Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 25
KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Nýtt ár – nýr lífsstíll HJÁ HÖLLU: Heilsusamlegt og gott SAFA- OG SÚPUVIKAN BYRJAR 7. JANÚAR Hún Halla María Svans-dóttir hefur lengi boðið fólki upp á hollan og heilnæman mat og þegar hún opnaði veitingastaðinn Hjá Höllu í Grindavík í lok árs 2015 hafði hún í nokkur ár sinnt veitingaþjónustu sem var smá í sniðum, með heimsendingum og síðar veitingavagni. En starfsemin heldur sífellt áfram að vaxa þar sem grunnurinn er stór hópur ánægðra viðskipta- vina sem koma aftur og aftur. Staðurinn í Grindavík er að Víkurbraut 62 og tekur 60 manns í sæti. Annar Hjá Höllu-staður er síðan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og tekur 45 manns í sæti. Halla er auk þess með um 300 viðskiptavini í fyrirtækjaþjón- ustu og eru það mestmegnis fyrirtæki í Reykjavík, á meðan gestir staðarins í Grindavík eru heimamenn og fólk úr Keflavík. „Þó að þetta flokkist sem heilsuveitingastaður þá eru þetta ekki bara vegan- eða grænmetisréttir. Þeir eru vissulega í boði en hér er líka hægt að fá kjöt og almennt er matseðillinn mjög fjöl- breyttur. En hollustan kemur ekki síst fram í því að hér ger- um við allt af frá grunni, vinn- um okkar eigin sósu og gerum okkar safa og búst úr ferskum ávöxtum og grænmeti. Við notum hreint kjöt og búum til okkar eigin salatsósu, og svo framvegis,“ segir Halla. Safa- og súpuvikan: Góð leið til að hefja nýtt ár á heilsu- samlegum nótum Eftir mikið ofát um hátíðirnar þurfa margir á því að halda, og virkilega þrá það, að hefja nýtt ár á hreinu fæði og gæta hófs. Mörgum hentar að hreinsa líkamann með því að vera á fljótandi fæði í nokkra daga. Safa- og súpuvikan er áhugaverður kostur fyrir þau sem eru í þessum hugleiðing- um en hún hefst mánudaginn 7. janúar: „Viðskiptavinir fá þá þrjá safa, tvö búst og eina súpu fyrir kvöldið. Þetta er hæfi- legur dagskammtur til að ná sér niður eftir hátíðirnar,“ segir Halla. Nánari upplýsingar og pantanir eru á vefsíðunni hjahollu.is. Sjá einnig Face- book-síðuna Hjá Höllu. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.