Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nýliðinn ágúst var fremur svalur
mánuður. Þetta kemur fram í yfir-
liti Veðurstofu Íslands. Hiti var
nærri meðallagi árin 1961 til 1990
en nær alls staðar undir meðallagi
síðustu tíu ár, einna síst austan-
lands.
Úrkoma var meiri en í meðallagi
norðan- og austanlands en undir
meðallagi vestanlands. Þá var enn-
fremur sólríkt á vesturhluta lands-
ins. Er það mikil breyting frá fyrri
sumarmánuðum, júní og júlí, sem
voru með fádæmum vætusamir og
sólarlitlir.
Meðalhiti í Reykjavík í ágúst var
10,4 stig, 0,1 stigi ofan meðallags
árin 1961 til 1990, en -1,5 stigum
neðan meðallags síðustu tíu ár. Á
Akureyri var meðalhitinn 9,6 stig,
-0,3 stigum neðan meðallags árin
1961 til 1990, og -1,2 stigum neðan
meðallags síðustu tíu ár. Í Stykkis-
hólmi var meðal-
hitinn 9,7 stig og
10,2 stig á Höfn í
Hornafirði.
Úrkoma var
undir meðallagi á
vestanverðu
landinu en yfir
meðallagi norð-
an- og austan-
lands.
Úrkoma í
Reykjavík mældist 48,1 millimetri,
sem er um 78% af meðalúrkomu
árin 1961 til 1990. Á Akureyri
mældist úrkoman 53,3 mm og er
það 56% umfram meðallag árin
1961 til 1990
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 185, sem eru 30 fleiri en
að meðallagi í ágúst. Á Akureyri
mældust 117 sólskinsstundir, 19
færri en í meðalári. sisi@mbl.is
Ágúst var svalur
Í borginni Meðal-
hiti var 10,4 stig.
Minni rigning og meiri sól vestanlands
Alls seldust 90 verk á málverkauppboði Gallerís
Foldar sem haldið var í gærkvöldi. Föl voru verk
eftir marga af helstu myndlistamönnum þjóðar-
innar svo og aðra minna kunna. Olíumálverk af
Vestmannaeyjum eftir Sverri Haraldsson var
slegið á 1.450 þúsund krónur, sem var tvöfalt
verðmat á verkinu. Þá seldist mynd af Vík í Mýr-
dal eftir Ísleif Konráðsson á þreföldu matsverði,
það er eina milljón króna, sem er hæsta verð sem
nokkru sinni hefur fengist á uppboði fyrir mynd
eftir naívista. „Mætingin á uppboðið var góð og
áhuginn greinilega talsverður, sem er í takt við
það sem við höfum greint að undanförnu,“ segir
Jóhann Ágúst Hansen uppboðshaldi í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. sbs@mbl.is
Mynd af Vík í Mýrdal seld á þreföldu verði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikill fjöldi verka á málverkauppboði Gallerís Foldar
Rekstur Árvakurs hf., útgefanda
Morgunblaðsins, mbl.is og K100,
þyngdist verulega árið 2017 frá
fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241
milljón króna en var 48 milljónir
árið áður. Versnandi afkoma skýr-
ist af því að þrátt fyrir að tekjur
hafi aukist um rúm 3% og numið
3,7 milljörðum þá jukust gjöld um
tæp 9% og námu 3,9 milljörðum
króna. Afkoma fyrir fjármagnsliði,
skatta og afskriftir var neikvæð
um 93 milljónir króna, en var já-
kvæð um 99 milljónir ári fyrr. Tap
ársins nam 284 milljónum króna en
árið 2016 var tapið 50 milljónir.
Eiginfjárstaða er eftir sem áður
sterk og var eiginfjárhlutfallið 39%
um áramót. Þá var nýlega lokið við
hlutafjáraukningu upp á 200 millj-
ónir króna.
Erfitt rekstrarumhverfi
„Það er kunnara en frá þurfi að
segja að rekstur einkarekinna ís-
lenskra fjölmiðla er erfiður um
þessar mundir og hefur raunar
verið misserum saman eins og sést
af umræðunni á vettvangi ríkis-
valdsins að laga rekstrarumhverfi
þeirra. Árvakur hefur ekki farið
varhluta af þessu og eru skýring-
arnar nokkrar,“ segir Haraldur Jo-
hannessen, framkvæmdastjóri Ár-
vakurs.
