Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 20
20 FÓLK - VIÐTAL 4. janúar 2019 Þ etta er það sem ég kalla stórkostleg og dásamleg refsing,“ segir Malín um nýja starfið sitt, ritstjórn blaðs ABC barnahjálpar, sem hún hefur sinnt frá því í ágúst. „Ég er búin að taka út minn dóm, mína refsingu, sem fólst í samfélags- þjónustu hjá ABC barnahjálp.“ Eftir að hafa hlotið dóm árið 2017 vegna fjárkúgunarmálsins sem skók þjóðina árið 2015, sótti Malín um samfélagsþjónustu og var boðið að starfa hjá ABC, en fyrst hélt hún að hún ætti að starfa á nytjamarkaðinum. „Sem hefði verið dásamlegt líka, en út af Park- inson-sjúkdómnum þá hefði ég ekki verið góð í afgreiðslu.“ Í stað- inn fór hún á skrifstofuna í að skrifa og þýða greinar og þegar samfélagsþjónustunni lauk var henni boðið hlutastarf sem rit- stjóri blaðsins. Blaðið kemur út tvisvar sinnum á ári, er sent til styrktaraðila auk þess að vera að- gengilegt á netinu og sér Malín um að taka viðtöl, þýða greinar úr sænsku og skrifa greinar. „Það er svo mikil snilld að hafa fengið að vera hjá þeim, ég er búin að læra svo margt, ég vissi ekkert um ABC áður, vissi ekki hvernig það virkaði,“ segir Malín sem segir starfsfólkið frábært og ekki dæma neinn. „Tíminn hjá þeim leið svo hratt af því að ég var alltaf að fást við eitthvað sem var svo gefandi. Eins og kemur fram í ritstjórapistl- inum mínum byggist starfið á kær- leika og það er svo fallegt.“ Aðspurð hvort hún telji eitt- hvað annað en tilviljun hafa stýrt henni í starfið brosir hún og segir marga hafa haft orð á því. „Þetta var stórkostleg blessun og hver veit nema eitthvað æðra hafi stýrt mér í starfið.“ Malín er ekki lærð í blaða- mennskunni, en titlar sig sem blaðamann og hefur gert síðan árið 2011, þegar Björn Ingi Hrafns- son bauð henni vinnu á Pressunni. „Þar var ég til ársins 2012, síðan fór ég á RÚV í eitt og hálft ár og síðan á Morgunblaðið.“ En af hverju ákvaðst þú að byrja í blaðamennskunni? „Af því að ég hef svo mikinn áhuga á fólki. Ég er forvitin, en ekki hnýsin. Það hafa allir sögu að segja og það eru allir merki- legir. Sumir eru skúrkar og allt það, en það eiga allir sögu og það er hægt að finna góðu söguna hjá öllum. Þetta er það sem mig hef- ur alltaf langað að gera. Í dag, hjá ABC, þá er ég bara að skrifa um já- kvæða hluti, vissulega er örbirgð hjá mörgum, en starfið snýst um menntun barnanna og þegar þau eru búin með sitt nám, jafnvel há- skólanám, þá eru þau svo þakklát og mörg þeirra gefa af sér áfram,“ segir Malín og nefnir sem dæmi mann sem útskrifaðist sem barna- læknir og ferðast í dag í fátækustu þorpin þar sem hann sinnir fólki endurgjaldslaust. Heilluð af endurvinnslu og rekur bílapartasölu með unnustanum Starfið hjá ABC er þó ekki það eina sem Malín sinnir, því í ágúst opnuðu hún og unnusti hennar, Þórður Bragason, bílapartasöluna Bílabúið. Auk þess eru þau með vefsíðuna motorsport.is. Líkt og margir muna þá áttu bílar hug Malínar allan þegar hún starfaði á Morgunblaðinu, en af hverju er Malín með þessa svakalegu dellu fyrir bílum? „Ég kalla þetta ekki dellu af því að della kemur og fer,“ segir Malín og brosir. „Ég er með meðfæddan bílaáhuga og man eftir mér pinku- ponsulítilli að leika mér með bíla.“ Hún hefur átt marga bíla í gegn- um tíðina, „frekar marga,“ eins og hún segir, en man hún eftir þeim fyrsta? „Fyrsti bíllinn var ótrú- lega hræðilegur, Fiat Uno 1987, 61 hestafl og á honum brunaði ég út um allt.“ Unnusti Malínar er líka mikill bílakarl. Þau kynntumst í gegn- um sportið, keppa saman í rallí og núna vinna þau líka saman alla daga, í bílapartasölunni. „Fyrst hugsuðum við hvort það væri góð hugmynd, en það gengur rosa vel,“ segir Malín. „Fólk hugsar um bílapartasölu sem eitthvert ógeð, eitthvað skítugt, en þetta er ekki þannig því þetta er endurvinnsla í sinni björt- ustu mynd, því við erum alltaf að nota aftur hlutina í stað þess að kaupa nýtt. Þetta er umhverfisvænt, ef maður fjarlægir spilliefni þá er hægt að endurnýta og endurvinna heilan helling.“ Þórður er tölvunarfræðingur og hefur hannað kerfi til að halda Malín Brand er 37 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur upplifað meira á ævinni en margur annar. Hún var alin upp við stranga trú Votta Jehóva og þekkti ekki jól, afmæli eða annað slíkt í æsku og á unglingsárum og giftist ung manni sömu trúar. Í dag er hún nýlega trúlofuð ástinni í lífi sínu og komin í draumastörfin með kærleika og endurvinnslu að vopni. Í viðtali við blaðamann DV ræðir Malín uppeldið og trúna, atvikið sem umturnaði lífi hennar, bíladelluna, Parkinson-sjúkdóminn, sem hún greindist með í fyrra og ástríðuna fyrir nýjum verkefnum og áskorunum. Malín Brand horfir sátt fram á veg – „Samfélagsþjónustan var stórkostleg blessun“ MYNDIR: HANNA/DV Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.