Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 46
46 MATUR 26. október 2018
A
llur okkar matur er svo
sterkur að það er nánast
ekki hægt að éta hann. Þetta
er hálfgerð pungakeppni
þar sem við keppumst við að reyna
að halda andlitinu. Þetta er mjög
skemmtilegt,“ segir Egilsstaðabúinn
Guðmundur Bj. Hafþórsson. Hann
er einn af átta karlmönnum sem
skipa sérstakan chilimatarklúbb
austur á fjörðum. Eins og nafnið
gefur til kynna er chilipipar heilag-
ur kaleikur klúbbsins.
„Fyrst þegar við stofnuðum
klúbbinn keyptum við fullt af fersk-
um chilipipar, til dæmis habanero
og jafnvel sterkari pipar en það.
Þetta átti að vera þrepaskipt smökk-
un þar sem fyrst yrði smakkaður
daufur chili, svo aðeins sterkari og
loks mjög sterkur. Nema ég greip
óvart sterkasta í þrepi tvö og hélt að
ég myndi drepast. Þá rauk ég beint í
mjólkina. Hún er alltaf til þegar við
hittumst,“ segir Guðmundur, oftast
kallaður Gummó.
Engin kona sótt um inngöngu
Í klúbbnum eru tveir Norðfirðingar,
einn Húsvíkingur og fimm Egils-
staðabúar. Klúbburinn var stofn-
aður í fyrra og var það í raun ástin á
chili sem sameinaði þessa átta karl-
menn.
„Ég hafði mikla ást á chili og hitti
annan í vinnunni sem deildi þessari
ást. Síðan bættust samstarfsfélagar
Bjarna yfirkokks við. Þetta er samt
alls ekki lokaður klúbbur og góð-
ir vinir eru hjartanlega velkomnir,“
segir Gummó, en kvenmenn hafa
ekki sýnt því áhuga að ganga í hóp-
inn enn sem komið er.
„Það hefur engin kona viljað
taka þátt. Þær eru eitthvað smeykar
við þetta. Það eru fáar konur sem
ég þekki sem þola mikið af chili. Ég
veit ekki af hverju það er. Ég man
allavega ekki eftir neinni sem ég hef
hitt sem hefur þolað mikið magn af
chilipipar.“
Hráefni sótt suður
Gummó segir mikinn undirbúning
fylgja hverju matarboði klúbbsins
og því þurfi að festa niður dagsetn-
ingar með góðum fyrirvara.
„Við getum bara keypt rauðan
og grænan chili hér fyrir austan
þannig að við þurfum að leita suð-
ur eftir hráefni. Við þurfum því að
plana þetta vel og getum ekki tek-
ið skyndiákvörðun á fimmtudegi
um að halda matarklúbb á laugar-
degi,“ segir Gummó. „Dagurinn
er mjög skemmtilegur. Við hittu-
mst snemma og spjöllum og erum
búnir að undirbúa daginn með
margra vikna fyrirvara. Við nýtum
undirbúningstímabilið í að viða að
okkur hráefni sem þarf í matinn.
Síðan hittumst við og fáum okk-
ur kaldan bjór í rólegheitum – einn
Porter, Stout eða IPA – góðgæti, sko.
Svo byrjum við að elda. Sumir eru
með ástríðu fyrir eldamennsku og
sumir með ástríðu fyrir chili,“ seg-
ir Gummó og bætir við að hann
undirbúi sig vel fyrir matarboðin.
„Ég byrja í ferli um tveimur vik-
um fyrir matarboðið að gera allan
matinn minn sterkari. Maður stekk-
ur ekki bara til daginn fyrir og gúffar
í sig chili,“ segir hann og hlær.
Drap nánast hálft liðið
Matarklúbburinn hittist í
heimahúsum og skiptast með-
limirnir á að vera gestgjafar. Átt-
menningarnir leggja kapp á að elda
bragðgóðan mat en ekki aðeins
ganga fram af hver öðrum í sterk-
leika. En auðvitað verður maturinn
gríðarlega sterkur, enda strákarnir
orðnir ýmsu vanir.
„Þetta er alltaf eins og spark í
kjaftinn á manni,“ segir Gummó og
hlær. „Ég býst við að aðeins um hálft
prósent landsmanna geti borðað
þennan mat. Eins og gefur að skilja
þegar svona matur er gerður verð-
ur asískur matur oft fyrir valinu. Ég
man mjög vel eftir því þegar einn
okkar gerði mjög sterkan Vinda-
loo-kjúkling sem drap nánast hálft
liðið,“ segir Gummó.
Mikil og góð hreinsun
Gummó segir þessi matarboð ávallt
skilja eftir sig ljúfar minningar – og
að salernið sé í mikilli notkun þessi
kvöld.
„Við fáum styrk frá hver öðrum.
Það er hamingja og gleði í þessu.
Við tökum góðan tíma í þetta allt
og höfum alltaf nóg af klósettpapp-
ír á heimilinu. Það getur alltaf kom-
ið upp eitthvert ástand,“ segir Gum-
mó. „Og papprírinn verður að vera
þriggja laga – allt annað er vont,
sjáðu til.“
Klúbburinn hélt síðasta matar-
boð laugardagskvöldið 20. október
og var ýmislegt á boðstólum,
eins og meðfylgjandi myndir
sýna. Meðal þess sem var borið
fram var rótsterk fiskisúpa, Spice
Girls-kjúklingavængir og nauta-
leggur á beini. Gummó segir
kvöldið hafa tekist með eindæm-
um vel.
„Þetta var í einu orði sagt geggj-
að. Og mikil og góð hreinsun.“ n
Jóhann keyrði aftan á bíl og
tognaði á hálsi.
Hann fékk 3,7 m.kr. í bætur.
Lifðu lífinu - Við sækjum bæturnar.
n Átta karlmenn mynda chilimatarklúbb austur á fjörðum
n Þegar þeir hittast er nóg til af klósettpappír á heimilinu
„Þetta er alltaf eins og
spark í kjaftinn á manni“
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is „Ég býst við að að-
eins um hálft pró-
sent landsmanna geti
borðað þennan mat.