Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Síða 25
KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Nýtt ár – nýr lífsstíll HJÁ HÖLLU: Heilsusamlegt og gott SAFA- OG SÚPUVIKAN BYRJAR 7. JANÚAR Hún Halla María Svans-dóttir hefur lengi boðið fólki upp á hollan og heilnæman mat og þegar hún opnaði veitingastaðinn Hjá Höllu í Grindavík í lok árs 2015 hafði hún í nokkur ár sinnt veitingaþjónustu sem var smá í sniðum, með heimsendingum og síðar veitingavagni. En starfsemin heldur sífellt áfram að vaxa þar sem grunnurinn er stór hópur ánægðra viðskipta- vina sem koma aftur og aftur. Staðurinn í Grindavík er að Víkurbraut 62 og tekur 60 manns í sæti. Annar Hjá Höllu-staður er síðan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og tekur 45 manns í sæti. Halla er auk þess með um 300 viðskiptavini í fyrirtækjaþjón- ustu og eru það mestmegnis fyrirtæki í Reykjavík, á meðan gestir staðarins í Grindavík eru heimamenn og fólk úr Keflavík. „Þó að þetta flokkist sem heilsuveitingastaður þá eru þetta ekki bara vegan- eða grænmetisréttir. Þeir eru vissulega í boði en hér er líka hægt að fá kjöt og almennt er matseðillinn mjög fjöl- breyttur. En hollustan kemur ekki síst fram í því að hér ger- um við allt af frá grunni, vinn- um okkar eigin sósu og gerum okkar safa og búst úr ferskum ávöxtum og grænmeti. Við notum hreint kjöt og búum til okkar eigin salatsósu, og svo framvegis,“ segir Halla. Safa- og súpuvikan: Góð leið til að hefja nýtt ár á heilsu- samlegum nótum Eftir mikið ofát um hátíðirnar þurfa margir á því að halda, og virkilega þrá það, að hefja nýtt ár á hreinu fæði og gæta hófs. Mörgum hentar að hreinsa líkamann með því að vera á fljótandi fæði í nokkra daga. Safa- og súpuvikan er áhugaverður kostur fyrir þau sem eru í þessum hugleiðing- um en hún hefst mánudaginn 7. janúar: „Viðskiptavinir fá þá þrjá safa, tvö búst og eina súpu fyrir kvöldið. Þetta er hæfi- legur dagskammtur til að ná sér niður eftir hátíðirnar,“ segir Halla. Nánari upplýsingar og pantanir eru á vefsíðunni hjahollu.is. Sjá einnig Face- book-síðuna Hjá Höllu. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.