Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.09.2018, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Ómar Fjárfesting Stórir fjárfestingasjóðir hafa nú keypt sig inn í Advania. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stærsti lífeyrissjóður Danmerkur hefur í samvinnu við fjárfestingarsjóð sem rekinn er af norðurevrópska sjóðastýringafyrirtækinu VIA equity, keypt 30% hlut í upplýsingatæknifyr- irtækinu Advania. Trúnaður ríkir um kaupverð hlutarins. Tilkynnt verður um kaupin í dag samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Advania er í eigu finnska fjárfest- ingasjóðsins Nordic Mezzanine, sænskra fjárfesta og lykilstjórnenda félagsins. Það rekur starfsstöðvar hér á landi, í Noregi, Danmörku og Sví- þjóð. Höfuðstöðvar félagsins eru í síð- astnefnda landinu. Advania var áður í meirihlutaeigu Framtakssjóðs Ís- lands sem seldi fyrirtækið í tveimur skrefum á árunum 2014 og 2015 til Advinvest. Íslendingar í lykilstöðum Íslendingar hafa þó enn ríka að- komu að félaginu. Forstjóri móður- félagsins, Advania AB er Gestur B. Gestsson. Forstjóri Advania á Íslandi er hins vegar Ægir Már Þórisson. Fleiri lykilstjórnendur fyrirtækisins eru Íslendingar. Má þar m.a. nefna Lilju Brynju Skúladóttur sem situr í framkvæmdastjórn félagsins og Evu Sóleyju Guðbjörnsdóttur sem er fjár- málastjóri Advania á Íslandi. Þá situr Katrín Olga Jóhannesdóttir, formað- ur Viðskiptaráðs Íslands, í stjórninni. Advania byggist á grunni margra gamalgróinna íslenskra fyrirtækja. Má þar m.a. nefna Einar J. Skúlason, sem stofnað var 1939, SKÝRR sem stofnað var 1953, Teymi hf., Kögun, Landsteina Strengi, Eskil og HugAX. »16 Kaupa 30% hlut í Advania  Stærsti lífeyrissjóður Danmerkur og fjárfestingasjóður koma í eigendahópinn Þ R I Ð J U D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  207. tölublað  106. árgangur  TRÉ ÁRSINS MÆLDIST 11 METRA HÁTT FJÖLSÓTT STEFNUMÓT VIÐ MYNDLIST KRISTINN SYNGUR Á FYRSTU TÓNLEIK- UM HAUSTSINS LISTAKAUPSTEFNA 30 HAFNARBORG 33VESTURBÆJARVÍÐIR 12 Er kominn tími á nýja þvottavél? Sjáðu allt úrvalið á elko.is  Minjastofnun vill að starfsemi Björgunar ehf. sem til stendur að flytja í Álfsnesvík við Kollafjörð verði valinn annar staður. Í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum segir að umrætt svæði sé einstök heild minja um verslun, útveg og landbúnað. Reykjavíkurborg skoðar nú hvernig bregðast megi við þessari umsögn og heitir samráði við Minjastofnun. Skoða verði meðal annars hvort grípa megi til mótvægisaðgerða. Kjarni málsins sé þó sá að annar staður fyrir starfsemi Björgunar sé ekki tiltækur. Sá kostur að leita ann- að sé illfær. Þá er bent á að með staðsetningu í Álfsnesvík geti Björg- un sótt möl til steypuframleiðslu í sjó; sú efnisvinnsla geti verið hag- kvæmur kostur og komið í veg fyrir umhverfisrask í landi. »11 Morgunblaðið/RAX Björgun Athafnasvæði við Ártúnshöfða. Leggjast gegn flutn- ingum Björgunar í Álfsnesvíkina  Ákæruvaldið fer fram á að Valur Lýðsson verði dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, fyrir að hafa orðið Ragnari Lýðssyni bróð- ur sínum að bana 31. mars síðastlið- inn á heimili Vals á Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð. Þetta kom fram í málflutningi Kolbrúnar Benedikts- dóttur saksóknara í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Verjandi Vals, Ólafur Björnsson, fór fram á í mál- flutningi sínum að Valur yrði sýkn- aður af manndrápsákæru fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana, en að öðrum kosti að honum yrði gerð vægasta refsing sem unnt væri að gera, með vísan til þess að það hefði ekki verið ásetningur hans að svipta bróður sinn lífi. »4 Ákæruvaldið krefst 16 ára fangelsis Hollenska skemmtiferðaskipið Zuiderdam hélt úr Sundahöfn í gær. Skipið var þá að ljúka þriðju og síðustu ferð sinni til landsins í sumar. Fjöl- mörg önnur skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins í september. Síðasta skipið kemur til Reykjavíkur í seinni hluta októbermánaðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Síðasti stóri mánuðurinn í ferðum skemmtiferðaskipa Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Síðasta ár var annus horribilis í rekstrinum. Hreinlega lélegt ár mið- að við síðustu 6 ár. Því verður ekki lýst á annan veg,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, um umsvif félagsins. Veltan var 5 milljarðar árið 2016 en aðeins einn milljarður í fyrra. True North hefur verið umsvifa- mesta kvikmyndafyrirtæki landsins þegar kemur að samstarfi við erlend kvikmyndaver. Heimsþekktar kvik- myndastjörnur hafa komið hingað til lands vegna verkefna félagsins. „Reksturinn verður þungur þegar verkefnum fækkar og launin hækka. Hvað á þá að gera? Á að halda dampi eða segja öllum upp?“ spyr Leifur. True North hefur meðal annars komið að gerð Star Wars og Fast & the Furious-mynda á Íslandi. Ekki lengur samkeppnishæf Spurður hvort tímabil framleiðslu slíkra stórmynda sé að baki á Íslandi bendir Leifur á hátt gengi krónunn- ar. Það sé farið að bíta mikið. „Það er búið að mynda svo mikið hérna. Hingað hafa komið heims- þekkt vörumerki eins og Star Wars og þekktir leikstjórar og leikarar. Annaðhvort hefur Ísland verið ofnot- að eða að fyrirtækin telja einfaldlega of dýrt að koma hingað og mynda á Íslandi. Það er bara þannig. Við er- um ekki samkeppnishæf sem stend- ur,“ segir Leifur. Hrun í kvikmyndagerð  Velta True North minnkaði úr 5 milljörðum í 1 milljarð milli ára 2016 og 2017  Félagið kom að gerð Star Wars  Stjórnarformaður segir Ísland orðið of dýrt Brexit hafði áhrif » Leifur segir að í kjölfar Brexit og lækkunar á gengi pundsins hafi verulega dregið úr eftirspurn frá Bretlandi. » Breskir kvikmyndagerðar- menn hafi nánast hætt að koma hingað til lands. » Þetta sé þó byrjað að lagast. MKvikmyndagerð skreppur … »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.