Morgunblaðið - 04.09.2018, Page 4
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verulegur samdráttur hefur orðið í
framleiðslu erlendra kvikmynda á
Íslandi. Neikvæð áhrif af Brexit og
versnandi samkeppnishæfni lands-
ins eiga þar hlut að máli.
Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson,
stjórnarformaður og framleiðandi
hjá True North, og bendir á að hing-
að komi ekki
lengur verkefni
sem kalla á
hundraða manna
starfslið.
Í stað þess að
kvikmyndaverin
sendi hingað 150
til 400 manna
teymi sendi þau
nú jafnan aðeins
fáeina starfs-
menn til að taka
ljósmyndir. Þótt verkefnastaðan í
sjónvarpsauglýsingum og umfangs-
minni upptökum fyrir bíómyndir sé
ágæt hafi mikið dregið úr stærri
verkefnum. Raunar hafi ekkert stórt
verkefni komið hingað í ár.
Síðasta ár mjög lélegt
„Reksturinn verður þungur þegar
verkefnum fækkar og launin hækka.
Hvað á þá að gera? Á að halda dampi
eða segja öllum upp. Þetta er vand-
meðfarið. Síðasta ár var mjög lélegt.
Fyrr í sumar byrjaði þetta þó að
rúlla aftur. Það er hins vegar allt
saman með herkjum. Það sem hefur
komið inn á ratsjána eru verkefni
sem kalla á snjó í Norður-Evrópu.
Þar eru Íslendingar, Finnar og
Norðmenn að bítast um verkefnin.
Það er erfitt að ná í stóru verk-
efnin vegna hás tilkostnaðar á Ís-
landi. Verðlag hér er orðið afar hátt.
Þá er sama hvort um er að ræða mat,
bíla, gistingu eða hvað annað. Allt
sem snýr að framleiðslu er orðið
mjög dýrt á Íslandi. Við það bætist
að gengi krónunnar er of sterkt.
Það munaði líka mikið um Brexit.
Við skiptum mikið við Breta og fund-
um strax fyrir miklum samdrætti frá
Bretlandi eftir að gengi pundsins
hrundi. Bretar hættu nánast að
koma hingað. Það er þó hægt og ró-
lega byrjað að jafna sig.“
Leifur segir að fyrir vikið hafi 5%
hækkun á endurgreiðslu á fram-
leiðslukostnaði kvikmynda ekki dug-
að til. Framleiðendur kvikmynda eða
sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á
endurgreiðslum á allt að 25% af
framleiðslukostnaði sem fellur til
hér á landi.
True North kom að framleiðslu
síðustu Mission Impossible-myndar-
innar, sem frumsýnd var í fyrrasum-
ar, og fóru tökur fram hjá dóttur-
félagi félagsins í Noregi. Félagið
velti um 5 milljörðum árið 2012 og
um 5 milljörðum í fyrra. Með tilliti til
verðbólgu er það samdráttur að
raunvirði. Á sama tímabili hefur inn-
lendur kostnaður, einkum laun,
hækkað mikið. Framlegð af rekstri
hefur dregist saman. Veltan hrundi
svo niður í milljarð í fyrra.
Noregur nánast hagstæðari
„Við erum líka með starfsemi í
Noregi. Noregur er nánast orðinn
hagstæðari en Ísland út af veiku
gengi norsku krónunnar. Vissulega
hefur hótelum fjölgað á Íslandi og
úrvalið hefur aukist mikið síðustu ár.
Verð á gistingu hefur hins vegar
hækkað,“ segir Leifur.
Spurður hvort tímabil framleiðslu
slíkra stórmynda sé að baki á Íslandi
bendir Leifur aftur á gengið.
„Það er búið að mynda svo mikið
hérna. Hingað hafa komið heims-
þekkt vörumerki eins og Star Wars
og þekktir leikstjórar og leikarar.
Annaðhvort hefur Ísland verið ofnot-
að, eða að fyrirtækin telja einfald-
lega of dýrt að koma hingað og
mynda á Íslandi. Það er bara þannig.
Við erum ekki samkeppnishæf sem
stendur,“ segir Leifur. Spurður um
jákvæð teikn á lofti segir Leifur að
fyrirtæki hans sé að skoða tvö stór
verkefni á Íslandi. Hann sé bundinn
trúnaði um þau á þessu stigi. Íslend-
ingar hafi gott orðspor í kvikmynda-
heiminum. Það orð fari af Íslending-
um að þeir séu duglegir og
reiðubúnir að vinna langan vinnudag
þegar á þarf að halda.
