Morgunblaðið - 04.09.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2018
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
króna árið 2017 en var 535,2 millj-
ónir árið 2016. Fyrirtækið seldi
vörur og þjónustu fyrir tæpa 7 millj-
arða króna árið 2017 miðað við tæpa
6,9 milljarða árið 2016.
Eignir félagsins námu 3,9
milljörðum króna í árslok 2017 mið-
að við 3,4 milljarða í árslok 2016.
Eigið fé í árslok 2017 nam 803,5
milljónum króna miðað við 720,3
milljónir í árslok 2016. Eiginfjár-
hlutfall fyrirtækisins nam 20,4% í
árslok 2017. Heildarskuldir félags-
ins námu 3,1 milljarði króna í árslok
2017 en á sama tíma árið 2016 námu
þær 2,7 milljörðum króna.
peturhreins@mbl.is
Lyfjaverslanakeðjan Lyf og heilsa
skilaði hagnaði upp á 283,2 milljónir
króna árið 2017 og jókst hann um
rúm 16% á milli ára en hagnaðurinn
árið 2016 nam 243,2 milljónum
króna. Fram kemur í ársreikningi
félagsins að það hyggist greiða hlut-
höfum arð sem nemur 100 milljónum
króna. Félagið er nánast alfarið í
eigu eignarhaldsfélagsins Faxar ehf.
sem á 99,56% hlut en Toska ehf. á
0,44% hlut. Bæði félögin eru að fullu
leyti í eigu Jóns Hilmars Karlssonar.
Hann er sonur Karls Wernerssonar
sem áður átti fyrirtækið.
Rekstrarhagnaður fyrirtækisins
fyrir afskriftir nam 604,5 milljónum
Lyf og heilsa hagnast um 283 milljónir
Hagnaðurinn jókst um 16% á milli ára
Morgunblaðið/Golli
Heilsa Hagnaður Lyfja og heilsu hf. nam 283 milljónum króna árið 2017.
● WOW air flutti 28% fleiri farþega
til og frá landinu í ágúst sl. en á
sama tíma á síðasta ári, eða 413
þúsund farþega. Það er mesti fjöldi
sem félagið hefur flutt í einum mán-
uði frá upphafi. Í tilkynningu frá fé-
laginu segir að sætanýting hafi
sömuleiðis verið betri, en hún var
93% í mánuðinum samanborið við
90% í ágúst í fyrra.
„Sætanýtingin jókst þrátt fyrir
30% aukningu á framboðnum
sætiskílómetrum miðað við sama
tímabil í fyrra,“ segir í tilkynningunni.
Hlutfall tengifarþega hefur einnig
aukist. Það er nú 61% samanborið
við 43% á sama tíma í fyrra, og hef-
ur aldrei verið hærra.
Það sem af er ári hefur WOW air
flutt um 2,4 milljónir farþega.
Metfjöldi með WOW air
4. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.86 107.38 107.12
Sterlingspund 138.92 139.6 139.26
Kanadadalur 82.09 82.57 82.33
Dönsk króna 16.703 16.801 16.752
Norsk króna 12.808 12.884 12.846
Sænsk króna 11.711 11.779 11.745
Svissn. franki 110.51 111.13 110.82
Japanskt jen 0.9643 0.9699 0.9671
SDR 149.67 150.57 150.12
Evra 124.55 125.25 124.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.6491
Hrávöruverð
Gull 1206.85 ($/únsa)
Ál 2111.5 ($/tonn) LME
Hráolía 77.53 ($/fatið) Brent
● Heildarviðskipti með hlutabréf í ís-
lensku Kauphöllinni í ágúst námu tæp-
um 37 milljörðum skv. nýrri samantekt
frá Nasdaq OMX Iceland. Það er 4%
hækkun frá fyrri mánuði. Viðskiptin
hafa þó minnkað ef miðað er við sama
tíma á síðasta ári, eða um 16%.
Mest voru viðskipti með bréf Marel,
Icelandair Group og N1.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,2% á
milli mánaða og stendur nú í 1.594 stig-
um, samkvæmt tilkynningunni.
Í lok ágúst voru hlutabréf 23 félaga
skráð á Aðalmarkað og Nasdaq First
North á Íslandi. Nemur heildarmark-
aðsvirði skráðra félaga 997 milljörðum
króna. tobj@mbl.is
Hlutabréfaviðskipti í
Kauphöll aukast um 4%
STUTT
1,6 milljarða afgangur var á við-
skiptajöfnuði við útlönd á öðrum árs-
fjórðungi ársins 2018. Á sama tíma í
fyrra var 11,9 milljarða afgangur á
viðskiptajöfnuði. Hrein staða við út-
lönd var jákvæð um 261 milljarð
króna, eða um 9,8% af vergri lands-
framleiðslu (VLF) og batnaði um 69
milljarða, eða um 2,6% af VLF í
fjórðungnum.
Þetta kemur fram í upplýsingum á
vef Seðlabanka Íslands sem sýna
bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð
við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2018
og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok
ársfjórðungsins.
49,8 milljarða halli
Halli á vöruskiptajöfnuði var 49,8
milljarðar samanborið við 46,7 millj-
arða halla yfir sama tímabil í fyrra.
