Morgunblaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is V íðirinn góði hefur alltaf haft yfir sér ævin- týrablæ. Þetta er blíð- legt tré, fallegt og fín- gert. Kemur seint til á vorin en heldur laufinu yfirleitt langt fram í nóvember,“ segir Margrét Bárðardóttir, sálfræðingur og trjá- eigandi í Skógum undir Eyjafjöllum. Vesturbæjarvíðir sem stendur að baki sumarhúsi í brekkurótum að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum var nú á sunnudaginn útnefndur Tré ársins 2018 af Skógræktarfélagi Ís- lands, en aðalfundur þess var hald- inn á Hellu um helgina. Jafnhliða fundarstörfum var farið víða um Rangárvallasýslu þar sem fólk kynnti sér skóga, ræktunarsvæði og græna lundi. Mold og merk saga Á sunnudag lagði skógræktar- fólk leið sína austur að Skógum þar sem formleg útnefning á Tré ársins fór fram. Tilgangur tilnefningar- innar er að beina sjónum almenn- ings að því gróskumikla starfi sem unnið er í trjá- og skógrækt, auk þess að vekja athygli á menningar- legu gildi einstakra trjáa. Vesturbæjarvíðir í íslenskri mold á sér merka sögu sem hófst með innflutningi grænna stofu- plantna frá Þýskalandi snemma á 20. öldinni. Upphafið er að Jón Eyvinds- son kaupmaður flutti inn plöntur frá Þýskalandi sem komu til landsins í tágakörfum. Ísleifur sonur Jóns, seinna þekktur kaupmaður í Reykja- vík, veitti því athygli að í einni af þessum körfum leyndust grænir sprotar með rót. Af rælni gróður- setti Jón þessa græðlinga í garði að Stýrimannastíg 9 og áttu þeir eftir að dafna vel. Auðvelt reyndist líka að fjölga þessum víðiplöntum og var það óspart gert, svo sem víða í gamla Vesturbænum í Reykjavík, að því er fram kemur í grein eftir Jóhann Pálsson grasafræðing sem birtist í Morgunblaðinu árið 2001. Í Eystra-Bæjargili Það var árið 1948 sem vestur- bæjarvíðirinn í Skógum var gróður- settur. Forsaga þess er sú að bænd- ur í Ytri-Skógum gáfu stóran hluta jarðarinnar til sýslunefnda Rangár- valla- og Vestur-Skaftafellssýslu fyrir byggingu héraðsskóla. Bænd- urnir og fjölskyldur þeirra fengu þó spildur til þess að reisa sér sumar- hús eða rækta skóg. Í austurbænum í Ytri-Skógum byggðu hjónin Margrét Bárðar- dóttir og Guðmundur Kjartansson, bóndi og trésmiður. Lundurinn sem þau héldu eftir er þar sem heitir Eystra-Bæjargil; fallegur hvammur ekki langt frá héraðsskólahúsinu og Skógabæjunum tveimur. Börn þeirra Skógahjóna voru Guðbjörg, Katrín, Kjartan og Bárð- ur og er sá síðastnefndi faðir Mar- grétar sem fyrr er nefnd. Með eigin- manni sínum Magnús V. Guðlaugs- syni byggði hún árið 2010 nýtt og fallegt sumarhús sem stendur beint framan við vesturbæjarvíðinn góða, sem þau eru eigendur að. Okkar bestu stundir Óx víðir af vísi, var eitt sinn rit- að. Tré ársins er nú orðið 11,10 metra hátt, er sérlega krónumikið og þekur í ummáli 220 fermetra. „Víðirinn góði er vel að þessum heiðri komin. Ég margar góðar minningar tengdar þessu tré; man eftir því litlu og lágvöxnu og hvað okkur krökkunum fannst gaman í gamla daga að príla í greinum þess. Ég hef tekið fyrir allt slíkt nú þegar barnabörnin koma í heimsókn, en stórfjölskyldan öll sækir mikið í Skóga þar sem við eigum okkar bestu stundir,“ segir Margrét Bárð- ardóttir