Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 21
FÓLK - VIÐTAL 214. janúar 2019 utan um bílaparta. „Þetta há- spennukefli kemur úr þessum bíl, hann var rifinn þarna og síð- an er mynd af bílnum, þannig að það er alltaf hægt að vita uppruna partanna. Sem dæmi má nefna að þegar bílar eru lagaðir eftir tjón þá er eðlilegt að fá að vita hvaðan hluturinn kemur.“ Það er opið allan daginn og Þórður á vakt, auk Malínar, þótt hún sé líka að sinna fleiru. „Og það er nóg að gera! Ég held að fólk sé að kveikja á því að það er engum til góðs að vera sífellt að kaupa eitt- hvað nýtt, að flytja yfir hafið hluti sem eru til hér heima. Ég vil trúa því að við getum gert miklu betur með plastið, eins og á meðalstórum bíl þá eru 9 prósent þyngdarinnar plasthlutir, um 115 kíló. Stærri hluti eins og stuðara má endurvinna, ég er ekki að tala um að plokka allt plast af bílnum, en það munar um stærri hlutina,“ segir Malín, sem segist alltaf hafa haft áhuga á umhverfismálum og endurvinnslu. „Á RÚV var oft sagt: „Þarna kemur Malín hlaupandi á eftir ruslabílnum.“ Varstu kannski byrjuð á undan öllum hinum með endurvinnslu? „Ég veit það ekki, en fyrir svona 10 árum var ég mikið að velta fyrir mér af hverju við endur- ynnum ekki plast. Ég er ánægð með að endurvinnsla, sérstak- lega með plast, er komin inn í vit- und fólks. ABC rekur tvo nytja- markaði og í fyrsta blaðinu mínu sem ritstjóri þá skrifa ég til dæm- is um að endurnýta jólaskrautið, þú getur til dæmis keypt jólakúlu þar á tíkall. Þú getur líka farið með þitt dót og endurnýtt, það er svo- lítið skemmtilegt. Einnig finnst mér í lagi að gefa eitthvað notað, til dæmis bækur, sem jólagjafir,“ segir Malín og verður hæstánægð þegar blaðamaður bendir henni á að bókaútgefendur séu að mestu hættir að plasta bækur. Spáir ekkert í aldursmuninn – „Fyndið þegar fólk heldur okkur feðgin“ Líkt og fyrr sagði kynntist Malín unnusta sínum í gegnum bíla- sportið. „Ég og Þórður kynntumst árið 2014 og erum búin að vera saman í eitt ár. Hann er töluvert eldri en ég, 16 árum.“ Er aldursmunurinn ekkert vesen? „Nei, alls ekki. Doddi er ekkert karlalegur og ég pæli ekkert í þessu. En það er stundum fyndið þegar fólk spyr hvort við séum feðgin. Það hefur ekki gerst oft, en fólk verður mjög vandræðalegt.“ Parið trúlofaði sig núna um jólin. Malín á einn son, Óðinn, sem er tíu ára, og Doddi á þrjú börn, öll rúmlega tvítug, og býr miðjusonurinn hjá þeim. Aðspurð hvort það sé erfitt að vera orðin stjúpmamma fullorðinna barna, segist Malín ekki líta á sig sem stjúpmóður þeirra, en allir séu sáttir og samrýndir. Bílar eru fjölskyldusportið. Bragi, sonur Dodda, sem býr hjá þeim gerir Mótorsportþættina fyr- ir RÚV. „Þannig að á sumrin erum við öll saman, við að keppa og hann að taka upp. Þegar við erum ekki að keppa, erum við öll í tor- færunni: ég að mynda, Bragi að kvikmynda og Doddi tekur einnig myndir fyrir vefinn okkar. Bragi gerir einnig þætti fyrir erlendan markað.“ Eldri sonur Dodda er bílasmið- ur og það er því nokkuð ljóst að bílar eru fjölskylduáhugamálið. „Við Óðinn erum í góðum málum, hann er líka mikill bílakarl.