Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Blaðsíða 56
56 26. október 2018
Tímavélin
Á
sjötta og sjöunda áratug síð
ustu aldar fór fram harð
vítug forræðisdeila á milli
Steingríms Hermanns
sonar, síðar forsætisráðherra, og
bandarískrar sundfimleikakonu.
Þau áttu saman þrjú börn sem oft
lentu harkalega á milli í deilunum
og hasarinn var mikill þegar þau
reyndu að komast úr landi. Skiln
aðurinn var stórt fréttamál í Banda
ríkjunum en ekki var ritaður
stafkrókur um það í íslenskum dag
blöðum.
Stormasamt samband
Steingrímur kynntist Söru Jane
Donovan, sem hann kallaði Dollý,
þegar hann var í verkfræðinámi
í Bandaríkjunum á seinni hluta
fimmta áratugarins. Þau giftust
árið 1951 og eignuðust þrjú börn á
næstu árum; Jón Bryan, Ellen Her
dísi og Neil. Á sjötta áratugnum
bjuggu þau í Kaliforníu og á Íslandi.
Steingrímur fékkst þá við ýmis verk
fræðistörf og Dollý kenndi sund
ballett og sundfimleika.
Samband þeirra var stormasamt
og rifrildi tíð og heiftúðleg. Árið
1957 fluttu þau frá Bandaríkjunum,
eignuðust sitt þriðja barn, byggðu
hús við Laugarásveg og Steingrím
ur tók við stöðu framkvæmdastjóra
Rannsóknarráðs. Faðir Steingríms,
Hermann Jónasson, var þá aftur
orðinn forsætisráðherra Íslands.
Þetta sama ár sauð upp úr hjá Stein
grími og Dollý.
Stöðvaði flótta í tvígang
Undir lok ársins var meðgöngu
Dollý að ljúka og vildi hún fara út
til fjölskyldu sinnar í Chicago til
að fæða og ætlaði að taka börn
in tvö með sér í ferðina. Samband
þeirra var þá orðið svo slæmt að
Steingrímur svaf yfirleitt á skrif
stofunni. Þegar hún sagði hon
um þetta brást hann illa við því að
hann grunaði að Dollý og börnin
myndu ekki snúa aftur til baka.
Kvöld eitt hringdi síminn á
skrifstofunni þar sem Steingrím
ur var sofandi. Þegar hann svar
aði var vinur hans á línunni sem
sagði að Dollý væri á leið út á flug
stöð Loftleiða með börnin. Stein
grímur rauk af stað og var kominn
um svipað leyti og hún. Í ævisögu
Steingríms, sem Dagur B. Eggerts
son ritaði, segir:
„Börnin voru með í för, berfætt
og illa klædd. Fjöldi fólks sá mig
taka börnin og bera þau út í bílinn
minn.“
Dollý reyndi aftur að komast úr
landi með börnin skömmu síðar
og pantaði miða hjá Loftleiðum.
Steingrímur ræddi þá við forsvars
menn félagsins og stöðvaði flótt
ann. Þann 16. desember fæddi
hún dreng á Landspítalanum.
Kynntist annarri konu
Fyrstu mánuðirnir eftir fæðinguna
voru rólegir á heimilinu og í byrj
un febrúar fór Steingrímur til New
York vegna vinnu. Þremur dögum
síðar fékk hann símhringingu frá
flugvellinum í New York og var
Dollý á línunni, með öll börnin
með sér. Hún hafði undirbúið
flóttann vel en ekki sagt neinum
frá honum nema vinafólki sínu
í Bandaríkjunum. Steingrímur
skipaði henni að snúa rakleitt aft
ur til Íslands en hún neitaði því.
Hélt hún þá beint heim til fjöl
skyldu sinnar í Chicago og Stein
grímur elti. Þegar þangað kom
reyndi hann að fá hana aftur
með sér heim til Íslands en hún
neitaði. Eftir næstum þrjár vik
ur gafst Steingrímur upp og sneri
aftur til Íslands. Skilnaður virtist
óumflýjan legur en Steingrímur
var mjög gramur að sjá ekki börn
in. Hann kynntist einnig annarri
konu, Guðlaugu Eddu Guð
mundsdóttur. Hann skrifaði því til
Dollýjar og bað um að skilnaður
inn yrði kláraður í ágúst 1958.
Dollý snýr aftur
Þann 25. september árið 1958
fékk Steingrímur símskeyti frá
Dollý þar sem hún sagðist vera á
leiðinni til Íslands. Þegar Stein
grímur bar upp skilnað tók hún
því illa og því var ástandið á heim
ilinu spennuþrungið. Steingrímur
vildi hefja líf með Eddu en hann
vildi ekki missa börnin sem voru
þá allt í einu komin til hans á ný.
Í október skrifaði hann bréf til
hennar áður en hann fór til Parísar
í viðskiptaferð. Í því stóð:
„Ég treysti þér ekki lengur og
tilhugsunin um að búa með þér
og vera þér eiginmaður finnst
mér mjög fráhrindandi. Með það í
huga bið ég þig að átta þig á því að
ég gæti aldrei gert þig hamingju
sama hér á Íslandi. Ég gæti hvorki
uppfyllt þrár þínar né verið þér
trúr.“
Með bréfinu fylgdu skilnaðar
sáttmálar og segir Steingrímur að
hún hafi lagt fram falsaða útgáfu
af bréfinu í forræðisdeilunni sem
fór í hönd. Í því bréfi myndi Stein
grímur afsala sér forræði allra
barnanna og veita Dollý meðlag,
lífeyri, hús í Bandaríkjunum og
hluta í heimili þeirra við Laugar
ásveginn.
