Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Side 56
56 26. október 2018 Tímavélin Á sjötta og sjöunda áratug síð­ ustu aldar fór fram harð­ vítug forræðisdeila á milli Steingríms Hermanns­ sonar, síðar forsætisráðherra, og bandarískrar sundfimleikakonu. Þau áttu saman þrjú börn sem oft lentu harkalega á milli í deilunum og hasarinn var mikill þegar þau reyndu að komast úr landi. Skiln­ aðurinn var stórt fréttamál í Banda­ ríkjunum en ekki var ritaður stafkrókur um það í íslenskum dag­ blöðum. Stormasamt samband Steingrímur kynntist Söru Jane Donovan, sem hann kallaði Dollý, þegar hann var í verkfræðinámi í Bandaríkjunum á seinni hluta fimmta áratugarins. Þau giftust árið 1951 og eignuðust þrjú börn á næstu árum; Jón Bryan, Ellen Her­ dísi og Neil. Á sjötta áratugnum bjuggu þau í Kaliforníu og á Íslandi. Steingrímur fékkst þá við ýmis verk­ fræðistörf og Dollý kenndi sund­ ballett og sundfimleika. Samband þeirra var stormasamt og rifrildi tíð og heiftúðleg. Árið 1957 fluttu þau frá Bandaríkjunum, eignuðust sitt þriðja barn, byggðu hús við Laugarásveg og Steingrím­ ur tók við stöðu framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs. Faðir Steingríms, Hermann Jónasson, var þá aftur orðinn forsætisráðherra Íslands. Þetta sama ár sauð upp úr hjá Stein­ grími og Dollý. Stöðvaði flótta í tvígang Undir lok ársins var meðgöngu Dollý að ljúka og vildi hún fara út til fjölskyldu sinnar í Chicago til að fæða og ætlaði að taka börn­ in tvö með sér í ferðina. Samband þeirra var þá orðið svo slæmt að Steingrímur svaf yfirleitt á skrif­ stofunni. Þegar hún sagði hon­ um þetta brást hann illa við því að hann grunaði að Dollý og börnin myndu ekki snúa aftur til baka. Kvöld eitt hringdi síminn á skrifstofunni þar sem Steingrím­ ur var sofandi. Þegar hann svar­ aði var vinur hans á línunni sem sagði að Dollý væri á leið út á flug­ stöð Loftleiða með börnin. Stein­ grímur rauk af stað og var kominn um svipað leyti og hún. Í ævisögu Steingríms, sem Dagur B. Eggerts­ son ritaði, segir: „Börnin voru með í för, berfætt og illa klædd. Fjöldi fólks sá mig taka börnin og bera þau út í bílinn minn.“ Dollý reyndi aftur að komast úr landi með börnin skömmu síðar og pantaði miða hjá Loftleiðum. Steingrímur ræddi þá við forsvars­ menn félagsins og stöðvaði flótt­ ann. Þann 16. desember fæddi hún dreng á Landspítalanum. Kynntist annarri konu Fyrstu mánuðirnir eftir fæðinguna voru rólegir á heimilinu og í byrj­ un febrúar fór Steingrímur til New York vegna vinnu. Þremur dögum síðar fékk hann símhringingu frá flugvellinum í New York og var Dollý á línunni, með öll börnin með sér. Hún hafði undirbúið flóttann vel en ekki sagt neinum frá honum nema vinafólki sínu í Bandaríkjunum. Steingrímur skipaði henni að snúa rakleitt aft­ ur til Íslands en hún neitaði því. Hélt hún þá beint heim til fjöl­ skyldu sinnar í Chicago og Stein­ grímur elti. Þegar þangað kom reyndi hann að fá hana aftur með sér heim til Íslands en hún neitaði. Eftir næstum þrjár vik­ ur gafst Steingrímur upp og sneri aftur til Íslands. Skilnaður virtist óumflýjan legur en Steingrímur var mjög gramur að sjá ekki börn­ in. Hann kynntist einnig annarri konu, Guðlaugu Eddu Guð­ mundsdóttur. Hann skrifaði því til Dollýjar og bað um að skilnaður­ inn yrði kláraður í ágúst 1958. Dollý snýr aftur Þann 25. september árið 1958 fékk Steingrímur símskeyti frá Dollý þar sem hún sagðist vera á leiðinni til Íslands. Þegar Stein­ grímur bar upp skilnað tók hún því illa og því var ástandið á heim­ ilinu spennuþrungið. Steingrímur vildi hefja líf með Eddu en hann vildi ekki missa börnin sem voru þá allt í einu komin til hans á ný. Í október skrifaði hann bréf til hennar áður en hann fór til Parísar í viðskiptaferð. Í því stóð: „Ég treysti þér ekki lengur og tilhugsunin um að búa með þér og vera þér eiginmaður finnst mér mjög fráhrindandi. Með það í huga bið ég þig að átta þig á því að ég gæti aldrei gert þig hamingju­ sama hér á Íslandi. Ég gæti hvorki uppfyllt þrár þínar né verið þér trúr.