Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 42
42 4. janúar 2019 Þ ann 9. apríl 1940 réðst þýski herinn inn í Dan- mörku og var landið hern- umið á skömmum tíma. En ólíkt því sem gerðist í Þýskalandi og öðrum herteknum löndum þá fengu danskir gyðingar lengi vel að vera í friði fyrir nasistum. Það var ekki fyrr en þann 1. október 1943 sem Þjóðverjar byrjuðu að leita þá uppi. Þeim tókst að hafa hend- ur í hári um 500 danskra gyðinga en 95 prósent allra gyðinga í Dan- mörku náðu að komast í öruggt skjól og snúa heilir heim að stríð- inu loknum. Þessi saga um björg- un danskra gyðinga er einstök en hvernig stóð á því að gyðingarn- ir fengu viðvörun tímanlega um hvað væri í bígerð? Hvað var öðru- vísi í Danmörku en öðrum her- teknum ríkjum? Í lok september 1943 fór á kreik orðrómur um yfirvofandi fjölda- handtökur á gyðingum. Þessi orðrómur fór einna hæst í samfé- lagi gyðinga. G.F. Duckwitz, full- trúi hjá þýsku hernámsyfirvöldun- um og sérlegur ráðgjafi Werners Best, sem var valdamikill Þjóð- verji, hafði ásamt fleiri Þjóðverjum komið þeim boðum til danskra tengiliða sinna að skammt væri í að farið yrði að handtaka gyðinga. Stærsti hluti danskra gyðinga ákvað sem betur fer að taka mark á þessum orðrómi en það gerði hann mjög marktækan að upphaf hans mátti rekja til áreiðanlegra aðila. Upphaf hans mátti rekja til æðstu manna hernámsstjórnar- innar sem höfðu komið henni til danskra stjórnmálamanna sem komu henni áfram til gyðinga. Þá skipti ekki minna máli að hún barst tímanlega. Annars staðar í Evrópu höfðu nasistar blekkt gyðinga áður en að fjöldahand- tökum kom enda skipti það miklu máli að koma þeim að óvörum. Fram í lok ágúst 1943 hafði danska ríkisstjórnin starfað með hernámsyfirvöldum en þann 29. ágúst sagði ríkisstjórnin af sér og samstarfinu lauk. Þetta sam- starf hafði meðal annars haft í för með sér að engin lög höfðu verið sett sem mismunuðu og aðskildu gyðinga frá öðrum. En þegar sam- starfinu lauk féll þessi vernd niður. Flóttinn Flestar gyðingafjölskyldur flúðu frá heimilum sínum um leið og þær höfðu fengið aðvörunina. Þær gistu hjá vinum, nágrönnum og ókunnugum. Á næstu dögum fóru sjónir fólks að beinast að hvernig ætti að komast úr landi og horfðu flestir til Svíþjóðar. Í skýrslum sænska sjóhersins kem- ur skýrt fram hversu mikil umferð danskra gyðinga var yfir Eyrar- sund til nágrannanna í hinni hlut- lausu Svíþjóð. Frá 28. september til 3. október komst að minnsta kosti 871 gyðingur yfir sundið og í öryggið í Svíþjóð samkvæmt skýrsl um sjóhersins. Annars staðar í Evrópu höfðu ekki margir gyðingar þennan möguleika. Þeir bjuggu oft langt frá landamærum og ekki síst langt frá landamærum að hlutlausu ríki. Norskir gyðingar urðu að fara yfir erfið landamærin við Svíþjóð til að komast í öryggi en mikil gæsla var á þeim. 7.056 danskir gyðingar flúðu til Svíþjóðar í október 1943, þar af 1.301 hálf-gyðingur, en þá var annað foreldrið gyðingur. 1.236 börn voru í þessum hópi. Auk þess flúðu 686 makar, sem ekki voru gyðingar, með mökum sínum sem voru gyðingatrúar. Fólk stóð frammi fyrir tveimur valkostum. Annar var að flýja land en hinn að láta sig hverfa og fara huldu höfði sem hefði þýtt líf í stanslausum ótta og algjörlega upp á aðra kominn um mat og aðrar nauðsynjar. Talið er að 100 danskir gyðingar hafi lifað í felum í landinu fram til stríðsloka auk 150 gyðingabarna sem var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum. En það var ekki ókeypis að flýja land. Í október 1943 var meðal- verðið fyrir hvern og einn sem flúði yfir til Svíþjóðar 1.000 danskar krónur en það svarar til um 20.000 danskra króna í dag. Verðið réðst af framboði og eftirspurn. Það voru sjómenn, oft trillukarlar, sem fluttu fólkið yfir sundið. Eins og oft vill verða varð græðgin allsráð- andi hjá sumum og dæmi eru um gyðingafjölskyldur sem greiddu 50.000 danskar krónur fyrir sigl- inguna. Aðrir sigldu fyrir mun lægra verð en danska andspyrnu- hreyfingin reyndi að halda verðinu niðri. Sumir tóku síðan ekkert fyrir greiðann. Góðar móttökur Í september 1943 gat enginn ímyndað sér að svo margir myndu bjarga lífi sínu með því að flýja til Svíþjóðar. Þá höfðu margir ungir menn, hermenn og félagar í andspyrnuhreyfingunni, flúið þangað. En hvernig átti að koma heilu fjölskyldunum yfir sundið og hvernig myndu Svíar taka á móti fólki? Þessu veltu margir fyrir sér. Það barst dönskum gyðingum til eyrna að sænsk stjórnvöld hefðu mótmælt gyðingaofsókn- um Þjóðverja og boðið dönskum gyðingum hæli. Sænski sendi- herrann flutti trúfélagi gyðinga boð sænskra stjórnvalda um hæli í lok september 1943 og þessu til- boði var útvarpað í sænsku útvarpi þann 2. október. Það var því ekki eftir neinu að bíða fyrir dönsku gyðingana og flóttinn yfir sundið hófst með góðri aðstoð dönsku andspyrnu- hreyfingarinnar, sjómanna og góðum móttöku Svía sem töldu ekki eftir sér að aðstoða frændfólk sitt á ögurstundu. n TÍMAVÉLIN - ERLENT Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 FLÓTTINN TIL SVÍÞJÓÐAR Hetjudáðir á örlagatímum „Í september 1943 gat enginn ímyndað sér að svo margir myndu bjarga lífi sínu með því að flýja til Svíþjóðar Danskir gyðingar Flótti til Svíþjóðar. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.