Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2019, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐA Sandkorn 4. janúar 2019 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Úr mínum köldu dauðu lúkum G amlárskvöld. Eina kvöldið á ári sem ég breytist í grjót- harðan frjálshyggjumann. Skoðanir mínar minna helst á byssubrjálæðinga í Bandaríkjun- um sem eru með mynd af bróder- uðu stjórnarskrárákvæðinu um vopnaeign á veggnum í stofunni. Svo mikið elska ég flugelda. Þetta er eina kvöldið á ári þar sem mað- ur getur farið út að nóttu til og ver- ið með læti án þess að hafa áhyggj- ur af því að vekja nágrannana. Þeir eru einfaldlega með manni úti að hafa gaman. Þegar maður elskar flugelda þá kemst maður ekki hjá því að verja skoðanir sínar þegar ofan í mann eru hamraðar fréttir, álit og frétta- tilkynningar frá opinberum að- ilum um að flugeldar mengi svo mikið að það drepi fólk. Ég hef engan áhuga á að drepa neinn, ég keypti meira að segja aðeins minna af flugeldum en í fyrra og eitt rótarskot, en ég mun samt alltaf kjósa gegn því að banna flug- elda, líkt og 7% þjóðarinnar og 18% Pírata vilja. Umhverfisstofnun sagði í svari við fyrirspurn minni að mengunin hefði vissulega verið mikil. Hún var meiri en í borginni Batman í Tyrklandi, sem er mjög menguð þrátt fyrir svalt nafn. Það sefaði hins vegar samviskuna að vita að Batmanmengunin varði ekki nema í rúman klukkutíma. Um- hverfisstofnun segir einnig að það hjálpi mikið að loka gluggum, jafn- vel þótt ekki séu sett blaut hand- klæði fyrir. Eins kjánalegt og það er að vísa í hefðir þá skal því haldið til haga að það er rík hefð fyrir flug- eldum hér á landi. Þeim var skot- ið upp í Kópavogi árið 1662. Í dag er fastur liður hjá mér sem og ótal öðrum Íslendingum að fara og hitta björgunarsveitina og splæsa í eina miðnætursprengju, köku og nokkra smáhluti. Maður sættir sig við margar hömlur á lífinu, ég þarf að fara til Danmerkur til að kaupa bjór úti í búð, til Austur-Evrópu til að skjóta úr byssu og það má ekki reyna að gera 17. júní örlítið skemmtilegan með smá flugeld- um. Gott og vel. Ég skal meira að segja sætta mig við að allir flugeld- ar verði nú að vera CE-merktir. Pirringurinn fer á hátt stig þegar það er byrjað að telja upp öll rökin fyrir því að flugeldar séu slæmir. Bílar eru líka slæmir, reyk- ingar líka, óbeinar reykingar líka, drykkja líka og ekki láta mig byrja á hvað ýmis lyf geta verið slæm. Spurningin snýr að réttinum til að ganga á rétt annarra, er rétturinn til að skemmta sér við að sprengja og menga sterkari en rétturinn til að búa í höfuðborginni og þurfa ekki að setja handklæði fyrir gluggann á nýársnótt? Því get ég ómögu- lega svarað, en miðað við könnun Maskínu þá er enn stærstur hluti landsmanna fylgjandi óbreyttu fyrirkomulagi. Þannig að ég segi bara, reynið bara að ná mér, rétttrúnaðarlið. Bannið flugelda í þéttbýli og ég fer bara út á land á gamlárskvöld. Setjið björgunarsveitirnar á fjár- lög og gerið þær að Björgunarstofu sem er bara opin milli 9–15 á virk- um dögum, verði ykkur að góðu. Bannið allt nema ýlur og eigið mest óþolandi áramót sem sögur fara af. En á gamlárskvöld segi ég eins og hörðustu byssubrjálæð- ingar vestanhafs: „Þið takið flug- eldana mína úr mínum köldu dauðu lúkum“. n Leiðari Ari Brynjólfsson ari@dv.isÞeirra eigið skaup Frjálshyggjumenn náðu að stimpla sig inn í umræðuna eft- ir áramótaskaupið með því að kalla eftir því að hægrimenn fengju sitt eigið skaup. Ástæð- an sé vinstri slagsíðan í skaup- inu 2018. Hannes Hólmsteinn skammaðist líka yfir skaup- inu, sama gerði hinn dular- fulli leiðarahöfundur Morgun- blaðsins. Það verður að teljast ansi fyndið að sá hópur sem hefur talað um að „allt sé bannað nú til