Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að opna nýtt 162 her- bergja hótel í Hallarmúla 2 snemma á næsta áratug. Fjárfestarnir sem byggja hótelið hafa samið við Keahótelin um leigu á byggingunni undir hótelrekstur. Félagið HM2 ehf. fer með upp- byggingu á lóðinni. Þar er nú versl- unin Tölvutek á tveimur hæðum. Húsið var byggt 1971. Nýbyggingin verður 5 hæðir og með bílakjallara. Þrír hluthafar eiga jafnan hlut í HM2 ehf. Þeir heita Stefán Már Stefánsson, Ellert Aðalsteinsson og Elmar Freyr Jensen. Hugsanlega opnað árið 2021 Ellert segir aðspurður að fram- kvæmdir við nýja hótelið muni senni- lega hefjast á næsta ári. Það verði hugsanlega tilbúið árið 2021. „Það er verið að svara athuga- semdum frá hagsmunaaðilum í kjöl- far grenndarkynningar. Málið er hjá borginni. Það var búið að vinna að þessu breytta deiliskipulagi með borginni í heilt ár og skipulagið var búið að samþykkja það. Síðan fór þetta í auglýsingu og þá komu at- hugasemdir eins og gengur og ger- ist,“ segir Ellert um stöðu málsins. Hann segir að 162 herbergi verði á hótelinu. Nýbyggingin verði um 6.500 fermetrar og með um 50 bíla- stæðum í kjallara. Það kosti millj- arða að byggja svona hús. „Við fjármögnum þetta sjálfir með eigin fé og svo er bankinn með í þessu líka. Við vorum búnir að fjár- magna þetta verkefni áður en þessi umræða varð svona neikvæð,“ segir Ellert og vísar til neikvæðrar um- ræðu um stöðu ferðaþjónustunnar. Þá m.a. í kjölfar umræðu um stöðu flugfélaganna. Hann segir horfur í greininni vera bjartar til lengri tíma. Mun jafna sig á næstunni „Þetta er viss leiðrétting. Greinin gat ekki vaxið svona hratt endalaust. Ég skil áhyggjur bankanna og þeirra sem eru að fjármagna verkefni í ferðaþjónustu. Markaðurinn mun hins vegar jafna sig á næstu mán- uðum og á næsta ári. Bankarnir munu endurmeta stöðuna og svo heldur lífið áfram,“ segir Ellert. Hann hefur byggt upp og þróað atvinnuhúsnæði víða í Reykjavík. Má þar nefna breytingar á Borgar- túni 29. Byggðar voru tvær hæðir of- an á húsið sem voru höfuðstöðvar Virðingar um hríð. Þá kom hann að breytingum á Borgartúni 33 sem nú hýsir eitt útibúa Landsbankans, ásamt því að þróa Borgartún 24. Þar stendur til að reisa 65 íbúðir og at- vinnuhúsnæði á jarðhæð. Reiturinn er á horni Borgartúns og Nóatúns. Keahótelin opna hótel í Hallarmúla Teikning/Yrki arkitektar Hallarmúli 2 Hótelið verður sunnan við Hilton Reykjavík Nordica.  Fjárfestar byggja 162 herbergja hótel  Framkvæmdin mun kosta milljarða  Samið hefur verið við Keahótelin um leigu á hótelinu  Einn fjárfesta gagnrýnir neikvæða umræðu um ferðaþjónustuna Yrði 12. hótelið » Keahótelin eru nú með 11 hótel víðsvegar um landið. » Með nýju hóteli í Hallarmúla 2 væru Keahótelin orðin 12. » Hótelið Reykjavík Lights Hotel á Suðurlandsbraut 12 er eitt Keahótelanna. » Þar hafa verið kynntar hug- myndir um stækkun hótelsins til suðurs, inn að baklóð. » Þar eru 105 herbergi og myndu nokkrir tugir bætast við með viðbyggingu. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alþjóðlegar samningaviðræður um nýjan alþjóðlegan hafréttarsamn- ing um verndun og sjálfbæra nýt- ingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja hefst í New York í dag. Þetta málefni hefur verið til umræðu á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna í hálf- an annan áratug, en samningurinn yrði framkvæmdasamningur undir hafréttarsamningi SÞ, eins og út- hafsveiðisamningurinn. Ákveðnar hafa verið fjórar samningalotur um þetta efni á næstu tveim ár- um. Samráðshópur á vegum stjórnvalda hefur undirbúið þátt- töku Íslendinga í þessum við- ræðum. Matthías Geir Pálsson, lögfræðingur á alþjóða- og örygg- isskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, leiðir íslensku sendinefnd- ina. Auk hans sækja fundina fulltrúar frá atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðneytinu og Sam- tökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Fyrirhugað er að fyrsta lotan standi til 17. september. Langur aðdragandi Matthías rifjar upp að árið 2015 ákvað Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna að stefnt skyldi að gerð slíks samnings og þá var sett á stofn undirbúningsnefnd sem lauk störfum í júlí í fyrra. Á fundum hennar var reynt að af- marka hvaða grunnþættir ættu að fara inn í þennan samning, en drög að samningstexta liggja ekki fyrir. Á aðfangadag í fyrra sam- þykkti Allsherjarþingið síðan ályktun um að kalla saman alþjóð- lega ríkjaráðstefnu til að hefja samningaviðræður um samning um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika hafsins utan lögsögu ríkja (BBNJ). Reiknað er með að í fyrstu lotunni verði farið yfir sviðið og línur lagðar. Forseti ráðstefn- unnar, Rena Lee, sendiherra frá Singapúr, hefur að sögn Matthías- ar unnið gott starf við undirbún- ing og lagt fram leiðbeinandi skjal varðandi skipulag umræðna. Matthías segir að í upphafi hafi Íslendingar efast um nauðsyn þessa samnings þar sem í gildi séu ýmsar alþjóðlegar reglur á úthaf- inu. „Hins vegar eftir að ákveðið var að stefna að samningi hafa ís- lensk stjórnvöld tekið fullan þátt í undirbúningi,“ segir hann. Gríðarstórt hafsvæði „Við höfum horft á þetta verkefni raunhæft, en ekki viljað búa til kerfi sem ekki virkar. Við höfum ekki áhuga á risastórri stofnun og hnattrænu kerfi, held- ur viljum við byggja á svæðis- bundinni nálgun. Við teljum mik- ilvægt að svona samningur verði að veruleika og viljum samning sem allir geta verið aðilar að. Skilgreining á líffræðilegri fjölbreytni í úthöfunum er mjög víðtæk og í raun gæti allt líf í út- höfunum fallið þar undir. Til við- bótar er svæðið sem samningurinn mun gilda á gríðarstórt, það er út- höfin sem ná yfir helminginn af jörðinni og hafa að geyma um 90% af vatnsmassa hafanna,“ segir Matthías. Samkvæmt ályktun alls- herjarþingsins á þessi samningur hins vegar ekki að grafa undan öðrum samningum, hafréttarsamn- ingi eða úthafsveiðisamningi, sem nú þegar eru í gildi. Samningalota um nýjan hafréttarsamning Unnið að nýjum samningi Matthías Geir Pálsson flytur ræðu um haf- réttarmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í desember 2017.  Ísland vill byggja á svæðisbundinni nálgun  Yrði framkvæmdasamningur undir hafréttarsamningi SÞ Framundan er umfangsmikill leið- angur með áherslu á magn og út- breiðslu loðnu. Á grundvelli niður- staðna þessa leiðangurs verður gefin út ráðgjöf um loðnuveiðar í vetur. Jafnframt verður margvíslegum öðrum rannsóknum sinnt, meðal annars á vistkerfinu, og verður reynt að leggja mat á fjölda hvala og sjó- fugla á loðnuslóð. Auk íslensku rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæ- mundssonar taka Grænlendingar þátt í verkefninu og hafa þeir tekið norskt, vel tækjum búið uppsjávar- skip á leigu. Fyrsta skipið fer út á fimmtudag, en síðan fara þau hvert af öðru og er áætlað að leiðangurinn taki þrjár vikur. Um borð í öllum skipunum verða sérstakir hvalataln- ingarmenn. Að sögn Þorsteins Sigurðsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrann- sóknastofnunar, verður loðnu leitað við Austur-Grænland, úti fyrir Norð- urlandi og norður í höf, en í fyrra fannst loðna á þessum árstíma langt fyrir norðan Jan Mayen. Frá árinu 2010 hefur loðna verið norðar við Austur-Grænland heldur en áður hefur verið talið og áhersla verið lögð á að reyna að komast norður fyrir það sem talin voru endamörk útbreiðslunnar. aij@mbl.is Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Loðnuvertíð Hoffellið frá Fáskrúðsfirði á miðunum síðasta vetur. Leita loðnu og meta fjölda hvala

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.