að síðustu. Víðirinn heldur laufinu lengi Óx viður af vísi, var eitt sinn ritað. Tré ársins var útnefnt um helgina, en það er í Skógum undir Eyjafjöllum og mældist liðlega 11 metra hátt. Vesturbæjarvíðir dafnar vel víða um landið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gróandi Margrét Bárðardóttir og Magnús Guðlaugsson með plattann sem staðfestir að vesturbæjarvíðirinn sé tré ársins. Tréð var gróðursett árið 1947 og hefur yfir sér ævintýrablæ, eins og Margrét lýsir hér í viðtalinu. Skógar Vesturbæjarvíðirinn hér að baki sumarhúsinu. Tréð var á sunnu- daginn mælt 11,10 metra hátt, það er krónumikið og þekur 220 fermetra. Mikilvægt er að hefja nýja og kröft- uga sókn í skógrækt á Íslandi, sagði Jónatan Garðarsson, formaður Skóg- ræktarfélags Íslands, í ræðu sem hann flutti á aðalfundi félagsins um helgina. „Aukin skógrækt og endurheimt eldri skóga ætti að vera eitt af meginmarkmiðum okkar í nánustu framtíð. Ógnin sem fylgir breyttri stöðu í loftslagsmálum er mun alvar- legri en hægt er að ímynda sér,“ sagði Jónatan, sem telur skógrækt besta og áhrifaríkasta vopnið í bar- áttunni gegn hlýnun andrúmslofts- ins. Samt hafi opinberar fjárveitingar til skógræktarmála ekki verið auknar í samræmi við það sem vonir stóðu til. Þvert á móti hafi fjárveitingar í besta falli staðið í stað þó að allur kostnaður hafi aukist. Fyrir hrun hafi sex milljónir plantna verið gróður- settar árlega en nú aðeins þrjár millj- ónir. „Fjárveitingarvaldið þarf að koma inn af fullum þunga,“ sagði for- maðurinn og lagði áherslu á að þetta væri brýnt hagsmunamál allra. „Þetta er nauðsynlegt í ljósi þess hvert stefnir í loftslagsmálum heims- ins og ekki síður vegna þeirra skuld- bindinga sem við höfum undirgengist með undirritun alþjóðlegra sáttmála. Ef ekkert verður að gert munu þung gjöld falla á íslenska þjóð á næstu ár- um og áratugum.“ Efling skógræktarstarfsins í land- inu snýst þó um meira en fjármuni. Jónatan lagði í ræðu sinni áherslu á mikilvægi samvinnu, t.d. Skógrækt- arinnar, skógarbænda og áhugafólks. Landgræðsla ríkisins yrði einnig að koma að málum. „Þegar fram líða stundir mun það fjármagn sem sett er í aukna skógrækt og landgræðslu skila sér margfalt til baka, hvort sem er í afurðum sem skógarnir munu skapa, bættu andrúmslofti eða ánægjunni af því að sjá ávöxtinn af starfi okkar, sem og þeirra sem á undan okkur hafa gengið og komandi kynslóða. “ Auknir fjármunir verði settir í skógræktarstarfið í landinu Skilar sér í meiri afurðum, ánægju og bættu andrúmslofti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógrækt Framlagið skilar sér margfalt, segir Jónatan Garðarsson. Skógræktarfélag Íslands út- nefndi Tré ársins fyrst árið 1989, sem þá var birki í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Birkið í Fljótsdal á Austurlandi komst svo á blað í næstu útnefningu árið 1992. Síðan hefur verið útnefnt evrópulerki, gráösp, garðhlynur, rússalerki, lindifura, hengibjörk, reyniviður, fjallgullregn og beyki; allt tré sem eiga sér merka sögu og er landið allt undir í þessari upptalningu, sem er hvergi tæm- andi. Lerkið og lindarfuran ÚTNEFNT FYRST 1989

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.