaupsvegalengd í einu keppnishlaupi.
Guðmundur á kost á því að fara sex
sinnum á æfingar í hverri viku og hver
æfing er stundum í þrjár klukkustundir.
Þessi íþróttamaður á mikið inni og með
miklum sjálfsaga mun hann ná langt.
Helsti árangur 2016:
Íslandsmeistari í flokki 20 til 22 ára á
Meistaramóti Íslands í ágúst sl. í 100,
200 og 400 m.
Guðmundur Ágúst Thoroddsen frjálsíþróttir
Kynning á íþróttakörlum sem tilnefndir eru vegna kjörs til
íþróttakarls Mosfellsbæjar 2016, og afrekum þeirra á árinu.
Hestaíþróttamaður Harðar 2016
Reynir Örn er framúrskarandi afreks-
maður í hestaíþróttinni. Hann hefur
verið valinn hestaíþróttamaður Harðar
níu sinnum og var valinn íþróttamaður
Mosfellsbæjar árið 2015. Hann er alinn
upp í Herði og hefur aðeins keppt sem
Harðarmaður. Hann hefur oft keppt
fyrir Ísland erlendis og var árið 2016
engin undantekning. Reynir varð í öðru
sæti í fimmgangi á Norðurlandamóti
í Noregi. Hann varð Íslandsmeistari í
samanlöguðum fimmgangsgreinum á
Íslandsmótinu í sumar.
Reynir er mjög góð fyrirmynd yngri
kynslóða í Herði. Hann keppti á öllum
mótum sem Hörður hélt, ásamt því að
keppa á öllum stórmótum sem haldin
voru á Íslandi og var nánast alltaf í
úrslitum. Reynir Örn er á heimslista
FEIF Worldranking 2016 sem eru
heimssamtök Íslandshesta, hann er þar
í 5.sæti í slaktaumatölt T2 - 6. sæti í
samanlögðum fimmgangsgreinum. Hestamannafélagið Hörður er mjög hreykið af
því að hafa svo frábæran afreksmann innan sinna raða.
Reynir Örn Pálmason hestaíþróttir
Knattspyrnumaður
Aftureldingar 2016
Wentzel Steinarr Ragnarsson
Kamban lék alla 22 leiki Aftureldingar
í sumar og skoraði í þeim 11 mörk og
var markahæsti leikmaður liðsins.
Wentzel Steinarr lagði sömuleiðis upp
annað eins af mörkum, bæði úr opnum
leik og með frábærum spyrnum úr
föstum leikatriðum. Það má því segja
að Wentzel Steinarr hafi verið afar
mikilvægur hlekkur í liði Aftureldingar
sem var hársbreidd frá því að tryggja
sér sæti í Inkasso deildinni að ári.
Wentzel var annað árið í röð fyrirliði
liðsins og hefur vaxið mikið í því
hlutverki. Wentzel sýndi mikla leiðtoga-
hæfni i sumar, innan vallar sem utan,
og var fyrirmynd fyrir yngri leikmenn
liðsins.
Wentzel var kjörinn leikmaður ársins á
lokahófi Aftureldingar og hlaut yfirburða kosningu.
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban knattspyrna
KoSninG
Á WWW.MoS.iS