„Við erum að skoða um 10 verk-
efni sem eru misjafnlega á veg kom-
in. Maður þekkir hins vegar alltof
mörg dæmi þess að hingað ætla
menn að koma og taka upp í kannski
í 4-6 vikur. Síðan skera þeir niður og
koma í nokkra daga með lítið teymi
og mynda bara landslagsmyndir og
fara svo heim.“
Leifur segir að um 250 Íslending-
ar hafi starfað við stærri verkefnin.
Með afleiddum störfum megi tvö-
falda töluna í 500 starfsmenn.
Til dæmis hafi um helmingurinn af
2 milljarða kostnaði við upptökur á
FF8 á Íslandi verið laun, eða tæpur
milljarður íslenskra króna.
Þau erlendu betur launuð
– Hver verður þróunin í greininni?
„Það verður samdráttur. Blessun-
arlega erum við að framleiða íslenskt
efni sem fyllir upp í tómarúmið. Er-
lendu verkefnin eru oft betur launuð.
Það þarf alltaf að sníða sér stakk eft-
ir vexti í íslensku verkefnunum.“
– Hvaða þýðingu hefur það fyrir
tekjur íslenskrar kvikmyndagerðar
að erlendum verkefnum fækki?
„Með endurgreiðslunni viljum við
sjá miklu jafnari og stöðugri umsvif í
greininni. Að við séum með allavega
eitt eða tvö stór erlend verkefni á ári,
sjónvarpsþætti eða kvikmyndir, til
að viðhalda þessum útflutningi og fá
gjaldeyri inn í landið. Afleiddu tekj-
urnar eru miklar fyrir þjóðarbúið.
Það er sjaldgæft að afleiddu tekjurn-
ar séu jafn miklar í íslensku verkefn-
unum. Því er mikilvægt, til að við-
halda stöðugleika í verkefnum, að
íslenska krónan veikist um 15-20%.
Stóru erlendu verkefnin hafa að öllu
jöfnu haldið uppi íslensku vinnuafli í
kvikmyndaiðnaðinum.“
Kvikmyndageirinn skreppur saman
Stjórnarformaður True North segir samkeppnisstöðu Íslands hafa versnað mikið undanfarin ár
Nú sé jafnvel hagstæðara að taka upp kvikmyndir í Noregi Fundu fyrir samdrætti vegna Brexit
Ljósmynd/Þór Kjartansson/True North/Birt með leyfi
Heimsþekkt vörumerki True North hefur meðal annars komið að upptökum á kvikmynd í Stjörnustríðsseríunni.
Leifur B.
Dagfinnsson
Stjörnustríð og Þór
» True North hefur síðustu ár
komið að gerð kvikmynda á
borð við Star Wars: The Force
Awakens og Rogue One, Obli-
vion, Noah, The Secret Life of
Walter Mitty og Thor 2 (Thor:
The Dark World), Fast & the Fu-
rious 8 og Justice League.
» Þá má nefna Black Mirror
(Netflix), Alpha, Blade Runner
2049, Fast 8: Fate of the
Furious, Justice League, 22
July (Netflix).
» Leifur áætlar að félagið hafi
komið að 9 af hverjum 10
stórum erlendum kvikmynda-
verkefnum hér síðustu ár.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm
Verð 12.500 kr.
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Á líkama Ragnars Lýðssonar voru
tveir áverkar, annar á höfði og hinn á
hægri síðu, sem máttu teljast lífs-
hættulegir. Þetta sagði Sebastian
Kunz réttarmeinafræðingur er hann
bar vitni fyrir Héraðsdómi Suður-
lands í gær í máli Vals Lýðssonar
sem ákærður er fyrir að hafa orðið
bróður sínum að bana á heimili sínu
Gígjarhóli II 31. mars sl. Aðalmeð-
ferð málsins er lokið og hefur nú ver-
ið lagt í dóm Hjartar O. Aðalsteins-
sonar dómstjóra á Suðurlandi.
Sparkað í og stappað á Ragnari
Alvarlegasti áverkinn á höfði
Ragnars var langur skurður á
vinstra enni, sem mikið blæddi úr.
Kunz sagði að útilokað væri að sá
áverki hefði verið afleiðing falls. Mat
Kunz á áverkum á höfði og líkama
Ragnars megi skýra með því að
sparkað eða stappað hafi verið á
Ragnari.
