Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 12.01.2017, Blaðsíða 30
 - Gaui og Völvan30 Köngulóar- vefurinn Ég var að koma heim úr ferðalagi. Fór á staði sem ég hef ekki komið á áður og á staði sem ég hef áður heimsótt. Þetta var frábært ferðalag. Ég lærði margt nýtt og naut þess í botn að vera með mínum nánustu. Það hafði líka mikil áhrif á mig í ferðalaginu að fylgjast með því hvað við mannfólkið erum orðnir miklir netfíklar. Ríkir, fátækir, börn, ungl- ingar, fullorðnir. Hvert sem maður kemur í dag er síminn í aðalhlutverki. Alls staðar og alltaf er fólk í símanum. Wifi er töfraorð ferðalangsins í dag. Við verðum að vera tengd, alltaf. Símarnir eru frábærir á margan hátt. Við getum tekið myndir á þá, skapað góðar minningar. Notað þá í mikil- væg og gefandi samskipti. Við getum geymt og náð í mikilvægar ferða- upplýsingar í þeim. En við notum þá miklu meira til að deyfa okkur. Ég gægðist yfir öxlina á mörgum af þeim sem voru í símanum, langaði að sjá hvað þeir væru að stússast. Langflestir voru á Facebook, að rúlla í gegnum statusa. Augnaráðið tómt. Fólk að passa sig að missa ekki af einhverju. Í stað þess að horfa í kringum sig, upplifa það sem virki- lega var að gerast, tala beint við þá sem voru með þeim. Á staðnum. Ég er núna að loka Facebookinu mínu og hætta að nota fleiri netmiðla. Ætla að nota minn tíma í staðinn í hluti sem virkilega gefa mér orku. Íþróttir, útivist, lesa bækur. En þetta er ekki einfalt. Maður er eins og fluga í köngulóarvef, Facebook heldur utan um marga þræði í lífi manns með alla sína hópa og tengingar. Kallar sterkt á mann. Eins og eiturlyf á fíkil. Aðal- áskorunin er að halda í fólkið sem maður vill vera í samskiptum við án þess að þurfa að fara í gegnum Mark Zuckerberg og félaga. Það mun takast! Heilsumolar gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 Blaðamaður Mosfellings mælti sér mót við völvuna sem hafði eitt og annað að segja um árið 2017. Það fyrsta sem völv- an nefnir er hve bjart sé yfir Mosfells- bæ og jákvæð og kraftmikil orka þó að Mosfellingar fari þó ekki í gegnum árið áfallalaust. Eitt og annað sem völvan spáði fyrir árið 2016 rættist þótt annað eigi eftir að koma fram. Völvan vill taka fram áður en hún byrjar að allar völvuspár einkennist bæði af því góð og því slæma, og að hver og einn túlki það eins og hann vilji. Hún segir jafnframt að spáin sé til gamans gerð þó að heilmikið sé að marka hana. Völvan sér loks líf færast í gamla Kaupfélagshúsið en starfsemin hugnast þó ekki öllum. Nýtt fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu mun hefja rekstur í Mosfellbæ á árinu. Fyrirtækið mun koma með nýjar áherslur sem ekki hafa áður þekkst. Nokkurra milljóna króna lottómiði mun seljast í Kjarnagrilli með vorinu. Lögreglan mun þurfa að hafa afskipti af ólöglegu leiguhúsnæði á iðnaðar- svæði í kringum Mosfellsbæ. Mikið öngþveiti myndast við forsölu á Þorrablót Aftureldingar, einhverjir þurfa að sætta sig við að fá ekki miða og verða að reyna aftur að ári. Völvan sér stóran samning bæjaryfir- valda við enn eitt sjúkrahúsið. Ekkert verður þó af áformunum frekar en áður. Breytingar verða á Útsvars-liði Mosfellsbæjar. Engin leiðindi fylgja í kjölfarið og mun liðið ná lengra en oft áður. Völvan sér einhverjar breytingar við Blikastaðalandið sem mun fara misvel í bæjarbúa. Það verður mikil fólksfjölgun í Mosfellsbæ á árinu og munu margir landsþekktir einstaklingar keppast við að kaupa eignir í bænum. Völvan sér einhver vandamál í sambandi við undirheimana sem tengjast inn í bæjarfélagið, jafnvel erlenda klíkustarfsemi. Nýtt Brúneggjamál mun koma upp en völvan sér ekki hvaða atvinnu- grein tengist málinu. Ný starfsemi, sem mun ganga vel, kemur í gamla skátaheimilið við Varmá. Nýja slökkvistöðin við Skarhólabraut á eftir að sanna gildi sitt svo um munar. Völvan sér fyrir sér opinbera forsetaheimsókn Guðna Th. í Mosfellsbæinn á árinu. Kirkjumál verða áberandi á árinu og ekki er enn fyrirséð hvar ný kirkja mun rísa. Völvan skynjar að mikið verðstríð verði milli apóteka í bænum, sem mun fara úr böndunum. Nýtt kaffi- eða veitingahús mun opna í Álafosskvosinni á árinu. Það mun verða bæði vinsælt og farsælt. Frægðarsól mosfellsku hljómsveitar- innar Kaleo mun halda áfram að rísa á árinu þrátt fyrir einhverjar breytingar. Völvan sér mikla aukningu í gistirýmum fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ en sér ekki alveg hvort um er að ræða hótel, gistihús eða aukið framboð af íbúðum á airbnb. Völvan sér bikar og rauðar treyjur en er ekki klár á hvaða íþrótt um ræðir. Ný bygging við golfvöllinn mun verða mikið í umræðunni og ekki sér fyrir endann á þeim framkvæmdum. Kennarar í Mosfellsbæ verða mikið í fjölmiðlum vegna einhvers máls sem kemur upp. Völvan sér mikla og langvarandi hátíð í kringum 30 ára afmæli Mosfellsbæjar. Mosfellsk bruggverksmiðja mun ryðja sér til rúms. Eurovision-ævintýri Mosfellinga er lokið. Völvan sér ekki neinn úr bæjarfélaginu ná árangri á þeim vettvangi í nánustu framtíð. Völvan sér fyrir sér harðan árekstur. Björgólfur Thor mun eignast hlut í fyrirtæki í Mosó sem mun blómstra í kjölfarið. VölVa Mosfellings 2017 völvan sér ýmislegt gerast á árinu M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.