Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 14
14 4. janúar 2019FRÉTTIR Á laugardag er efnt til fundar með fólki sem þekkir mannréttindabrot af eigin raun. Þetta eru tyrkneskir Kúrdar, Leyla Imret, sem hrakin var úr embætti bæjar- stjóra í borginni Cizre í Suðaust- ur-Tyrklandi vegna andófs gegn ríkisstjórn Erdogans og flúði síð- an land í kjölfar ofbeldis og fang- elsana, og Faysal Sariyildiz, blaða- maður og þingmaður, sem sat árum saman í fangelsi og hefur kynnst mannréttindabrotum af eigin raun. Þriðji maðurinn er Fayik Yagizay, einn helsti talsmað- ur Kúrda í Evrópu. Sjálfur þekkir hann vel til tyrkneskra fangelsa – að innanverðu! Parísardómstóllinn ekki í vafa um sekt! Á síðasta ári fylgdist ég með Parísar dómstólnum, sem starfað hefur allar götur frá sjöunda ára- tug síðustu aldar að frumkvæði heimspekinganna og mann- réttindafrömuðanna Bertrands Russels og Jean-Paul Sartre, rann- saka hvort rétt væri að tyrknesk stjórnvöld hefðu framið stríðs- glæpi og stórfelld mannréttinda- brot í Kúrdahéruðum Tyrklands, eins og haldið hefði verið fram. Niðurstaðan var sú að svo hefði verið og léki þar enginn vafi á. Ég ákvað þegar ég hlýddi á vitnaleiðslurnar að bjóða ein- hverjum vitnanna til Íslands að segja sína sögu og gera þau Leyla Imret og Faysal Sariyildiz það á umræddum fundi í Safnahús- inu við Hverfisgötu klukkan 12 á laugardag. Vildi opinbera rannsókn og var þá fangelsaður Til hafði staðið af minni hálfu að bjóða hingað einnig Fehrat Encu, þingmanni Lýðræðisfylkingar- innar, HDP, sem er flokkur Kúrda í Tyrklandi. Hann var fangelsaður í byrjun nóvember árið 2016. Ég hafði áður valið Fehrat Encu, nán- ast af handahófi, sem fanga er ég vildi fylgjast með. Hann sogaðist inn í stjórnmálin eftir að hann hóf baráttu fyrir opinberri rannsókn á fjöldamorðum sem framin voru í desember árið 2011 í fjallahéruð- um sem liggja að Írak, en þau sem þá féllu fyrir sprengjuregni tyrk- neska lofthersins voru á unglings- aldri og flest í fjölskyldu Ferhats, þar á meðal ung systkini hans. Í kjölfar þessara atburða bauð Fer- hat sig fram til þings og var kjör- inn í júníkosningunum 2015, en þá vann HDP-flokkurinn stórsigur. Gladdist yfir umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum Þegar ég síðan fór til Tyrklands í febrúar árið 2017 í svokallaðri Imrali-sendinefnd sem hafði val- ið sér það verkefni að vekja athygli á mannréttindabrotum í Tyrk- landi, þar á meðal ómannúðlegri einangrunarvist Öcalans, leið- toga Kúrda á Imrali-eyju í Marm- arahafinu, reyndi ég að grennslast fyrir um hagi Fehrats Encu. Og viti menn, daginn sem við kom- um til Istanbúl eftir för okkar austur á bóginn var hann látinn laus úr fangelsi. Tókst að koma á fundi okkar í millum og gladdist hann mjög þegar ég sýndi honum skrif í íslenskum blöðum, meðal annars í DV, um hlutskipti hans. En gleðin var skammvinn því fá- einum klukkustundum eftir fund okkar var hann aftur kominn á bak við lás og slá og er þar enn. Allir velkomnir Þess vegna verðum við að láta okkur nægja að minnast á Fehrat Encu í Safnahúsinu klukkan 12 á laugardag að honum fjarstöddum. Á fundinn eru allir velkomnir. n Höfundur er Ögmundur Jón- asson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður.Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Fehrat Encu kemst ekki á fundinn Vakti athygli á mannréttindabrotum í Tyrklandi „Þau sem þá féllu fyrir sprengjuregni tyrkneska lofthersins voru á unglingsaldri og flest í fjölskyldu Ferhats, þar á meðal ung systkini hans. Ferhat Encu Gladdist vegna umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.