Á hægri síðu hans voru mörg brot-
in rifbein í kjölfar mikilla sparka eða
stapps af hendi manns sem annað-
hvort var berfættur eða í sokkum,
sagði Kunz. Tvö rifbeinanna voru
brotin á þá vegu að þau stungust inn
í lifur og lungu Ragnars.
Lítið blóð var í kringum áverka á
lifur, sem Kunz segir að bendi til
þess, þar sem lifrin sé blóðríkt líf-
færi, að sá áverki hafi verið veittur
annaðhvort rétt fyrir andlát Ragn-
ars eða eftir það. Lifraráverkinn,
sagði Kunz, var þó einn og sér ban-
vænn, þ.e.a.s. Ragnar hefði látist
vegna innvortis blæðinga af hans
völdum, hefði hann ekki fengið lækn-
isaðstoð, strax eða fljótlega.
Kunz krufði lík Ragnars 3. apríl
síðastliðinn og eins og fram kemur í
ákæru var það mat Kunz að dauða
Ragnars hefði borið að með óeðlileg-
um hætti, líklegast saknæmum.
Dánarorsök Ragnars var banvæn
innöndun magainnihalds, í kjölfar af-
leiðinga þungra högga á höfuðið.
„Hinn látni kastaði upp, sem er
þekkt viðbragð hjá einstaklingi sem
hefur hlotið skaða á höfði, innan-
skúmsskaða, og að teknu tilliti til
þess að þegar hann byrjar að kasta
upp var hann með lítilli meðvitund,
ef einhverri, var hann ófær um að
hósta upp innihaldi magans, sem eru
þau viðbrögð sem einstaklingur með
meðvitund myndi framkalla,“ sagði
Kunz um dánarorsökina.
Atlagan var „mjög harkaleg“
Kolbrún Benediktsdóttir saksókn-
ari sagði það vera ljóst að atlaga Vals
að Ragnari hefði verið „mjög harka-
leg“ og að mati ákæruvaldsins teldist
sekt Vals fullsönnuð. Ákæruvaldið
fer fram á að Valur verði dæmdur í
16 ára fangelsi fyrir manndráp. Þá
nema bótakröfur barna Ragnars á
hendur Vals alls 40 milljónum króna,
eða 10 milljónum króna á hvert. Kol-
brún sagði að Val hefði mátt vera
það fullljóst að árás hans á Ragnar
gæti endað með andláti þess síðar-
nefnda.
Ólafur Björnsson, verjandi Vals,
fer fram á að Valur verði sýknaður af
ákærunni, en að öðrum kosti að hon-
um verði gerð vægasta refsing sem
unnt er að gera, með vísan til þess að
það hafi ekki verið ásetningur hans
að svipta bróður sinn lífi. Þá krefst
ákærði að bótakröfum barna Ragn-
ars á hendur honum verði vísað frá
eða þær lækkaðar verulega. Valur,
sem er 68 ára gamall, hefur neitað
sök í málinu og borið við minnisleysi
um atburðina voveiflegu.
Lífshættulegir áverkar
Alvarlegir áverkar á höfði og síðu Aðalmeðferð í Gýgjar-
hólsmálinu lokið Ákæruvaldið telur sekt fullsannaða
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mál Valur Lýðsson ásamt verjanda.
„Það er auðvitað áhyggjuefni fyrir
okkur ef ljósmæður eru óánægð-
ar,“ sagði Linda Kristmundsdóttir,
framkvæmdastjóri kvenna- og
barnasviðs Landspítalans, við
mbl.is í gær. Sex ljósmæður hafa
enn ekki dregið uppsagnir sínar til
baka eftir að samningur Ljós-
mæðrafélagsins við ríkið var undir-
ritaður í lok júlí.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum
sem Linda hefur hafa engar nýjar
uppsagnir borist í kjölfar úrskurð-
ar gerðardóms, sem skilaði niður-
stöðu sinni síðastliðið fimmtudags-
kvöld. Talsverðrar óánægju gætir
meðal ljósmæðra vegna þess að hún
felur ekki í sér leiðréttingu á launa-
setningu þeirra.
Linda stefnir að því að taka stöð-
una með yfirljósmæðrum sviðs
Landspítalans sem fyrst. „Við erum
stærsti vinnustaður ljósmæðra á
landinu og það eina sem við getum
gert er að horfa inn á við,“ sagði
Linda enn fremur.
Sex ljósmæður standa enn við uppsagnir