Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 4
4 4. janúar 2019FRÉTTIR Þ etta eru kaldar kveðjur til manneskju sem hefur lagt sig alla fram í starfi,“ seg­ ir Guðmunda Jenný Her­ mannsdóttir í samtali við DV. Guðmunda lauk störfum hjá Heil­ brigðisstofnun Suðurnesja um áramótin en þá lauk eins mánað­ ar uppsagnarfresti hennar. Ástæða uppsagnarinnar var sú að Guð­ munda Jenný neitaði að skipta um stéttarfélag sem var krafa stofn­ unarinnar. Þá fékk hún aðeins einn mánuð í uppsagnarfrest en hún taldi sig eiga rétt á þremur mánuðum. Setti skilyrði um að vera í gamla stéttarfélaginu Forsaga málsins er sú að Guð­ munda Jenný sótti um starf hjá HSS í júní á þessu ári. Um var að ræða starf í móttökueldhúsi Víði­ hlíðar, dvalarheimili aldraðra í Grindavík. Að hennar sögn hefur hún um tveggja áratuga reynslu af sambærilegum störfum og svo fór að henni var boðið starfið. „Þegar ég var að semja um kaup og kjör þá kom fram að ég ætti að greiða í Verkalýðsfélag Grinda­ víkur. Ég gerði þá að skilyrði að ég fengi að greiða í Starfsmannafé­ lag Suðurnesja enda hafði ég greitt lengi í það félag og unnið mér inn ýmis réttindi. Starfsmannastjóri féllst á það skilyrði mitt og ég skrif­ aði undir ótímabundinn ráðn­ ingarsamning þann 12. júlí,“ segir Guðmunda Jenný. Hún hóf síðan störf í tímavinnu í byrjun júlí, til þess að komast inn í starfið, en hóf síðan vaktavinnu í ágúst. „Starf mitt fólst í því að taka við tilbúnum mat, hita hann upp fyrir vistmenn og bera hann á borð. Það var mikil ánægja með mín störf. Ég fékk að heyra það frá deildarstjóra og samstarfsfólki. Þá var ég ítrekað beðin um að vinna yfirvinnu og tók að mér allar þær aukavaktir sem ég gat,“ segir Guð­ munda Jenný. Í október hafði nýr starfs­ mannastjóri, sem hafði þá nýlega tekið til starfa hjá HSS, samband og bar nýjan ráðningarsamning undir Guðmundu Jennýju. Eina breytingin var sú að hún ætti að ganga í Verkalýðsfélag Grindavík­ ur. „Afleiðingin af því hefði orðið að laun mín myndu lækka um 30 þúsund krónur. Ég hafnaði því að skrifa undir þennan nýja ráðn­ ingarsamning,“ segir hún. Í kjöl­ farið ræddi hún málið við deildar­ stjóra sinn og fékk munnlegt vilyrði fyrir því að laun hennar myndu haldast óbreytt. Telur á sér brotið „Í nóvember var síðan borinn undir mig annar ráðningarsamn­ ingur. Þar voru launin vissulega óbreytt en ég átti að ganga í Verka­ lýðsfélag Grindavíkur. Ég hafði þá kynnt mér ýmis önnur réttindi hjá félögunum og komist að því að staða mín væri mun sterkari inn­ an Starfsmannafélags Suðurnesja. Á þeim forsendum hafnaði ég því ráðningarsamningnum öðru sinni,“ segir Guðmunda Jenný. Rúmri klukkustund síðar var henni afhent uppsagnarbréf. „Mér var auðvitað brugðið en varð síðar einfaldlega reið. Ég var að standa mig vel í vinnunni og tel að á mér sé brotið með því að reyna að neyða mig til þess að breyta um stéttarfélag,“ segir Guðmunda Jenný. Hún hefur haft samband við forsvarsmenn Starfsmanna­ félags Suðurnesja vegna málsins en segir að málið gangi afar hægt. Hún vann því uppsagnarfrest sinn samviskusamlega en lét af störfum í lok árs. „Mér skilst að á árum áður hafi stéttarfélögin á Suðurnesjum skipt með sér áhrifasvæðum. Það er alveg fráleitt að slíkir starfshætt­ ir séu enn iðkaðir árið 2018,“ segir Guðmunda Jenný. Ekki höfðu borist viðbrögð frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þegar blaðið fór í prentun. n Bönnum ýlur H eimur versnandi fer. Fyrir rúmu ári byrjaði einhver spjátrungur úr barnaefn­ inu á RÚV að úthúða flug­ eldum. Íslendingar hafa sprengt flugelda í meira en öld og ekki orðið meint af. Það er þjóðlegt að