“ Með bréfinu fylgdu skilnaðar­ sáttmálar og segir Steingrímur að hún hafi lagt fram falsaða útgáfu af bréfinu í forræðisdeilunni sem fór í hönd. Í því bréfi myndi Stein­ grímur afsala sér forræði allra barnanna og veita Dollý meðlag, lífeyri, hús í Bandaríkjunum og hluta í heimili þeirra við Laugar­ ásveginn. Þegar Steingrímur sneri heim sagði hann Dollý frá Eddu. Þau bjuggu í sama húsi næstu mánuðina en lá við stríðsástandi. Þau rifust, sváfu hvort á sínum staðnum og leituðu til prests. Allan þennan tíma hélt Steingrím­ ur áfram að hitta Eddu og að lok­ um flutti hann út af heimilinu. Handalögmál og lögregluheimsóknir Um miðjan febrúar árið 1959 var skilnaðurinn dómfestur í Borgar­ dómi Reykjavíkur. Bæði gerðu þau kröfu um fullt forræði. Á meðan málið var í meðferð kom Stein­ grímur oft á Laugarásveginn og þá urðu árekstrar, líkamlegir og þurfti lögreglan að hafa afskipti af. Í eitt skiptið var lögreglan kölluð að Laugarásveginum og sagði Dollý að Steingrímur hefði reynt að keyra á sig. „Kærði mig í raun fyrir morðtilraun,“ seg­ ir í ævisögunni. „Lýsir það vel því óefni sem öll okkar samskipti voru komin í og sjálfsagt áttum við þar bæði sök.“ Í annað skipti fór Steingrímur með eldri soninn til að byggja laxastiga. Þá kom til áfloga milli þeirra og Steingrímur kippti sím­ anum úr sambandi þegar Dollý ætlaði að hringja á lögregluna. Þegar hann fór með drenginn út í bíl og ætlaði að keyra af stað kom hún út á náttfötunum og reyndi að stöðva bílinn. Þegar það tókst ekki fór hún til nágrannans og tilkynnti málið til lögreglu. Var Steingrímur yfirheyrður í kjölfarið en engir eft­ irmálar urðu. Málið endaði fyrir Barna­ Gamla auglýsingin Vísir 14. apríl 1925 TÍMAVÉLIN EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is ÍSLENDINGUR Á TÍRÆÐISALDRI FLÚÐI AF SKOSKUM FLUGVELLI n Of gamall til að vera einn M iðvikudaginn 6. júlí árið 1949 var auglýst eftir 94 ára gömlum íslenskum manni, Lárusi Jóhanns­ syni, í breskum dagblöðum. Hann hafði komið með flugvél frá Íslandi til Prestwick í Skotlandi og verið neitað um landvistarleyfi. Ástæð­ an var sú að hann væri of gamall og enginn til að sjá um hann í Bret­ landi. Lárus lét það hins vegar eins og vind um eyru þjóta og stakk af. Flúði af vellinum Hafnfirðingurinn Lárus hafði starf­ að sem predikari og trúboði og því ferðast víða um heim. Hann bjó hjá fólki við Austurgötu en lét það ekki vita að hann væri á leiðinni til útlanda, en það gerði hann reynd­ ar sjaldnast. Mánudagsmorgun­ inn 4. júlí keypti hann sér farseðil til Skotlands hjá Flugfélagi Íslands og flaug út degi seinna. Ætlaði hann að vera í landinu í tvær vikur. Þegar hann lenti með Gullfaxa á Prestwick­flugvelli vildi útlendinga­ eftirlitið þar ekki hleypa honum inn í landið. Hann væri 94 ára gamall og gæti ekki nefnt neina aðstandendur í Bretlandi sem myndu sjá um hann meðan á dvöl hans stæði. Hann lét þó ekki segjast og náði að flýja af flugvellinum. Þegar vinir Lárusar voru spurð­ ir hvort þeir óttuðust um hann neit­ uðu þeir því. Þeir sögðu að Lárus væri vel ern þó hálftíræður væri. Einnig ætti hann marga félaga í Skotlandi sem hann gæti leitað til enda tvisvar ferðast til landsins á árunum eftir stríð. Aldrei séð svo gamlan mann Flóttinn stóð ekki lengi yfir. Dag­ blöðin auglýstu eftir honum á mið­ vikudeginum og þá um kvöldið hafði lögreglan í Edinborg uppi á honum. Hafði þá leit staðið yfir í 18 klukkutíma. Eftir flóttann hafði hann farið til vina sinna í Glasgow og gist þar eina nótt. Var samstund­ is farið með hann á Prestwick og var hann settur um borð í fyrstu vél aft­ ur heim til Íslands. Hafði lögreglan í Skotlandi þá verið í sambandi við íslenska lækna sem ráðlögðu hon­ um að snúa aftur heim. „Þetta gerir ekkert til. Ísland er besta landið og hér er best að vera,“ MÁLIÐ SEM EKKI MÁTTI TALA UM n Heiftúðlegt skilnaðarmál og forsjárdeila Steingríms Hermannssonar n Flótti á flugvöllum„Fjöldi fólks sá mig taka börnin og bera þau út í bílinn minn“ Steingrímur Hermannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.