dags“, „pólitískur rétttrúnaður sé að drepa allt“ og „það megi aldrei grínast með neitt“ sé að kvarta undan bröndurum. Spurning hvort þeir fái ekki örlítið meira fjár- magn frá kvótaeigendum og ríkisbanka til búa til sitt eigið hægri skaup til höfuðs vinstra skaupinu. Miðað við skop- myndateikningar Morgun- blaðsins, sem voru reyndar teknar fyrir í skaupinu, þá yrði það skaup hressilega ófyndið. Miðflokkurinn er ódrepandi Tvær síðustu skoðanakannan- ir á fylgi flokkanna hafa sýnt svo ekki verður um villst að Mið- flokkurinn er ódrepandi. Í þeirri fyrri fékk hann tæplega fimm prósent og í þeirri seinni tæp- lega sex. Ætla mætti að rúmlega helmingun á fylgi sé verulegt áfall fyrir flokk en kannanirnar sýna að lægstu mörk flokksins myndu koma nokkrum fulltrú- um á þing í kosningum. Mál eins og Klaustursmálið hefði hæglega getað drep- ið annan flokk. Ef þetta hefðu til dæmis verið fulltrúar Við- reisnar væri sá flokkur svifinn til forfeðra sinna. En persónu- fylgi Sigmundar Davíðs er slíkt að töluvert stór hluti þjóðarinnar myndi vaða eld og brennistein fyrir hann og trúa hvaða sam- særiskenningu sem hann setur fram. Það var því rétt ákvörðun fyrir hann að taka málið á hnef- anum. Strengir þú áramótaheit? „Já. Ég hlusta mjög mikið á eitt podcast og áramótaheitið er að skrifa þeim bréf“ Bryndís Pétursdóttir „Nei, ég bý í Svíþjóð“ Einar Magnússon „Já. Um vistvænni lífsstíl“ Þóra Þorgeirsdóttir „Nei, ég ætla ekki að gera það og hef aldrei gert það“ Vincent Newman ORÐIÐ Á GÖTUNNI O rðið á götunni er að Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, sé á leið í framboð. Í næsta mánuði verður kosið um formann KSÍ á nýjan leik, en Guðni Bergsson hefur gegnt formennsku í þessu stærsta sérsambandi ÍSÍ undan- farin tvö ár og sækist eftir endur- kjöri. Guðna hefur ekki tekist að fá alla á sitt band. Íslenskur topp- fótbolti, hagsmunasamtök liða í tveimur efstu deildum Íslands, vildi til dæmis veita fjármunum sem Guðni vildi setja í nýja stöðu yfirmanns knattspyrnumála, til annarra verkefna, en hin nýja staða var eitt af kosningaloforðum Guðna, sem enn hefur ekki tekist að ráða í og var að lokum frestað fram yfir ársþingið. Margir segjast þó uggandi yfir því að fá Geir inn aftur enda var drykkjumenning í hans tíð sem formanns nokkuð sem margir gátu ekki sætt sig við. Margir eru hissa á því að Geir ætli að snúa aftur eftir svona stutta fjarveru, en lítið hefur til hans spurst eft- ir að Miðflokkurinn náði ekki inn manni í Kópavogi í síðustu sveit- arstjórnarkosningum, þar sem Geir var oddviti. Geir, sem er heiðursformaður KSÍ, klifraði metorðastig- ann innan UEFA í tíð sinni hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hafa málsmetandi menn inn- an íþróttasambandsins lýst yfir undrun sinni við Eyjuna, á að Geir hafi ekki náð að koma ár sinni betur fyrir borð innan UEFA og er umrædd drykkjumenning sögð vega þar þungt. Orðið á götunni er að margir knattspyrnumenn úr karla- og kvennalandsliðum Íslands vilji ekki fá Geir inn sem formann aft- ur. Leikmenn ku hafa verið orðnir þreyttir á því að hafa drukkna starfsmenn KSÍ með í för þegar haldið var í verkefni erlendis, en oftar en einu sinni og oftar en tvisvar eru Geir og vinir hans inn- an sambandsins sagðir hafa feng- ið sér í tána meðan leikmenn voru að einbeita sér að því að ná í góð úrslit fyrir land og þjóð og hefur verkefni í Tékkland sérstak- lega verið nefnt í því sambandi. Í tíð Guðna hefur sambandið unnið í því að bæta ímynd sína út á við og hefur það tekist með nokkrum ágætum. Orðið á götunni er að innan KSÍ þyki fólki það vera skref aftur á bak, nái Geir kjöri að nýju. Verður framboðið af Geir meira en eftirspurnin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.