Þegar Steingrímur sneri
heim sagði hann Dollý frá Eddu.
Þau bjuggu í sama húsi næstu
mánuðina en lá við stríðsástandi.
Þau rifust, sváfu hvort á sínum
staðnum og leituðu til prests.
Allan þennan tíma hélt Steingrím
ur áfram að hitta Eddu og að lok
um flutti hann út af heimilinu.
Handalögmál og
lögregluheimsóknir
Um miðjan febrúar árið 1959 var
skilnaðurinn dómfestur í Borgar
dómi Reykjavíkur. Bæði gerðu þau
kröfu um fullt forræði. Á meðan
málið var í meðferð kom Stein
grímur oft á Laugarásveginn og þá
urðu árekstrar, líkamlegir og þurfti
lögreglan að hafa afskipti af.
Í eitt skiptið var lögreglan
kölluð að Laugarásveginum og
sagði Dollý að Steingrímur hefði
reynt að keyra á sig. „Kærði mig
í raun fyrir morðtilraun,“ seg
ir í ævisögunni. „Lýsir það vel því
óefni sem öll okkar samskipti voru
komin í og sjálfsagt áttum við þar
bæði sök.“
Í annað skipti fór Steingrímur
með eldri soninn til að byggja
laxastiga. Þá kom til áfloga milli
þeirra og Steingrímur kippti sím
anum úr sambandi þegar Dollý
ætlaði að hringja á lögregluna.
Þegar hann fór með drenginn út í
bíl og ætlaði að keyra af stað kom
hún út á náttfötunum og reyndi að
stöðva bílinn. Þegar það tókst ekki
fór hún til nágrannans og tilkynnti
málið til lögreglu. Var Steingrímur
yfirheyrður í kjölfarið en engir eft
irmálar urðu.
Málið endaði fyrir Barna
Gamla
auglýsingin
Vísir 14. apríl 1925
TÍMAVÉLIN
EIGUM MARGA
LITI Á LAGER
Nánari upplýsingar á
mt.is og í s: 580 4500
HANNAÐ FYRIR
ÍSLENSKT VEÐURFAR
ÁLKLÆÐNINGAR &
UNDIRKERFI
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
ÍSLENDINGUR Á TÍRÆÐISALDRI FLÚÐI AF SKOSKUM FLUGVELLI
n Of gamall til að vera einn
M
iðvikudaginn 6. júlí árið
1949 var auglýst eftir 94
ára gömlum íslenskum
manni, Lárusi Jóhanns
syni, í breskum dagblöðum. Hann
hafði komið með flugvél frá Íslandi
til Prestwick í Skotlandi og verið
neitað um landvistarleyfi. Ástæð
an var sú að hann væri of gamall
og enginn til að sjá um hann í Bret
landi. Lárus lét það hins vegar eins
og vind um eyru þjóta og stakk af.
Flúði af vellinum
Hafnfirðingurinn Lárus hafði starf
að sem predikari og trúboði og því
ferðast víða um heim. Hann bjó
hjá fólki við Austurgötu en lét það
ekki vita að hann væri á leiðinni til
útlanda, en það gerði hann reynd
ar sjaldnast. Mánudagsmorgun
inn 4. júlí keypti hann sér farseðil til
Skotlands hjá Flugfélagi Íslands og
flaug út degi seinna. Ætlaði hann að
vera í landinu í tvær vikur.
Þegar hann lenti með Gullfaxa á
Prestwickflugvelli vildi útlendinga
eftirlitið þar ekki hleypa honum inn
í landið. Hann væri 94 ára gamall og
gæti ekki nefnt neina aðstandendur
í Bretlandi sem myndu sjá um hann
meðan á dvöl hans stæði. Hann lét
þó ekki segjast og náði að flýja af
flugvellinum.
Þegar vinir Lárusar voru spurð
ir hvort þeir óttuðust um hann neit
uðu þeir því. Þeir sögðu að Lárus
væri vel ern þó hálftíræður væri.
Einnig ætti hann marga félaga í
Skotlandi sem hann gæti leitað til
enda tvisvar ferðast til landsins á
árunum eftir stríð.
Aldrei séð svo gamlan mann
Flóttinn stóð ekki lengi yfir. Dag
blöðin auglýstu eftir honum á mið
vikudeginum og þá um kvöldið
hafði lögreglan í Edinborg uppi á
honum. Hafði þá leit staðið yfir í
18 klukkutíma. Eftir flóttann hafði
hann farið til vina sinna í Glasgow
og gist þar eina nótt. Var samstund
is farið með hann á Prestwick og var
hann settur um borð í fyrstu vél aft
ur heim til Íslands. Hafði lögreglan
í Skotlandi þá verið í sambandi við
íslenska lækna sem ráðlögðu hon
um að snúa aftur heim.
„Þetta gerir ekkert til. Ísland er
besta landið og hér er best að vera,“
MÁLIÐ SEM EKKI MÁTTI TALA UM
n Heiftúðlegt skilnaðarmál og forsjárdeila Steingríms Hermannssonar n Flótti á flugvöllum„Fjöldi fólks
sá mig taka
börnin og bera
þau út í bílinn
minn“
Steingrímur
Hermannsson