Afgangur á þjónustujöfnuði var 55
milljarðar króna en á sama tíma í
fyrra nam afgangurinn 61,4 milljörð-
um. Frumþáttatekjur skiluðu 100
milljóna króna afgangi en rekstrar-
framlög 3,6 milljarða halla. Sam-
kvæmt bráðabirgðayfirlitinu námu
erlendar eignir þjóðarbúsins 3.250
milljörðum króna í lok ársfjórðungs-
ins en skuldir 2.989 milljörðum.
Hrein fjármagnsviðskipti bættu er-
lenda stöðu þjóðarbúsins um 15
milljarða króna í fjórðungnum. Er-
lendar eignir jukust um 15 milljarða
króna vegna fjármagnsviðskipta en
skuldir stóðu á jöfnu.
Gengis- og verðbreytingar höfðu
jákvæð áhrif á erlenda stöðu þjóð-
arbúsins um 59 milljarða króna. Á
vef Seðlabankans kemur fram að það
skýrist af 3,1% lækkun á gengi krón-
unnar gagnvart helstu gjaldmiðlum
miðað við gengisskráningarvog og
rúmlega 1% verðhækkunum á er-
lendum verðbréfamörkuðum í árs-
fjórðungnum. peturhreins@mbl.is
1,6 milljarða afgangur
Hrein staða við útlönd jákvæð um 261 milljarð króna
Morgunblaðið/Ómar
Jákvæð staða 1,6 milljarða afgang-
ur reyndist vera á viðskiptajöfnuði.
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Gengið hefur verið frá kaupum
danska lífeyrissjóðsins PFA og sjóðs
í rekstri VIA equity á 30% hlut í upp-
lýsingatæknifyrirtækinu Advania
sem m.a. rekur umfangsmikla starf-
semi hér á landi. Þetta herma heim-
ildir Morgunblaðsins Tilkynnt verð-
ur um kaupin opinberlega í dag.
Núverandi eigendur Advania
eignuðust meirihluta í félaginu þeg-
ar Framtakssjóður Íslands seldi hlut
sinn í því á árunum 2014 og 2015.
FSÍ hafði eignast upplýsingatækni-
fyrirtækið SKÝRR árið 2010. Í árs-
byrjun var Advania hins vegar til í
kringum umbreytingar- og samein-
ingarferli SKÝRR. Samkvæmt upp-
lýsingum sem FSÍ hefur látið uppi
nam hagnaður af fjárfestingu sjóðs-
ins í Advania 840 milljónum króna og
jafngilti það heildarávöxtun upp á
50,6%.
Núverandi eigendur Advania AB
eru m.a. Nordic Mezzanina, sem er
finnskur fjárfestingasjóður, hópur
sænskra fjárfesta og lykilstjórnend-
ur á vettvangi fyrirtækisins. Ekki
hafa fengist upplýsingar um skipt-
ingu eignarhluta í félaginu.
Sterkir bakhjarlar
VIA equity er danskt sjóðastýr-
ingafyrirtæki sem fjárfestir í tækni-
og þjónustugeiranum í Norður-Evr-
ópu. Stærð þriggja meginsjóða í
stýringu þess nemur 3 milljörðum
danskra króna, jafnvirði 50,5 millj-
arða íslenskra króna.
PFA er stærsti lífeyrissjóður
starfsfólks á almennum vinnumark-
aði í Danmörku og nýtur m.a. þjón-
ustu VIA equity í starfsemi sinni.
Sjóðfélagar PFA eru 1,2 milljónir.
Sjóðir PFA eru í dag metnir á um
500 milljarða danskra króna, jafn-
virði 8.420 milljarða íslenskra króna.
Til samanburðar námu eignir alls ís-
lenska lífeyrissjóðakerfisins ríflega
3.900 milljörðum króna um síðustu
áramót. Advania AB hefur vaxið
mjög að umfangi á síðustu árum.
Þannig kemur fram í nýjustu árs-
skýrslu félagsins að tekjur félagsins
hafi numið rúmum 2.800 milljónum
sænskra króna, jafnvirði 33,2 millj-
arða króna á síðasta ári og að þær
hafi vaxið um 60% milli ára. Þá hafi
EBITDA félagsins hækkað um 59%
og nam þá 258 milljónum sænskra
króna, jafnvirði ríflega 3 milljarða ís-
lenskra króna.
Nýtt fjármagn í Advania
Danskir fjárfestar kaupa umtalsverðan hlut í Advania AB Íslendingar í lykil-
stöðum hjá félaginu hér heima og erlendis Tekjur félagsins 33,2 milljarðar í fyrra
Morgunblaðið/Valli
Forysta Forstjóri Advania AB er Gestur B. Gestsson (t.h.). Ægir Már Þórisson
(t.v.) er forstjóri Advania á Íslandi. Fleiri lykilstjórnendur eru íslenskir.
Löng saga
» Einar J. Skúlason stofnaði
samnefnt fyrirtæki í Reykjavík
árið 1939.
» Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar (SKÝRR)
stofnað árið 1953.
» SKÝRR er breytt í hlutafélag
árið 1996 og fyrirtækið einka-
vætt.
» Áratug síðar eru SKÝRR og
Teymi sameinuð undir merki
fyrrnefnda félagsins.
» Á árunum 2009 til 2011
sameinast Kögun, Landsteinar
Strengur, Eskill, EJS og Teymi
Hands í AS, ásamt Kerfi AB í
Svíþjóð undir merki SKÝRR.
» Advania verður til árið 2012
með sameiningu SKÝRR, Hug-
urAx, Kerfi í Svíþjóð og Hands í
Noregi.