“ Yngsta konan sem greinst hefur með Parkinson hér á landi Í hittifyrra greindist Malín, 35 ára gömul, með Parkinson-sjúkdóm- inn, yngsta konan sem greinst hef- ur hérlendis. Segist hún fram að því hafa talið sjúkdóminn „gamal- mennasjúkdóm,“ en flestir þeirra sem greinast eru komnir yfir sex- tugt. Sjúkdómurinn gengur ekki í erfðir og fyrir utan einn ættingja, er Malín sú eina í sinni fjölskyldu með sjúkdóminn. „Það eru margir sem halda sjúkdóminn ættgengan, en ekki hefur verið sýnt fram á það og það veit enginn af hverju einhver einn fær sjúkdóminn frekar en ann- ar. Þegar ég var 32 ára þá byrjaði vinstri handleggurinn að hristast einn daginn og ég hugsaði bara: hvað er í gangi? Svo leið dagurinn og aldrei hætti hristingurinn,“ seg- ir Malín aðspurð hvenær einkenni gerðu fyrst vart við sig. „Þegar ég var á RÚV árin 2012– 2013 þá var fólk að benda mér á að ég væri svo skjálfhent. Ég fór að leita til læknis og einn taugalæknir sagði mér að ég væri bara móður- sjúk, „já, ókei, lýsir það sér svona?“, ég er ekki hjá honum lengur,“ segir Malín og hlær. „Einhverjir héldu að ég hefði fengið taugaáfall og ég heyrði fólk pískra um það eða jafnvel skjóta að mér hvort ég hefði verið að fá mér kvöldið áður.“ Árið 2017 fékk hún síðan grein- ingu á sjúkdómnum, fimm árum eftir fyrstu einkenni, og segir það hafa verið gott, þar sem í dag tekur hún lyf sem slái á einkennin. „Ég er yngsta konan sem greinst hef- ur hérlendis, en allavega þrír karl- menn, yngri en ég, hafa greinst á eftir mér. Einn þeirra sætti sig ekki við að fá ekki greiningu hér og fór til útlanda og sótti sér hana. Það er mikil sóun að eyða bestu árum ævi sinnar í að geta ekki lifað og gert það sem mann langar til að gera. Maður verður svo stífur af Park- inson, fer í keng, er illt alls staðar, hefur ekki kjark til að gera hluti. Jafnvægið er skrýtið líka og sum- ir missa jafnvel röddina. Sjúk- dómurinn háir mér í daglegu lífi, en vegna lyfjanna þá hef ég meiri kraft en áður. Óðinn man eftir tímabili þegar mig langaði út að leika með honum, en einfaldlega gat það ekki. Svo jafnvel fórum við út að leika, en ég komst ekki heim, sat bara í snjónum og óskaði þess að þyrla kæmi og flytti mig heim.“ Í dag þekkir Malín betur á lík- amann og takmörk sín hvern dag. Og er farin að læra að biðja um hjálp við hluti sem hún ræður ekki við að gera sjálf. „Það getur allt gerst, en ég fagna bara hverj- um góðum degi. Það er skrýtið að geta ekki gert hluti sem ég gat gert áður. Ég er líka stolt og allt það, en er að læra að biðja um aðstoð. Ég er með gott teymi á Landspítalan- um og svo æðislegan sjúkraþjálf- ara, hina dönsku Annette. Hún fór með mig í frítíma sín- um og lét mig gera æfingar sitjandi á hestbaki, á feti. Hreyfingin og jafnvægið er svo gott fyrir mann, maður er með lausa fætur, finnur jafnvægið og er að hreyfa sig með. Snertingin við dýrin, hitinn frá hestinum, útiveran, þetta er alveg geggjað og hefur allt svo góð áhrif á mann,“ segir Malín, sem segir vel- ferðarkerfið hins vegar ekki styðja svona óhefðbundnar aðferðir. „Þessi aðferð er hins vegar mikið notuð í Danmörku og mér finnst það mikil blessun að hafa kynnst Annette, hún er alveg yndisleg og sinnir starfi sínu ekki fyrir pen- inga, heldur af manngæsku. Ég myndi vilja að fleiri Parkinson- -sjúklingar ættu þess kost að fara á hestbak, ég þarf bara að finna út úr því hvernig ég kem því í kring. Jafnvel hvort Parkinson-samtökin vilji taka þátt í því.“ Hvernig var að vera ung, 35 ára, einstæð móðir og fá grein- inguna um Parkinson-sjúkdóm? „Veistu það hafði svo margt gengið á í lífinu að þetta var bara svona allt í lagi,“ segir Malín ein- læg. „Ég man að læknirinn var mjög varfærinn þegar hann sagði mér niðurstöðuna og benti EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „Einhverjir héldu að ég hefði fengið tauga­ áfall og heyrði ég fólk pískra um það eða jafnvel skjóta að mér hvort ég hefði verið að fá mér kvöldið áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.