„Samkeppnin við Ríkisútvarpið
hefur farið harðnandi vegna auk-
inna umsvifa þess, einkum á aug-
lýsingamarkaði. Erlend samkeppni
hefur einnig harðnað mjög og þar
keppa innlendir miðlar við erlenda
miðla sem búa við allt aðrar að-
stæður, svo sem í skattalegu tilliti
og í tækifærum til auglýsingasölu.
Ennfremur hefur launakostnaður
hér á landi hækkað ört og fyrir
fyrirtæki þar sem sá liður vegur
langsamlega þyngst í rekstrinum,
þá er óhjákvæmilegt að það hafi
veruleg áhrif. Hluti af tapi síðasta
árs stafar þó einnig af því að við
erum að byggja upp nýja starfsemi
og sú uppbygging hefur kostað
töluvert fé, en við gerum ráð fyrir
að hún muni skila sér í auknum
tekjum, meiri hagkvæmni og já-
kvæðri afkomu.
Við höfum á þessu ári sýnt aukið
aðhald í rekstrinum en hann hefur
engu að síður áfram verið þungur.
Upp á síðkastið höfum við hert á
þessum aðgerðum og teljum að
þær muni duga til að loka því gati
sem myndast hefur. Við höfum lagt
okkur fram um að gera þetta án
þess að skerða þjónustu við áskrif-
endur og aðra notendur miðla Ár-
vakurs og höfum frekar aukið við
og breikkað þjónustuna.“
Sterk staða miðlanna
„Það er ánægjulegt, og lykilat-
riði til framtíðar, að staða miðla
Árvakurs hefur haldist sterk og
styrkst. Morgunblaðið nær nú til
rúmlega helmings þjóðarinnar í
hverri viku, sem er aukning frá
fyrra ári, mbl.is heldur áfram yfir-
burðastöðu sem fréttamiðill á net-
inu og K100 hefur styrkt stöðu sína
og þar teljum við mikil sóknarfæri.
Við höfum líka verið að bjóða nýj-
ungar, eins og Hljóðmoggann, fyrir
fólk á ferðinni og aðra sem geta
frekar hlustað á blöð en lesið þau.
Þá erum við stöðugt að skoða ný
tækifæri til vaxtar, til að afla nýrra
tekna og veita aukna þjónustu,“
segir Haraldur.
Neikvæð afkoma
í erfiðu umhverfi
Tap af rekstri
Árvakurs í fyrra
Miðlar fyrirtæk-
isins standa sterkt
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölmiðlar Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er mikil um þessar
mundir og fer vaxandi, ekki síst vegna aukinna umsvifa Ríkisútvarpsins.
Tímar keppenda í
heilu og hálfu
maraþoni í
Reykjavíkur-
maraþoninu í síð-
asta mánuði eru
ógildir. Þetta
kemur fram í
yfirlýsingu sem
Íþróttabandalag
Reykjavíkur
sendi frá sér und-
ir kvöld í gær. Þar segir að mistök
hafi verið gerð þegar brautir í mara-
þoni og hálfu maraþoni voru lagaðar.
Færa þurfti grindur við snúnings-
punkt við Sæbraut skömmu fyrir
hlaup og láðist að færa þær til baka.
Afleiðingin varð sú að hlaupaleiðin
var 213 metrum of stutt eins og end-
urmæling staðfestir.
Þrátt fyrir ógildingu tímans hafa
dómarar Reykjavíkurmaraþonsins
ákveðið að úrslit standi. Þó er óvíst
hvort erlend hlaup taki tímana gilda
sem inntökuskilyrði.
„Maður finnur til með þeim sem
voru að hlaupa á sínum bestu tím-
um og fá þá ekki skráða og eins með
þeim sem eru til dæmis að reyna að
komast í Boston-maraþonið,“ sagði
Arnar Pétursson, sem kom fyrstur
Íslendinga í mark í Reykjavíkur-
maraþoninu á dögunum í samtali við
mbl.is í gærkvöldi.
Tímarnir
eru ógildir
Mistök í Reykja-
víkurmaraþoninu
Hlaup Leiðin
var of stutt.