Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 48
48 4. janúar 2019 E inu sinni fyrir langa, langa löngu, 3. apríl 1822, nán- ar tiltekið, fóru Sam Whitehouse og mágur hans, Joe Downing á veiðar í Halesowen í West Midlands á Englandi. Þeir höfðu mælt sér mót hjá járnsmið, Thomas Fox, klukkan átta um morguninn því Fox þurfti að fá gert við hlaup af haglabyssu. Fox tók við hlaupinu og Whitehouse og Fox fóru til skógar og sáust ekki aftur fyrr en að fimm klukkustund- um liðnum. Klukkan sex um kvöldið settu- st þremenningarnir að drykkju á Beech Tree-kránni. Drykkja, grobb og veðmál Félagarnir tóku duglega á við drykkjuna og svolgruðu í sig 24 pintum öls. Einnig gerðust þeir grobbnir og fyrr en varði upp- hófust veðmál um hitt og þetta. Whitehouse dró upp seðlavöndul, 10 sterlingspund, og lagði undir í einu veðmálinu, en slíka upphæð gátu Downing og Fox ekki jafnað. Þeir drukku til klukkan níu um kvöldið, er þeir ákváðu að halda heim á leið. Downing bjó í Rowley og Whitehouse í West Bromwich og eftir að Fox hafði hjálpað þeim á bak klárum sínum lögðu þeir af stað saman. Meðvitundarlaus í vegkantinum Downing sneri síðan við því hann þurfti að sækja haglabyssuhlaupið til Fox. Whitehouse hinkraði ekki við eftir mági sínum. Um klukkustund síðar rakst Richard Aston, sem bjó á kránni, á hross sem ráfaði stefnulaust um. Aston skellti sér á bak og reið sem leið lá heim til Fox. Á leið sinni þangað reið hann fram á Whitehouse þar sem hann lá með- vitundarlaus í vegkantinum. Downing talinn sekur Aston hraðaði sér heim til Fox, en ekki tókst að vekja hann sökum ölvunar. Því varð úr að eiginkona Fox fór með Aston og saman komu þau Whitehouse á krána og þar kom í ljós að hann hafði svöðusár á höfði og allt hans fé var horfið. Hann dó tveimur dögum síðar. Daginn eftir fór fram réttar- rannsókn og niðurstaðan varð sú að Downing hlyti að vera sek- ur um morð. Hann hefði myrt Whitehouse með því að berja hann í höfuðið með haglabyssu- hlaupinu fyrr nefnda. Áverkar af völdum þessa eða hins Downing var handtekinn og réttað yfir honum en hann lýsti yfir sak- leysi sínu. Tvö fyrstu vitnin sem leidd voru fram fullyrtu að höfuð- áverkar Whitehouse gætu aðeins verið eftir haglabyssuhlaup. Þriðja vitnið var sannfært um að áverk- arnir hlytu að vera eftir hófa klársins og enn eitt vitnið sagði að áverkarnir væru tilkomnir vegna falls af hestbaki. Síðan steig fram vitni sem upplýsti viðstadda um að klár Whitehouse væri mislyndur og duttlungafullur og bætti við að hann hefði séð tvo menn ganga í átt að þeim stað þar sem Whitehouse fannst. Joe Downing var sýknaður og morðinginn eða morðingjarnir fundust aldrei – nema það hafi verið klárinn eftir allt. n 54 ára Kanadamaður, Shawn Cameron Lamb, var árið 2013 dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að myrða tvær konur í Manitoba í Kanada. Lamb glímdi við eiturlyfjafíkn á háu stigi og var, að sögn þeirra sem til þekktu, glæpamaður fram í fingurgóma. Fjölskyldur beggja kvennanna höfðu lýst eftir þeim um það leyti sem þær voru myrtar, en Lamb hafði verið í neyslumóðu í marga mánuði þegar hann myrti þær. Grunur beindist að Lamb vegna orða sem hann lét falla þegar hann var í varðhaldi vegna allt annarra atvika, 22. júní 2012. Konurnar tvær, Lorna Blacksmith og Carolyn Sinclair, myrti Lamb á fimm mánaða tíma bili, september 2011 til janúar 2012. Morðin framdi hann á heimili sínu og sagði ástæðuna hafa verið deilur vegna fíkniefna. SAKAMÁL • Bókhald • Afstemmingar • Ársreikningar BÓKHALD • Launavinnsla • Árshlutauppgjör • Virðisaukaskattsskil 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 HESTURINN GERÐI ÞAÐ – EÐA HVAÐ? n Höfuðáverkar Sams Whitehouse ollu heilabrotum „Einnig gerðust þeir grobbnir og fyrr en varði upp- hófust veðmál um hitt og þetta Beech Tree-kráin í dag Hér sátu félagarnir að sumbli fram á rauðanótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.