sprengja púður í upphafi hvers árs og algjör óþarfi að bölsótast út af því. Þess vegna fór Svarthöfði beinustu leið til Einars félaga síns áttavillta og keypti útbólginn fjöl­ skyldupakka og fimm tertur. Her­ legheitin sprengdi Svarthöfði svo á gamlársdag, eftir skaupið, eins og Íslendingar gera. Svarthöfði komst hins vegar að því að vælið í spjátrungnum hef­ ur haft einhver áhrif. Það var ná­ kvæmlega sama veður nú um ára­ mótin og fyrir ári, stillt og kalt. Engu að síður sá Svarthöfði ekkert mengunarský yfir Breiðholtinu. Fyrir ári voru nefhárin sviðin vegna brennisteinsins og hlustirn­ ar við það að gefa sig klukkan hálf eitt. Svarthöfði lenti á spjalli við ná­ granna sinn. Mann sem sprengir að jafnaði fyrir um hundrað þús­ und krónur. Þetta kvöld lét hann stjörnuljósin nægja og strollaði út með fjölskylduna til að glápa á sprengjurnar frá hinum. Þvílík níska og frekja. Svarthöfði spurði hann þá hvernig ætti að bjarga öll­ um túristunum og rjúpnaskytt­ unum sem týnast á fjöllum. Hann sagðist þá hafa styrkt björgunar­ sveitirnar með því að planta trjám. Hvaða álög lagði spjátrungurinn eiginlega á þjóðina? Blandaði hann einhverju efnasulli út í drykkjarvatnið? Svarthöfði er búinn að vera mjög hugsi yfir þessu og er kom­ inn með fyrirtaks málamiðlun. Nú líður að þrettándanum, sem er án nokkurs vafa tilgangslausasta og leiðinlegasta hátíð dagatalsársins. Þá klárar fólk úr flugeldapökkun­ um sínum og hvað er það eina sem er eftir …? Ýlur! Ætli ýlur séu ekki mesta óþurft sem mannkynið hefur alið af sér. Það kemur enginn blossi heldur aðeins hvumleitt og sker­ andi hljóð. Svipað hljóð og heyr­ ist í hrossi þegar það er bundið niður til geldingar. Eins mikið og Svarthöfði kann að meta góðar rakettur þá hefur hann aldrei skil­ ið þörf landans til að kveikja í öll­ um þessum ýlum á þrettándanum. Þvílíkur masókismi. Tillaga Svarthöfða er þessi. Banna ýlur og hætta að halda upp á þennan fjandans þrettánda. Að sama skapi sprengja enn betur á gamlárskvöld. Ætli þetta komi ekki út á svipuðum stað út frá þessum blessuðu umhverfisstöðlum. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Í Eþíópíu eru mánuðirnir þrettán. Þar er enn árið 2011. Á Suðurskautslandinu fer fram tónlistarhátíðin „Icestock“ ár hvert á gamlársdag. Klókir gestir á gamlársfagnaði á Time Square í New York hafa gripið til þess bragðs að mæta til leiks með bleyju til þess að vinna gegn erfiðu aðgengi að salernum á svæðinu á meðan nýja árið gengur í garð. Það eru bara fjórtán mögulegar útgáfur af dagatölum. Árið 2019 getur þú grafið upp dagatalið þitt frá árinu 2013, 2002 og 1991, svo dæmi séu tekin, og endurnýtt þau. Margir Ítalir klæðast rauðum nær- fötum á gamlárskvöld. Þeir telja það boða gæfu fyrir hið nýja ár. „Svipað hljóð og heyrist í hrossi þegar það er bundið niður til geldingar Ýlur Óþarfar og hvumleiðar. Hver er hann n Hann er fæddur árið 1956 og hefur verið duglegur að halda upp á afmæli sitt með stæl. n Móðir hans var dönsk og pabbi hans hálfíslenskur og hálfnorskur. n Hann tók virkan þátt í ýmsum mótmælafundum veturinn 2008 vegna bankahrunsins. n Haustið 2015 gaf hann út ljóða- bókina Öskraðu gat á myrkrið. n Hann er fæddur í tvíburamerkinu. SVAR: BUBBI MORTHENS. Guðmunda var rekin því hún neitaði að skipta um stéttarfélag „Það var mikil ánægja með mín störf. Ég fékk að heyra það frá deildarstjóra og samstarfs- fólki. Þá var ég ítrekað beðin um að vinna yfirvinnu og tók að mér allar þær aukavaktir sem ég gat. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Guðmunda Jenný Hermannsdóttir Víðihlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.